Segir arðgreiðslur bankanna eðlilegar Haraldur Guðmundsson skrifar 14. apríl 2014 08:45 Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur verið gert af skynsemi,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um arðgreiðslur viðskiptabankanna þriggja sem nema þriðjungi af samanlögðum hagnaði þeirra árið 2013. „Það eru engin hættumerki núna enda eru bankarnir með mjög sterka eiginfjárstöðu og eins og sakir standa hafa þeir ekki stofnað þeirri stöðu í neina hættu með þessum arðgreiðslum,“ segir Unnur.Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika að enn sé tilefni til að stilla arðgreiðslum bankanna í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn. Ein ástæðan sé sú að erlend lausafjárstaða þeirra muni að óbreyttu versna verulega komi ekki til skilmálabreytinga á skuld nýja Landsbankans við þann gamla eða eðlilegur aðgangur nýja bankans að erlendu lánsfé hafi opnast áður. Hluti góðrar afkomu bankanna byggist á virðishækkun útlána og fleiri óreglulegum þáttum og hærri bankaskattar muni rýra afkomu bankanna. „Við höfum tekið undir að það þarf að fara varlega í þessar arðgreiðslur en það er einnig heilbrigðismerki að geta greitt út arð til eigenda sinna,“ segir Unnur. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Stór hluti þeirrar upphæðar rennur í ríkissjóð en ríkið á meðal annars 97,7 prósenta eignarhlut í Landsbankanum.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), telur bankana hafa stigið varlega til jarðar þegar kemur að arðgreiðslum. „Sjónarmið seðlabankastjóra eru fullrar athygli verð. Eins og hann nefnir eru tímabundnir þættir eins og endurmat eigna sem hafa haft jákvæð áhrif á afkomu bankanna en þau áhrif eru ekki viðvarandi,“ segir Guðjón og bendir á að fyrir Alþingi liggi frumvarp þar sem eiginfjárkröfur til fjármálafyrirtækja eru hertar. „Ég held að þessar arðgreiðslur séu klárlega mjög hófstilltar enda mikið eigið fé bundið í þessum fyrirtækjum og verulegur meirihluti af þessari tölu fer í vasa ríkisins,“ segir Guðjón. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
„Þetta hefur verið gert af skynsemi,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, um arðgreiðslur viðskiptabankanna þriggja sem nema þriðjungi af samanlögðum hagnaði þeirra árið 2013. „Það eru engin hættumerki núna enda eru bankarnir með mjög sterka eiginfjárstöðu og eins og sakir standa hafa þeir ekki stofnað þeirri stöðu í neina hættu með þessum arðgreiðslum,“ segir Unnur.Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika að enn sé tilefni til að stilla arðgreiðslum bankanna í hóf. Staða bankanna sé ekki eins góð og virðist við fyrstu sýn. Ein ástæðan sé sú að erlend lausafjárstaða þeirra muni að óbreyttu versna verulega komi ekki til skilmálabreytinga á skuld nýja Landsbankans við þann gamla eða eðlilegur aðgangur nýja bankans að erlendu lánsfé hafi opnast áður. Hluti góðrar afkomu bankanna byggist á virðishækkun útlána og fleiri óreglulegum þáttum og hærri bankaskattar muni rýra afkomu bankanna. „Við höfum tekið undir að það þarf að fara varlega í þessar arðgreiðslur en það er einnig heilbrigðismerki að geta greitt út arð til eigenda sinna,“ segir Unnur. Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion Banki og Íslandsbanki, hafa samtals greitt 31,8 milljarða króna í arð til hluthafa á þessu ári. Stór hluti þeirrar upphæðar rennur í ríkissjóð en ríkið á meðal annars 97,7 prósenta eignarhlut í Landsbankanum.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), telur bankana hafa stigið varlega til jarðar þegar kemur að arðgreiðslum. „Sjónarmið seðlabankastjóra eru fullrar athygli verð. Eins og hann nefnir eru tímabundnir þættir eins og endurmat eigna sem hafa haft jákvæð áhrif á afkomu bankanna en þau áhrif eru ekki viðvarandi,“ segir Guðjón og bendir á að fyrir Alþingi liggi frumvarp þar sem eiginfjárkröfur til fjármálafyrirtækja eru hertar. „Ég held að þessar arðgreiðslur séu klárlega mjög hófstilltar enda mikið eigið fé bundið í þessum fyrirtækjum og verulegur meirihluti af þessari tölu fer í vasa ríkisins,“ segir Guðjón.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira