CCP segir upp 56 manns í Atlanta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2014 15:59 Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Vísir/CCP Töluvleikjaframleiðandinn CCP hefur hætt þróun á tölvuleiknum World of Darkness, sem hefur verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum. Í kjölfar þessarar ákvörðunar eru lögð niður 56 stöðugildi hjá CCP í Atlanta. Hluti starfsmanna sem missa stöður sínar hefur verið boðin önnur störf hjá fyrirtækinu. CCP mun veita öllum fráfarandi starfsmönnum aðstoð við atvinnuleit. Þeir starfsmenn CCP sem halda áfram störfum fyrir fyrirtækið í Atlanta munu vinna að þróun leikja í EVE veröldinni, sem þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2006 munu allir starfsmenn fyrirtækisins starfa að einni og sömu leikjaveröld. „Ákvörðunin að hætta þróun World of Darkness er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið. Ég hef haft trú á þeirri sýn að búa til fjölspilunar tölvuleikjaupplifun í veröld World of Darkness, og fylgst með þróunarteymi leiksins vinna af ástríðu að því markmiði síðustu ár,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP í tilkynningunni. Hann segist vilja þakka öllum þeim sem hafa unnið svo ötullega að því að gera World of Darkness tölvuleikinn að veruleika, sérstaklega þeim starfsmönnum sem þessi ákvörðun CCP hefur áhrif á. Hann segir framlag þeirra til CCP hafa verið umtalsvert og því verði ekki gleymt, og óskar þeim öllum velfarnaðar. “Við núverandi og fyrrverandi starfsmenn CCP og alla þá sem sýnt hafa World of Darkness áhuga, vil ég segja að mér þykir mjög leitt að við náðum ekki markmiðum okkar að færa ykkur þá upplifun sem við einsettum okkur að skapa. Okkur dreymdi um leik sem færði spilarann í ævintýraheim World of Darkness, en verðum að horfast í augu við að það verður ekki að veruleika. Ég vona að við getum einhvern tímann bætt ykkur þetta,“ segir Hilmar Veigar ennfremur. Hann segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið erfið ákvörðun sem hafi áhrif á vini og fjölskyldur, þá muni hún sameina fyrirtækið í því markmiði að þróa leiki fyrir eina og sömu leikjaveröldina sem setur CCP í sterkari stöðu til að ná árangri. „Við erum nú staðráðnari en nokkru sinni fyrr að gera EVE að stærstu leikjaveröld í heimi,“ segir Hilmar Veigar að lokum. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Töluvleikjaframleiðandinn CCP hefur hætt þróun á tölvuleiknum World of Darkness, sem hefur verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum. Í kjölfar þessarar ákvörðunar eru lögð niður 56 stöðugildi hjá CCP í Atlanta. Hluti starfsmanna sem missa stöður sínar hefur verið boðin önnur störf hjá fyrirtækinu. CCP mun veita öllum fráfarandi starfsmönnum aðstoð við atvinnuleit. Þeir starfsmenn CCP sem halda áfram störfum fyrir fyrirtækið í Atlanta munu vinna að þróun leikja í EVE veröldinni, sem þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2006 munu allir starfsmenn fyrirtækisins starfa að einni og sömu leikjaveröld. „Ákvörðunin að hætta þróun World of Darkness er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið. Ég hef haft trú á þeirri sýn að búa til fjölspilunar tölvuleikjaupplifun í veröld World of Darkness, og fylgst með þróunarteymi leiksins vinna af ástríðu að því markmiði síðustu ár,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP í tilkynningunni. Hann segist vilja þakka öllum þeim sem hafa unnið svo ötullega að því að gera World of Darkness tölvuleikinn að veruleika, sérstaklega þeim starfsmönnum sem þessi ákvörðun CCP hefur áhrif á. Hann segir framlag þeirra til CCP hafa verið umtalsvert og því verði ekki gleymt, og óskar þeim öllum velfarnaðar. “Við núverandi og fyrrverandi starfsmenn CCP og alla þá sem sýnt hafa World of Darkness áhuga, vil ég segja að mér þykir mjög leitt að við náðum ekki markmiðum okkar að færa ykkur þá upplifun sem við einsettum okkur að skapa. Okkur dreymdi um leik sem færði spilarann í ævintýraheim World of Darkness, en verðum að horfast í augu við að það verður ekki að veruleika. Ég vona að við getum einhvern tímann bætt ykkur þetta,“ segir Hilmar Veigar ennfremur. Hann segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið erfið ákvörðun sem hafi áhrif á vini og fjölskyldur, þá muni hún sameina fyrirtækið í því markmiði að þróa leiki fyrir eina og sömu leikjaveröldina sem setur CCP í sterkari stöðu til að ná árangri. „Við erum nú staðráðnari en nokkru sinni fyrr að gera EVE að stærstu leikjaveröld í heimi,“ segir Hilmar Veigar að lokum.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira