Viðskipti innlent

Seðlabankafrumvarp sætir harðri gagnrýni frá bankastjórum

Bankastjórar Seðlabankans, þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, hafa sett umsögn sína um Seðlabankafrumvarp ríkisstjórnarinnar á heimasíðu bankans. Þar kemur fram mjög hörð gagnrýni á frumvarpið. Bankastjórarnir sitja nú sem gestir á fundi viðskiptanefndar Alþingis þar sem farið er yfir frumvarpið.

Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 8,05 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Straums, sem fór upp um 4,12 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 0,54 prósent.

Viðskipti innlent

Fréttaskýring: Útgerðin vill fá að éta útsæði sitt

Þær kröfur gerast nú æ háværari meðal útgerðarmanna að gefinn verði út kvóti á loðnu þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að mæla stofninn nægilega stóran til þessa. Segja má að með þessu séu útgerðarmenn að gera kröfu um að fá að éta útsæðið sitt. Hugsanleg niðurstaða af slíku er að á næstu vertíð standi þeir uppi slyppir og snauðir og með loðnunætur sínar hangandi í rassinum.

Viðskipti innlent

Bréf Straums hækka um tæp 140 prósent á mánuði

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 2,88 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í fjárfestingabankanum nú í 2,5 krónum á hlut. Rúmur mánuður er síðan bréfin lágu í rétt rúmri krónu á hlut og nemur gengishækkun þeirra því tæpum 140 prósentum.

Viðskipti innlent

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst verulega á síðasta ári

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 91 milljarði króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2008 samanborið við 75,1 milljarð á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15,8 milljarða eða 21,1% á milli ára. Aflaverðmæti í nóvember nam 11,1 milljarði kr. miðað við 6,1 milljarð kr. í nóvember 2007.

Viðskipti innlent

300 milljarðar í séreignasparnaði

Íslendingar eiga um 300 milljarða íslenskra króna í séreignasparnaði. Um 80% er í vörslu séreignasjóða hjá viðskiptabönkunum þremur. Framkvæmdastjórar séreignasjóða hjá bönkunum og forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir vara við fyrirframgreiðslu á sérseignarsparnaði til að fólk geti mætt greiðsluerfiðleikum.

Viðskipti innlent

Baugur leggur fram nýja áætlun fyrir kröfuhafa

Stjórnendur Baugs hyggjast leggja fram nýja áætlun sem miðar að því að allir kröfuhafar félagsins fái kröfur sínar greiddar. Heimildir Vísis herma að áætlunin verði lögð fyrir stjórnarfund Baugs Group á mánudag og tekur mið af þeim aðstæðum sem uppi eru í dag.

Viðskipti innlent

Lítil starfsreynsla í bönkum og sparisjóðum

Nær helmingur starfsmanna í bönkum og sparisjóðum hafði fimm ára starfsreynslu eða minna. Um 20% hafði unnið þar í tvö ár eða minna. Þá voru karlar að jafnaði með um 40% hærri laun innan bankastofnanna en konur. Þetta kemur fram í kjarakönnun sem Capacent vann fyrir samtök starfsmanna fjármálastofnanna og greint er frá í Morgunblaðinu í dag.

Viðskipti innlent

Velta í dagvöruverslun dregst saman um 6,8%

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 6,8% á föstu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð árið áður. Velta í dagvöruverslun hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2007 að raunvirði þó neytendur verji mun fleiri krónum til innkaupanna en áður.

Viðskipti innlent