Viðskipti innlent

Hitaveitur spara Íslendingum 112 milljarða á ári

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hitaveitur spara Íslendingum um 112 milljarða á ári ef borið er saman við kostnað við að kynda heimili landsmanna með olíu. Þetta kom fram á nýafstöðnum ársfundi OrkustofnunnarÞað virðist hafa verið mikið heillaskref hjá íslenskum stjórnvöldum að setja aukinn þunga í uppbyggingu hitaveitna á miðri síðustu öld. Ef litið er til þess hver kostnaðurinn hefði verið fyrir heimilin í landinu ef áfram hefði verið kynt með olíu þá nemur uppsafnaður sparnaður 2.300 milljörðum króna frá árinu 1914 til ársins 2012.„Allt það fjármagn sem ríkið hefur sett í uppbyggingu hitaveitna víðsvegar um landið hefur skilað sér margfalt tilbaka,“ segir Jónas Ketilsson, verkefnastjóri hjá Orkustofnun.Notkun Íslendinga á orkugjöfum hefur breyst mikið á síðustu 40 árum. Um helmingur íslenskra heimila var áður upphitaður með olíu árið 1970 en nú eru þau undir einu prósenti. Jónas segir orkusjálfstæði Íslendinga mikið. Hann bendir á í þessu samhengi á þá stöðu sem komin er upp í Evrópu en þar ríkir talsverður óróleiki vegna hernaðaríhlutunar Rússa í Úkraínu sem gæti ógnað orkuöryggi margra Evrópuþjóða.„Innan Evrópusambandsins þá kemur þriðjungur af gasi frá Rússlandi, að hluta til í gegnum Úkraínu. Sá óróleiki sem nú er innan Úkraínu hefur áhrif á orkuöryggi Evrópusambandsins,“ segir Jónas. „Af þeim sökum horfir Evrópusambandið til nýtingar innlendra orkugjafa og í því samhengi er Ísland gott fordæmi.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,4
26
850.051
ICEAIR
3,23
178
374.953
FESTI
2,8
11
308.622
HAGA
2,13
10
121.123
EIM
1,84
15
76.636

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,25
4
148.000
REITIR
0
6
36.944
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.