Þórisvatn ekki lægra frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2014 09:30 Hrauneyjafossvirkjun, ein sex virkjana sem njóta vatnsmiðlunar úr Þórisvatni. Mynd/Landsvirkjun. Stærsta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, Þórisvatn, náði þann 3. apríl lægstu vatnshæð sem mælst hefur frá upphafi. Vatnsyfirborðið var þá í 560 metrum yfir sjávarmáli og 31 sentímetra betur. Það er um ellefu metrum undir meðaltali Þórisvatns á þessum tíma árs, að því er fram kemur á heimasíðu Landvirkjunar. Góðu fréttirnar eru þær að síðan þá hefur orðið breyting til batnaðar. „Í byrjun þessarar viku hófst hægfara leysing á hálendinu. Rennsli í Tungnaá, Þjórsá og Blöndu hefur aukist og vatnshæð Þórisvatns hefur farið hægt hækkandi með hverjum degi frá 3. apríl,“ segir í frétt fyrirtækisins. Tímabundið aukið rennsli í ám hefur skilað sér í hækkun á vatnshæð í Þórisvatni og Blöndulóni. Batinn er þó ekki nægur til að draga úr raforkuskerðingum. „Ef miðað er við að innrennsli fram til vors verði samkvæmt lægstu spám þá hefur staðan ekki batnað nógu mikið til að hægt sé að aflétta skerðingum.“ Landsvirkjun segir tíðarfar á yfirstandandi vetri hafa verið mjög óhagstætt og innrennsli í lón afbrigðilegt. Rennsli í Tungnaá hafi framan að vetri verið minna en finna má í mælingum síðustu 55 árin og rennsli í Blöndu hafi verið nálægt sögulegu lágmarki. Tengdar fréttir Landsvirkjun þarf að skammta rafmagn til stórkaupenda Landsvirkjun verður á næstunni að grípa til rafmagnsskömtunar til stórkaupenda vegna skorts á raforku. Mjög lítið vatn er nú í uppistöðulónum Landsvirkjunar miðað við árstíma og þar því að grípa til þessara ráða. 16. janúar 2014 07:17 Alcoa Fjarðaál dregur úr framleiðslu Fyrirtækið áætlar að framleiðslutapið muni nema tæpum níu þúsund tonnum. 16. janúar 2014 17:14 Þurrkur á hálendi þýðir olíubrennslu á Vestfjörðum og lokun sundlauga Lág vatnsstaða á hálendinu í lónum Landsvirkjunar veldur því að sundlaugum á Vestfjörðum verður lokað á morgun um óákveðinn tíma og Vestfirðingar þurfa að fara að kynda með olíu. 28. febrúar 2014 19:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Stærsta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, Þórisvatn, náði þann 3. apríl lægstu vatnshæð sem mælst hefur frá upphafi. Vatnsyfirborðið var þá í 560 metrum yfir sjávarmáli og 31 sentímetra betur. Það er um ellefu metrum undir meðaltali Þórisvatns á þessum tíma árs, að því er fram kemur á heimasíðu Landvirkjunar. Góðu fréttirnar eru þær að síðan þá hefur orðið breyting til batnaðar. „Í byrjun þessarar viku hófst hægfara leysing á hálendinu. Rennsli í Tungnaá, Þjórsá og Blöndu hefur aukist og vatnshæð Þórisvatns hefur farið hægt hækkandi með hverjum degi frá 3. apríl,“ segir í frétt fyrirtækisins. Tímabundið aukið rennsli í ám hefur skilað sér í hækkun á vatnshæð í Þórisvatni og Blöndulóni. Batinn er þó ekki nægur til að draga úr raforkuskerðingum. „Ef miðað er við að innrennsli fram til vors verði samkvæmt lægstu spám þá hefur staðan ekki batnað nógu mikið til að hægt sé að aflétta skerðingum.“ Landsvirkjun segir tíðarfar á yfirstandandi vetri hafa verið mjög óhagstætt og innrennsli í lón afbrigðilegt. Rennsli í Tungnaá hafi framan að vetri verið minna en finna má í mælingum síðustu 55 árin og rennsli í Blöndu hafi verið nálægt sögulegu lágmarki.
Tengdar fréttir Landsvirkjun þarf að skammta rafmagn til stórkaupenda Landsvirkjun verður á næstunni að grípa til rafmagnsskömtunar til stórkaupenda vegna skorts á raforku. Mjög lítið vatn er nú í uppistöðulónum Landsvirkjunar miðað við árstíma og þar því að grípa til þessara ráða. 16. janúar 2014 07:17 Alcoa Fjarðaál dregur úr framleiðslu Fyrirtækið áætlar að framleiðslutapið muni nema tæpum níu þúsund tonnum. 16. janúar 2014 17:14 Þurrkur á hálendi þýðir olíubrennslu á Vestfjörðum og lokun sundlauga Lág vatnsstaða á hálendinu í lónum Landsvirkjunar veldur því að sundlaugum á Vestfjörðum verður lokað á morgun um óákveðinn tíma og Vestfirðingar þurfa að fara að kynda með olíu. 28. febrúar 2014 19:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Landsvirkjun þarf að skammta rafmagn til stórkaupenda Landsvirkjun verður á næstunni að grípa til rafmagnsskömtunar til stórkaupenda vegna skorts á raforku. Mjög lítið vatn er nú í uppistöðulónum Landsvirkjunar miðað við árstíma og þar því að grípa til þessara ráða. 16. janúar 2014 07:17
Alcoa Fjarðaál dregur úr framleiðslu Fyrirtækið áætlar að framleiðslutapið muni nema tæpum níu þúsund tonnum. 16. janúar 2014 17:14
Þurrkur á hálendi þýðir olíubrennslu á Vestfjörðum og lokun sundlauga Lág vatnsstaða á hálendinu í lónum Landsvirkjunar veldur því að sundlaugum á Vestfjörðum verður lokað á morgun um óákveðinn tíma og Vestfirðingar þurfa að fara að kynda með olíu. 28. febrúar 2014 19:00