Viðskipti innlent

Kröfuhafar nálgast Hannes

FI fjárfestingar ehf., félag í eigu Hannesar Smárasonar, var tekið til gjaldþrotaskipta á föstudag. Í kjölfarið mun skilanefnd Glitnis geta krafið Hannes um 400 milljónir króna vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst undir þegar FI fjárfestingar, sem hétu áður Fjárfestingafélagið Primus ehf., fékk tvö kúlulán hjá bankanum í lok árs 2007. Lánin standa nú í um 4,7 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt"

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum.

Viðskipti innlent

Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu.

Viðskipti innlent

Stjórnarmenn lásu um viljayfirlýsinguna í fjölmiðlum

Stjórn Orkuveitunnar fékk ekki í hendur neinar upplýsingar um einstök tilboð í Perluna áður en skrifað var undir viljayfirlýsingu um söluna við hæstbjóðanda. Þetta fullyrðir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður i OR. Hann segir að slík gögn hafi verið send stjórnarmönnum með tölvupósti laust fyrir klukkan þrjú í dag eftir að stjórnarmenn höfðu lesið um umrædda viljayfirlýsingu í fjölmiðlum í morgun.

Viðskipti innlent

Primera semur við Skýrr

Flugfélagið Primera Air hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu og rekstri á upplýsingatækniumhverfi sínu á Íslandi. Í samningnum felst meðal annars að Skýrr hýsir um fimmtíu netþjóna Primera Air í rammgerðum vélasölum með öruggu gagnasambandi á háhraðaneti, að því er fram kemur í tilkynningu þar sem segir ennfremur að mikil áhersla hafi í undirbúningi verið lögð á áreiðanleika, hagkvæmni og öryggi lausnarinnar.

Viðskipti innlent

Forstjóri Norðuráls ánægður með niðurstöður í máli gegn HS orku

HS Orku er skylt að afhenda Norðuráli orku eins og félögin höfðu samið um. Þetta eru niðurstöður úr gerðardómsmáli varðandi gildi orkusölusamnings milli HS Orku og Norðuráls Helguvík. Gerðardómurinn, sem féll í Svíþjóð, var kynntur í dag. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður var árið 2007, ber HS Orku að afhenda orku til nýrrar álverksmiðju sem Norðurál er að reisa í Helguvík.

Viðskipti innlent

Skuldastaða heimilanna lækkað um 8%

Skuldastaða heimilanna hefur lækkað um tæplega 8%, eða 150 milljarða frá þriðja ársfjórðungi 2009. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika. Þar kemur fram að skuldir heimilanna fóru hæst upp í 129% af landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi 2009 en þær er í dag um 107% af ætlaðri landsframleiðslu ársins í ár. Þetta þýðir að skuldir heimilanna námu um 2000 milljörðum þegar mest var en nema núna um 1800 milljörðum.

Viðskipti innlent

Búið að ganga frá sölu Húsasmiðjunnar

Framtakssjóður Íslands hefur selt rekstur og eignir Húsasmiðjunnar til dönsku byggingavörukeðjunnar Bygma Gruppen A/S. Söluferli Húsasmiðjunnar hefur staðið frá því í ágúst síðastliðnum og átti Bygma hæsta tilboð í fyrirtækið. Heildarvirði samningsins nemur um 3,3 milljörðum króna og felur hann í sér að Bygma tekur yfir vaxtaberandi skuldir Húsasmiðjunnar að upphæð um 2,5 milljarðar króna og greiðir að auki 800 milljónir króna í reiðufé.

Viðskipti innlent

Viljayfirlýsing um sölu á Perlunni undirrituð

Orkuveita Reykjavíkur hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Perlunni við þá aðila sem áttu hæsta tilboð í eignina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að bjóðendur fái nú frest til 31. mars næstkomandi til að aflétta fyrirvörum í tilboði sínu.

Viðskipti innlent

Tekur vel í hugmyndir um að selja hluta af Landsvirkjun

Efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess.

Viðskipti innlent

Iceland Express stundvísari en Icelandair

Fleiri brottfarir Iceland Express fóru í loftið á réttum tíma en hjá Icelandair á fyrri hluta mánaðarins. Komutímar þess fyrrnefnda héldu þó aðeins í innan við þriðjungi tilfella samkvæmt frétt sem birtist á vef Túristans.

Viðskipti innlent

Þarf að auka traust á efnahagslífinu

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segist fagna málefnalegu innleggi Viðskiptaráðs í umræðuna um afnám gjaldeyrishafta en tillögur sérfræðingahóps ráðsins um hvernig afnema megi höftin á einu ári voru kynntar í gær.

Viðskipti innlent

Tímamót í heimsviðskiptum - Rússland orðið hluti af WTO

Í gær var aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) samþykkt af aðildarríkjum stofnunarinnar á áttunda ráðherrafundi stofnunarinnar í Genf sem lýkur í dag. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB, var viðstaddur undirritunina en hann hefur síðustu átta ár verið formaður í sérstökum vinnuhópi Rússlands og aðildarríkja WTO og stýrði aðildarviðræðunum til loka.

Viðskipti innlent

Bréf í Högum upp um 18,1%

Hlutabréf í Högum hækkuðu um 18,1% í gær, sem var fyrsti dagur viðskipta með þau. Gengi bréfanna í útboði í byrjun desember var 13,5 krónur á hlut en lokagengi dagsins í gær var 15,95. Heildarviðskipti með bréfin námu 530 milljónum króna. Því jókst heildarvirði hlutabréfa í Högum úr 16,4 milljörðum króna í 19,4 milljarða króna á fyrsta degi viðskipta, eða um þrjá milljarða króna.

Viðskipti innlent