CCP segir upp 56 manns í Atlanta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2014 15:59 Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP. Vísir/CCP Töluvleikjaframleiðandinn CCP hefur hætt þróun á tölvuleiknum World of Darkness, sem hefur verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum. Í kjölfar þessarar ákvörðunar eru lögð niður 56 stöðugildi hjá CCP í Atlanta. Hluti starfsmanna sem missa stöður sínar hefur verið boðin önnur störf hjá fyrirtækinu. CCP mun veita öllum fráfarandi starfsmönnum aðstoð við atvinnuleit. Þeir starfsmenn CCP sem halda áfram störfum fyrir fyrirtækið í Atlanta munu vinna að þróun leikja í EVE veröldinni, sem þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2006 munu allir starfsmenn fyrirtækisins starfa að einni og sömu leikjaveröld. „Ákvörðunin að hætta þróun World of Darkness er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið. Ég hef haft trú á þeirri sýn að búa til fjölspilunar tölvuleikjaupplifun í veröld World of Darkness, og fylgst með þróunarteymi leiksins vinna af ástríðu að því markmiði síðustu ár,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP í tilkynningunni. Hann segist vilja þakka öllum þeim sem hafa unnið svo ötullega að því að gera World of Darkness tölvuleikinn að veruleika, sérstaklega þeim starfsmönnum sem þessi ákvörðun CCP hefur áhrif á. Hann segir framlag þeirra til CCP hafa verið umtalsvert og því verði ekki gleymt, og óskar þeim öllum velfarnaðar. “Við núverandi og fyrrverandi starfsmenn CCP og alla þá sem sýnt hafa World of Darkness áhuga, vil ég segja að mér þykir mjög leitt að við náðum ekki markmiðum okkar að færa ykkur þá upplifun sem við einsettum okkur að skapa. Okkur dreymdi um leik sem færði spilarann í ævintýraheim World of Darkness, en verðum að horfast í augu við að það verður ekki að veruleika. Ég vona að við getum einhvern tímann bætt ykkur þetta,“ segir Hilmar Veigar ennfremur. Hann segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið erfið ákvörðun sem hafi áhrif á vini og fjölskyldur, þá muni hún sameina fyrirtækið í því markmiði að þróa leiki fyrir eina og sömu leikjaveröldina sem setur CCP í sterkari stöðu til að ná árangri. „Við erum nú staðráðnari en nokkru sinni fyrr að gera EVE að stærstu leikjaveröld í heimi,“ segir Hilmar Veigar að lokum. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Töluvleikjaframleiðandinn CCP hefur hætt þróun á tölvuleiknum World of Darkness, sem hefur verið í vinnslu á skrifstofu fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum. Í kjölfar þessarar ákvörðunar eru lögð niður 56 stöðugildi hjá CCP í Atlanta. Hluti starfsmanna sem missa stöður sínar hefur verið boðin önnur störf hjá fyrirtækinu. CCP mun veita öllum fráfarandi starfsmönnum aðstoð við atvinnuleit. Þeir starfsmenn CCP sem halda áfram störfum fyrir fyrirtækið í Atlanta munu vinna að þróun leikja í EVE veröldinni, sem þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2006 munu allir starfsmenn fyrirtækisins starfa að einni og sömu leikjaveröld. „Ákvörðunin að hætta þróun World of Darkness er ein sú erfiðasta sem ég hef tekið. Ég hef haft trú á þeirri sýn að búa til fjölspilunar tölvuleikjaupplifun í veröld World of Darkness, og fylgst með þróunarteymi leiksins vinna af ástríðu að því markmiði síðustu ár,“ segir Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdastjóri CCP í tilkynningunni. Hann segist vilja þakka öllum þeim sem hafa unnið svo ötullega að því að gera World of Darkness tölvuleikinn að veruleika, sérstaklega þeim starfsmönnum sem þessi ákvörðun CCP hefur áhrif á. Hann segir framlag þeirra til CCP hafa verið umtalsvert og því verði ekki gleymt, og óskar þeim öllum velfarnaðar. “Við núverandi og fyrrverandi starfsmenn CCP og alla þá sem sýnt hafa World of Darkness áhuga, vil ég segja að mér þykir mjög leitt að við náðum ekki markmiðum okkar að færa ykkur þá upplifun sem við einsettum okkur að skapa. Okkur dreymdi um leik sem færði spilarann í ævintýraheim World of Darkness, en verðum að horfast í augu við að það verður ekki að veruleika. Ég vona að við getum einhvern tímann bætt ykkur þetta,“ segir Hilmar Veigar ennfremur. Hann segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið erfið ákvörðun sem hafi áhrif á vini og fjölskyldur, þá muni hún sameina fyrirtækið í því markmiði að þróa leiki fyrir eina og sömu leikjaveröldina sem setur CCP í sterkari stöðu til að ná árangri. „Við erum nú staðráðnari en nokkru sinni fyrr að gera EVE að stærstu leikjaveröld í heimi,“ segir Hilmar Veigar að lokum.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira