Starfsfólk Sjóvár gat grætt eina og hálfa milljón Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2014 07:00 Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, við skráninguna í gær. Vísir/GVA Starfsmenn Sjóvár sem keyptu bréf í hlutafjárútboði tryggingafélagsins gátu við lokun markaða í gær grætt allt að 1,5 milljónir króna á bréfunum. Aðrir almennir fjárfestar gátu þá mest grætt 34 þúsund krónur á því að selja sín bréf í félaginu. Þegar niðurstöður almenns hlutafjárútboðs Sjóvár voru kynntar í byrjun mánaðarins kom í ljós að heildareftirspurn í útboðinu hafði verið sjöfalt meiri en söluandvirði þeirra hluta sem boðnir voru út. Sú mikla þátttaka leiddi til þess að hámarksúthlutun til almennra fjárfesta var 227 þúsund krónur. Tilboð fastráðinna starfsmanna Sjóvár voru aftur á móti ekki skert. Þeir gátu því keypt hlutabréf fyrir allt að tíu milljónir króna í útboðinu, eins og allir almennir fjárfestar áttu upphaflega að geta. „En eftirspurnin innan fyrirtækisins var ekki slík að það væri talin ástæða af eigendum að skerða hluti starfsmanna," segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvar. „Það er tvenns konar fyrirkomulag sem er þekkt hér á landi. Annars vegar þegar starfsmönnum er veittur afsláttur af gengi bréfa eða hins vegar þegar sett er í skráningarlýsingu fyrirheit um það að skerða starfsmenn minna eða ekkert. Eigendur tóku seinni valkostinn þar sem starfsmenn voru að fá þetta á sama gengi og aðrir en þetta er ákveðinn jákvæður hvati gagnvart starfsmönnum," segir Hermann. Í gær var sagt í fjölmiðlum að stjórn tryggingafélagsins myndi leggja fram tillögu um að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn á næsta aðalfundi félagsins sem fer fram 29. apríl. Hermann segir þetta ekki rétt. Þarna sé einungis um að ræða starfskjarastefnu félagsins sem þurfi að liggja fyrir á öllum aðalfundum. „Þessi sama stefna lág fyrir í fyrra og sú ályktun að við séum að taka upp kaupaukakerfi er ekki rétt. Það liggur fyrir sambærileg tillaga fyrir aðalfundinn um heimild til upptöku hvatakerfis. Verði sú heimild nýtt, sem ekki er búið að taka ákvörðun um, kemur hún ekki til framkvæmda fyrr en að undangengnu samþykki hluthafafundar og slík tillaga mun ekki liggja fyrir á næsta hluthafafundi." Fyrsti dagur Sjóvár í Kauphöll rólegurHlutabréf í Sjóvá voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í gær. Bréf almennra fjárfesta höfðu við lokun markaða hækkað um 15,1% og bréf fagfjárfesta um 1,4%. Velta með bréfin nam rúmum 254 milljónum króna. „Þetta var nú öllu rólegri fyrsti dagur en við höfum séð í allra síðustu útboðum eins og sést á heildarfjárhæðinni og hvaða hlutfall af félaginu er að skipta um hendur," segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar." „Þetta voru margar litlar færslur og litlu fjárfestarnir réðu svolítið deginum og það voru stærri fjárhæðir að fara á milli í útboðum hinna tryggingafélaganna." Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Starfsmenn Sjóvár sem keyptu bréf í hlutafjárútboði tryggingafélagsins gátu við lokun markaða í gær grætt allt að 1,5 milljónir króna á bréfunum. Aðrir almennir fjárfestar gátu þá mest grætt 34 þúsund krónur á því að selja sín bréf í félaginu. Þegar niðurstöður almenns hlutafjárútboðs Sjóvár voru kynntar í byrjun mánaðarins kom í ljós að heildareftirspurn í útboðinu hafði verið sjöfalt meiri en söluandvirði þeirra hluta sem boðnir voru út. Sú mikla þátttaka leiddi til þess að hámarksúthlutun til almennra fjárfesta var 227 þúsund krónur. Tilboð fastráðinna starfsmanna Sjóvár voru aftur á móti ekki skert. Þeir gátu því keypt hlutabréf fyrir allt að tíu milljónir króna í útboðinu, eins og allir almennir fjárfestar áttu upphaflega að geta. „En eftirspurnin innan fyrirtækisins var ekki slík að það væri talin ástæða af eigendum að skerða hluti starfsmanna," segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvar. „Það er tvenns konar fyrirkomulag sem er þekkt hér á landi. Annars vegar þegar starfsmönnum er veittur afsláttur af gengi bréfa eða hins vegar þegar sett er í skráningarlýsingu fyrirheit um það að skerða starfsmenn minna eða ekkert. Eigendur tóku seinni valkostinn þar sem starfsmenn voru að fá þetta á sama gengi og aðrir en þetta er ákveðinn jákvæður hvati gagnvart starfsmönnum," segir Hermann. Í gær var sagt í fjölmiðlum að stjórn tryggingafélagsins myndi leggja fram tillögu um að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn á næsta aðalfundi félagsins sem fer fram 29. apríl. Hermann segir þetta ekki rétt. Þarna sé einungis um að ræða starfskjarastefnu félagsins sem þurfi að liggja fyrir á öllum aðalfundum. „Þessi sama stefna lág fyrir í fyrra og sú ályktun að við séum að taka upp kaupaukakerfi er ekki rétt. Það liggur fyrir sambærileg tillaga fyrir aðalfundinn um heimild til upptöku hvatakerfis. Verði sú heimild nýtt, sem ekki er búið að taka ákvörðun um, kemur hún ekki til framkvæmda fyrr en að undangengnu samþykki hluthafafundar og slík tillaga mun ekki liggja fyrir á næsta hluthafafundi." Fyrsti dagur Sjóvár í Kauphöll rólegurHlutabréf í Sjóvá voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar í gær. Bréf almennra fjárfesta höfðu við lokun markaða hækkað um 15,1% og bréf fagfjárfesta um 1,4%. Velta með bréfin nam rúmum 254 milljónum króna. „Þetta var nú öllu rólegri fyrsti dagur en við höfum séð í allra síðustu útboðum eins og sést á heildarfjárhæðinni og hvaða hlutfall af félaginu er að skipta um hendur," segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar." „Þetta voru margar litlar færslur og litlu fjárfestarnir réðu svolítið deginum og það voru stærri fjárhæðir að fara á milli í útboðum hinna tryggingafélaganna."
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira