Már á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2014 19:31 visir/aðend/anton Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sótti vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem haldinn var í Washington í Bandaríkjunum dagana 11. til 13. apríl. Seðlabankastjóri átti einnig fundi með stjórnendum og starfsfólki AGS og fulltrúum lánshæfismatsfyrirtækja. Þá tók seðlabankastjóri þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu AGS sem fjallaði um skilameðferð banka sem starfa yfir landamæri og á ráðstefnu Alþjóðasamtaka fjármálafyrirtækja sem fjallaði alþjóðlegar fjármagnshreyfingar og skuldavanda. Á fundi fjárhagsnefndar AGS kynnti framkvæmdastjóri AGS mat sitt á helstu áskorunum varðandi hagstjórn og umbætur á heimsvísu og helstu viðfangsefni sjóðsins. Á fundinum voru lagðar fram greiningar á heimsbúskapnum og hinu alþjóðlega fjármálakerfi. Heimsbúskapurinn heldur áfram að rétta úr kútnum en áhætta er enn til staðar, svo sem mjög lítil verðbólga á evrusvæðinu og hætta á óstöðugleika á fjármálamörkuðum samfara því að dregið er úr slaka peningastefnu í Bandaríkjunum. Fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Finnlands, Jutta Urpilainen, og má nálgast yfirlýsingu hennar fyrir hönd kjördæmisins hér að neðan. Í ályktun fjárhagsnefndar AGS kemur m.a. fram að efnahagsleg umsvif á heimsvísu halda áfram að aukast. Hins vegar er endurbatinn brothættur og áhætta framundan. Enn er nauðsyn á að hrinda í framkvæmd kerfisbreytingum til að viðhalda efnahagslegum endurbata og styrkja fjármálakerfi. Nefndin lýsti áhyggjum yfir því hversu hægt hefur gengið að ljúka umbótum á skipulagi AGS sem hófust árið 2010 og miða m.a. að aukinni hlutdeild nýmarkaðsríkja í yfirstjórn AGS. Í því sambandi var vísað til mikils dráttar á staðfestingu Bandaríkjaþings. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sótti vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem haldinn var í Washington í Bandaríkjunum dagana 11. til 13. apríl. Seðlabankastjóri átti einnig fundi með stjórnendum og starfsfólki AGS og fulltrúum lánshæfismatsfyrirtækja. Þá tók seðlabankastjóri þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu AGS sem fjallaði um skilameðferð banka sem starfa yfir landamæri og á ráðstefnu Alþjóðasamtaka fjármálafyrirtækja sem fjallaði alþjóðlegar fjármagnshreyfingar og skuldavanda. Á fundi fjárhagsnefndar AGS kynnti framkvæmdastjóri AGS mat sitt á helstu áskorunum varðandi hagstjórn og umbætur á heimsvísu og helstu viðfangsefni sjóðsins. Á fundinum voru lagðar fram greiningar á heimsbúskapnum og hinu alþjóðlega fjármálakerfi. Heimsbúskapurinn heldur áfram að rétta úr kútnum en áhætta er enn til staðar, svo sem mjög lítil verðbólga á evrusvæðinu og hætta á óstöðugleika á fjármálamörkuðum samfara því að dregið er úr slaka peningastefnu í Bandaríkjunum. Fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni fjármálaráðherra Finnlands, Jutta Urpilainen, og má nálgast yfirlýsingu hennar fyrir hönd kjördæmisins hér að neðan. Í ályktun fjárhagsnefndar AGS kemur m.a. fram að efnahagsleg umsvif á heimsvísu halda áfram að aukast. Hins vegar er endurbatinn brothættur og áhætta framundan. Enn er nauðsyn á að hrinda í framkvæmd kerfisbreytingum til að viðhalda efnahagslegum endurbata og styrkja fjármálakerfi. Nefndin lýsti áhyggjum yfir því hversu hægt hefur gengið að ljúka umbótum á skipulagi AGS sem hófust árið 2010 og miða m.a. að aukinni hlutdeild nýmarkaðsríkja í yfirstjórn AGS. Í því sambandi var vísað til mikils dráttar á staðfestingu Bandaríkjaþings.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira