Viðskipti innlent

Framkvæmdarstjóri lífeyrissjóðanna lét af störfum á föstudag

Framkvæmdarstjóri fjögurra af þeim fimm lífeyrissjóðum sem sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar lét af störfum á föstudaginn síðasta. Fjármálaeftirlitið vísaði málum fimm lífeyrissjóða sem hafa verið í rekstri hjá eignastýringu Landsbankans til saksóknara í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni sjóðanna verið lengi í skoðun hjá fjármálaeftirlitinu en meint brot eiga að hafa átt sér stað á fyrri hluta árs 2008.

Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari hefur fengið fimm mál frá FME

Fjámálaeftirlitið hefur vísað samtals fimm málum til frekari rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, eitt þeirra tengistt lífeyrissjóðum sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans. Fréttastofa sendi FME fyrirspurn í framhaldi af því að eftirlitið og sérstakur saksóknari hafa gert með sér samkomulag um verklagsreglur sín í millum en vangaveltur hafa verið um hvort bankaleynd sem FME telur á skýrslum sínum sé aflétt að hluta með fyrrgreindu samkomulagi.

Viðskipti innlent

Spáir einnig 16,2% verðbólgu í mars

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í mars. Reynist spá deildarinnar á rökum reist mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 17,6% í 16,2%, en verðbólga fór hæst í 18,6% í janúar síðastliðnum.

Viðskipti innlent

Skiptastjóri Baugs skráði húsið á konuna rétt eftir hrun

Erlendur Gíslason, lögmaður á Logos og nýskipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, skráði einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi á eiginkonu sína Kristjönu Skúladóttur 10. nóvember síðastliðinn. Þau höfðu þá verið skráð saman fyrir húsinu í hartnær tíu ár eftir því sem fram kemur hjá Fasteignamati ríkisins.

Viðskipti innlent

Landsbanki og Innovit áfram með Gulleggið

Landsbankinn og Innovit hafa skrifað undir endurnýjun á samstarfssamningi um stuðning við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi háskólanema og nýútskrifaðra. Landsbankinn verður bakhjarl Innovit til næstu tveggja ára og meginbakhjarl Gulleggsins 2009, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanema og nýútskrifaðra.

Viðskipti innlent

Minna fé til bankanna en áætlað var

Ríkissjóður þarf að öllum líkindum að leggja minna fé til nýju bankanna en fyrri áætlanir gera ráð fyrir. Uppgjöri á skuldum og eignum bankanna lýkur fyrir mánaðamót og þá er hægt að hefja viðræður við erlenda kröfuhafa.

Viðskipti innlent

Lánið frá AGS kostar um fimm milljónir á dag

Lánið sem við fengum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í lok nóvember, kostar um fimm milljónir króna á dag, enda þótt það sé ekkert notað. Lánið er geymt á reikningi í Bandaríkjunum, en vextirnir þar eru umtalsvert lægri en þeir sem við þurfum að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Doktor í hagfræði segir að við ættum að semja við sjóðinn upp á nýtt.

Viðskipti innlent

Erlendum ferðamönnum fækkaði um 10% í febrúar

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru um 18 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum en í febrúarmánuði árið 2008 voru þeir tvö þúsund fleiri eða um 20 þúsund. Erlendum gestum fækkar því um 10% milli ára.

Viðskipti innlent