Viðskipti

Kolmunnaveiðin hafin hjá íslensku skipunum

Íslensku kolmunnaskipin, sem höfðu legið í höfnum í Færeyjum í allt að viku vegna þess að kolmunninn var ekki genginn inn í færeysku lögsöguna, eru nú öll lögð af stað og stefna syðst í lögsöguna, þar sem hann kemur fyrst inn í hana.

Viðskipti innlent

Binda vonir við íslenska tækni

Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, vonast til þess að ný tækni sem íslenska hátæknifyrirtækið Valka hefur þróað geti orðið veigamikill þáttur í að gera þorskvinnslu í Noregi jafn mikilvæga og vinnslu á laxi þar í landi.

Viðskipti innlent

Segir arðgreiðslur bankanna eðlilegar

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir bankana ekki stofna eiginfjárstöðu sinni í hættu með arðgreiðslum upp á 32 milljarða. Seðlabankastjóri segir tilefni til að stilla arðgreiðslum í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn.

Viðskipti innlent

Háar fyrirgreiðslur Spkef til venslaðra

Útlán Sparisjóðsins í Keflavík til starfsmanna numu alls 1.520 milljónum króna við yfirtöku FME á sjóðnum. Fyrrverandi stjórnarformaður, einn stjórnarmaður og börn sparisjóðssstjóra nutu stórra fyrirgreiðslna hjá sparisjóðnum.

Viðskipti innlent

Hefði getað svipt sparisjóðina starfsleyfi

Fjármálaeftirlitið hefði getað afturkallað starfsleyfi þriggja sparisjóða þar sem þeir uppfylltu ekki kröfur um eigið fé í meira en ár. FME lét það vera. Ályktanir nefndar um sparisjóði um störf FME eru takmarkaðar, en nefndin telur að engin dæmi séu um að FME hafi ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu við eftirlit með sparisjóðum.

Viðskipti innlent