Viðskipti innlent

Reykjanesbær tapar tæpum milljarði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Taprekstur af Reykjaneshöfn nemur 650 milljónum króna.
Taprekstur af Reykjaneshöfn nemur 650 milljónum króna. vísir/gva
Reiknað tap samstæðu Reykjanesbæjar nemur 973  milljónum króna, að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða. Taprekstur af Reykjaneshöfn nemur 650 milljónum króna.

Þá var rekstarniðurstaða samstæðu Reykjanesbæjar jákvæð um 2,6 milljarða fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Hreint veltufé jókst á milli ára og jókst handbært frá rekstri á milli ára og stendur skuldaviðmið nánast í stað.

Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að rekstrarniðurstaðan beri þess merki að tafir urðu á atvinnuverkefnum í Helgivík, verðbólga varð hærri en Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir og hærri kostnaðarliðir urðu vegna fjárhagsaðstoðar við atvinnulausa íbúa.

Kostnaður vegna félagsþjónustu voru 152 milljónir króna umfram áætlun. Þá var mikil fjölgun leikskólabarna vegna flutnings fjölskyldufólks í bæinn, en heildarkostnaður jókst um 97 milljónir króna umfram áætlun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×