Spá 0,5% hækkun neysluverðs í apríl Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2014 11:19 Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir hækkun á vísitölu neysluverðs (VNV) um 0,5% í apríl. Þannig aukist verðbólga úr 2,2% í 2,5% ef spáin gangi eftir. „Verðbólguhorfur fyrir yfirstandandi ár eru lítið breyttar, en horfur fyrir næsta ár hafa lítillega batnað, þótt við gerum líkt og áður ráð fyrir aukinni verðbólgu á komandi misserum. Verðbólga verður þó að mati okkar minni næstu árin en hún hefur að jafnaði verið undanfarin ár,“ segir í greiningunni. Þrír liðir skýra fyrst og fremst spánna um hækkun vísitölunnar í apríl frá bráðabirgðaspá Greiningarinnar sem hljóðaði upp á 0,3%. Það séu vísbendingar um að markaðsverð íbúðarhúsnæðis hafi haldið áfram að hækka undanfarið, og er hækkunartakturinn öllu hraðari en gert var ráð fyrir. Greining telur að reiknuð húsaleiga, sem endurspegli markaðsverð að mestu, hækki um 0,75% í apríl. Að viðbættri hækkun á viðhaldskostnaði vegna samningsbundinnar launahækkunar iðnaðarmanna vegur húsnæðisliður VNV til 0,17% hækkunar. Þessu til viðbótar hafi eldsneytisverð hækkað um 2,5% að jafnaði frá marsmánuði samkvæmt mælingu Greiningarinnar (0,13% í VNV). Einnig bendir verðkönnun til þess að flugfargjöld til útlanda hafi hækkað talsvert þriðja mánuðinn í röð (0,09% í VNV). Samanlagt vega því þessir þrír liðir til 0,4% hækkunar. Aðrir liðir hafa samanlagt áhrif til 0,1% hækkunar í apríl. „Verðbólguhorfur fyrir komandi mánuði eru svipaðar og áður, nema hvað við teljum að hækkun vegna sveiflukenndra liða í apríl muni ganga til baka að hluta í maí. Þannig gerum við t.d. ráð fyrir minni hækkun á flugfargjöldum í maímánuði en við gerðum áður ráð fyrir. Jafnframt reiknum við með að krónutöluhækkanir hins opinbera á áfengi og tóbaki og eldsneyti um síðustu áramót gangi að hluta til baka í maí. Við lækkum því bráðabirgðaspá fyrir maí úr 0,2% í 0,1% hækkun. Eins og áður gerum við ráð fyrir 0,3% hækkun í júní. Loks teljum við að VNV lækki um 0,4% í júlí, og er lækkunin til komin vegna útsöluáhrifa líkt og jafnan í júlímánuði,“ segir í greiningunni. Talið er að miðað við ofangreinda spá muni verðbólga mælast 2,4% í júní mánuði og það sem eftir lifir árs verði verðbólgan áfram á svipuðum slóðum og gerir bankinn ráð fyrir 2,5% verðbólgu í árslok. Þá hafi verðbólguhorfur fyrir næsta ár heldur batnað frá síðustu spá, en Greining gerir ráð fyrir 3,4% verðbólgu yfir árið 2015 í stað 3,7% verðbólgu áður. „Eftir sem áður spáum við hins vegar 3,9% verðbólgu yfir árið 2016. Útlit er því fyrir að meðalverðbólga næstu 3ja ára verði í grennd við 3,6%. Til samanburðar má nefna að verðbólguálag til sex ára á skuldabréfamarkaði (m.v. verðtryggð og óverðtryggð ríkisbréf) er nú 3,6%,“ segir Greining Íslandsbanka. Langtímaspá þeirra byggir á þeim forsendum að íbúðaverð hækki um 5% - 6% á ári hverju, laun taki að hækka hraðar frá og með næsta ári samhliða því að slakinn hverfi úr efnahagslífinu og krónan veikist að jafnaði um 2% - 3% á ári. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir hækkun á vísitölu neysluverðs (VNV) um 0,5% í apríl. Þannig aukist verðbólga úr 2,2% í 2,5% ef spáin gangi eftir. „Verðbólguhorfur fyrir yfirstandandi ár eru lítið breyttar, en horfur fyrir næsta ár hafa lítillega batnað, þótt við gerum líkt og áður ráð fyrir aukinni verðbólgu á komandi misserum. Verðbólga verður þó að mati okkar minni næstu árin en hún hefur að jafnaði verið undanfarin ár,“ segir í greiningunni. Þrír liðir skýra fyrst og fremst spánna um hækkun vísitölunnar í apríl frá bráðabirgðaspá Greiningarinnar sem hljóðaði upp á 0,3%. Það séu vísbendingar um að markaðsverð íbúðarhúsnæðis hafi haldið áfram að hækka undanfarið, og er hækkunartakturinn öllu hraðari en gert var ráð fyrir. Greining telur að reiknuð húsaleiga, sem endurspegli markaðsverð að mestu, hækki um 0,75% í apríl. Að viðbættri hækkun á viðhaldskostnaði vegna samningsbundinnar launahækkunar iðnaðarmanna vegur húsnæðisliður VNV til 0,17% hækkunar. Þessu til viðbótar hafi eldsneytisverð hækkað um 2,5% að jafnaði frá marsmánuði samkvæmt mælingu Greiningarinnar (0,13% í VNV). Einnig bendir verðkönnun til þess að flugfargjöld til útlanda hafi hækkað talsvert þriðja mánuðinn í röð (0,09% í VNV). Samanlagt vega því þessir þrír liðir til 0,4% hækkunar. Aðrir liðir hafa samanlagt áhrif til 0,1% hækkunar í apríl. „Verðbólguhorfur fyrir komandi mánuði eru svipaðar og áður, nema hvað við teljum að hækkun vegna sveiflukenndra liða í apríl muni ganga til baka að hluta í maí. Þannig gerum við t.d. ráð fyrir minni hækkun á flugfargjöldum í maímánuði en við gerðum áður ráð fyrir. Jafnframt reiknum við með að krónutöluhækkanir hins opinbera á áfengi og tóbaki og eldsneyti um síðustu áramót gangi að hluta til baka í maí. Við lækkum því bráðabirgðaspá fyrir maí úr 0,2% í 0,1% hækkun. Eins og áður gerum við ráð fyrir 0,3% hækkun í júní. Loks teljum við að VNV lækki um 0,4% í júlí, og er lækkunin til komin vegna útsöluáhrifa líkt og jafnan í júlímánuði,“ segir í greiningunni. Talið er að miðað við ofangreinda spá muni verðbólga mælast 2,4% í júní mánuði og það sem eftir lifir árs verði verðbólgan áfram á svipuðum slóðum og gerir bankinn ráð fyrir 2,5% verðbólgu í árslok. Þá hafi verðbólguhorfur fyrir næsta ár heldur batnað frá síðustu spá, en Greining gerir ráð fyrir 3,4% verðbólgu yfir árið 2015 í stað 3,7% verðbólgu áður. „Eftir sem áður spáum við hins vegar 3,9% verðbólgu yfir árið 2016. Útlit er því fyrir að meðalverðbólga næstu 3ja ára verði í grennd við 3,6%. Til samanburðar má nefna að verðbólguálag til sex ára á skuldabréfamarkaði (m.v. verðtryggð og óverðtryggð ríkisbréf) er nú 3,6%,“ segir Greining Íslandsbanka. Langtímaspá þeirra byggir á þeim forsendum að íbúðaverð hækki um 5% - 6% á ári hverju, laun taki að hækka hraðar frá og með næsta ári samhliða því að slakinn hverfi úr efnahagslífinu og krónan veikist að jafnaði um 2% - 3% á ári.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira