Viðskipti innlent Straumur yfirtekur hlut í Sjóvá Straumur Burðarás gekk í dag að 33,4% hlut í Sjóvá sem veðsettur var í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Straumi nú í kvöld. Viðskipti innlent 17.3.2009 20:38 Framkvæmdarstjóri lífeyrissjóðanna lét af störfum á föstudag Framkvæmdarstjóri fjögurra af þeim fimm lífeyrissjóðum sem sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar lét af störfum á föstudaginn síðasta. Fjármálaeftirlitið vísaði málum fimm lífeyrissjóða sem hafa verið í rekstri hjá eignastýringu Landsbankans til saksóknara í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni sjóðanna verið lengi í skoðun hjá fjármálaeftirlitinu en meint brot eiga að hafa átt sér stað á fyrri hluta árs 2008. Viðskipti innlent 17.3.2009 19:48 Fullkomin óvissa um endurreisnarsjóð Straums Þrír milljarðar króna í endurreisnarsjóði Straums, eru í fullkominni óvissu og hugsanlega glatað fé. Fjöldi erlendra fjárfesta hafði sýnt sjóðnum áhuga. Viðskipti innlent 17.3.2009 18:30 Fjárfest fyrir hundruð milljóna umfram heimildir Málefni fimm lífeyrissjóða eru til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara bankahrunsins. Grunur leikur á um að farið hafi verið út fyrir ramma laga um fjárfestingar. Fjárfest hafi verið fyrir hundruð milljóna króna umfram heimildir. Viðskipti innlent 17.3.2009 18:30 Sérstakur saksóknari hefur fengið fimm mál frá FME Fjámálaeftirlitið hefur vísað samtals fimm málum til frekari rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, eitt þeirra tengistt lífeyrissjóðum sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans. Fréttastofa sendi FME fyrirspurn í framhaldi af því að eftirlitið og sérstakur saksóknari hafa gert með sér samkomulag um verklagsreglur sín í millum en vangaveltur hafa verið um hvort bankaleynd sem FME telur á skýrslum sínum sé aflétt að hluta með fyrrgreindu samkomulagi. Viðskipti innlent 17.3.2009 17:56 FME vísar málum fimm lífeyrissjóða til saksóknara Fjármálaeftirlitið hefur vísað málum fimm lífeyrissjóða sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans til frekari rannsóknar sérstaks saksóknara sem í dag hóf opinbera rannsókn á meintum brotum þeirra á fyrri hluta árs 2008. Viðskipti innlent 17.3.2009 16:36 Róbert Wessman og Björgólfur vilja eignast hlut í vinsælum íþróttaklúbbi Róbert Wessman og Björgólfur Thor Björgólfsson munu eignast hlut í La Manga klúbbnum, á suðurhluta Spánar, verði áætlanir þeirra að veruleika. Viðskipti innlent 17.3.2009 15:05 FME sendi saksóknara öll gögn í fjórum málum Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent sérstökum saksóknara öll gögn sem FME hefur aflað í fjórum málum. Þetta kemur fram í fyrirspurn Fréttastofu til FME. Viðskipti innlent 17.3.2009 15:01 Íslandsbanki segir erlenda greiðslumiðlun eðlilega Íslandsbanki hefur frá áramótum, án milligöngu Seðlabanka Íslands, notað reikninga sína í öllum helstu myntum hjá JP Morgan, Danske Bank, Svenska Handelsbanken og SEB til erlendrar greiðslumiðlunar fyrir sína viðskiptavini. Viðskipti innlent 17.3.2009 13:57 Enginn kostnaður hjá Byr vegna viðbótarlífeyris Byr mun ekki innheimta kostnað vegna fyrirframgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði, en heimilt er að taka allt að 1% þóknun af útgreiddri upphæð fyrir kostnaði. Viðskipti innlent 17.3.2009 13:46 Ekkert lát á samdrætti í kortaveltu Íslendinga Ekkert lát er á samdrætti í kortaveltu og er það til marks um að einkaneysla muni reynast mun minni á yfirstandandi ársfjórðungi en raunin var í fyrra. Viðskipti innlent 17.3.2009 12:30 Spáir einnig 16,2% verðbólgu í mars Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í mars. Reynist spá deildarinnar á rökum reist mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 17,6% í 16,2%, en verðbólga fór hæst í 18,6% í janúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 17.3.2009 12:18 Stefna á að fækka sparisjóðum um helming Sparisjóðum á að fækka úr fjórtán í 6-8 sem verði með þéttriðið útibúanet um allt land og muni þeir kaupa eða yfirtaka útibú nýju viðskiptabankanna á landsbyggðinni. Viðskipti innlent 17.3.2009 11:53 Skiptastjóri Baugs skráði húsið á konuna rétt eftir hrun Erlendur Gíslason, lögmaður á Logos og nýskipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, skráði einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi á eiginkonu sína Kristjönu Skúladóttur 10. nóvember síðastliðinn. Þau höfðu þá verið skráð saman fyrir húsinu í hartnær tíu ár eftir því sem fram kemur hjá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 17.3.2009 11:00 Landsbanki og Innovit áfram með Gulleggið Landsbankinn og Innovit hafa skrifað undir endurnýjun á samstarfssamningi um stuðning við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi háskólanema og nýútskrifaðra. Landsbankinn verður bakhjarl Innovit til næstu tveggja ára og meginbakhjarl Gulleggsins 2009, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanema og nýútskrifaðra. Viðskipti innlent 17.3.2009 10:49 Rauðar tölur á rólegum degi í kauphöllinni Markaðurinn byrjar rólega í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2% og stendur í rúmum 222 stigum. Viðskipti innlent 17.3.2009 10:32 Atvinnulausir orðnir fleiri en 17.000 Atvinnuleysið heldur áfram að aukast af fullum krafti og eru atvinnulausir nú orðnir rúmlega 17.000 talsins. Þetta þýðir að atvinnuleysi er orðið yfir 10,5%. Viðskipti innlent 17.3.2009 10:26 Gjalddagar krónubréfa nema 26 milljörðum í mars Tveir gjalddagar krónubréfa eru í mars, samtals að upphæð 26 milljarða kr. Sá fyrri er 21. mars upp á 3 milljarða kr. og sá seinni er 23. mars upp á 23 milljarða kr. Viðskipti innlent 17.3.2009 09:59 Íslendingur stjórnar viðræðum um aðild Rússa að WTO Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu mun stjórna viðræðum um aðild Rússlands að WTO, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, síðar í mánuðinum. Viðskipti innlent 17.3.2009 08:53 Skilanefnd Glitnis tekur yfir hlutafé Moderna Finance AB Skilanefnd Glitnis hefur með samkomulagi við Milestone ehf. í dag gengið að veðum í öllu hlutafé í Moderna Finance AB dótturfélagi Milestone ehf. í Svíþjóð. Viðskipti innlent 16.3.2009 20:13 Lánardrottnar Kaupþings í Lúx hafna áætlun um endurskipulagningu Lánardrottnar Kaupþings í Lúxemborg hafa hafnað áætlun um endurskipulagningu bankans. Í desember var undirritað samkomulag á milli yfirvalda í Lúxemborg og fjárfestingarsjóðs í eigu líbískra yfirvalda um endurskipulagningu bankans en þetta samkomulag var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki lánardrottna bankans. Viðskipti innlent 16.3.2009 18:49 Minna fé til bankanna en áætlað var Ríkissjóður þarf að öllum líkindum að leggja minna fé til nýju bankanna en fyrri áætlanir gera ráð fyrir. Uppgjöri á skuldum og eignum bankanna lýkur fyrir mánaðamót og þá er hægt að hefja viðræður við erlenda kröfuhafa. Viðskipti innlent 16.3.2009 18:45 Lánið frá AGS kostar um fimm milljónir á dag Lánið sem við fengum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í lok nóvember, kostar um fimm milljónir króna á dag, enda þótt það sé ekkert notað. Lánið er geymt á reikningi í Bandaríkjunum, en vextirnir þar eru umtalsvert lægri en þeir sem við þurfum að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Doktor í hagfræði segir að við ættum að semja við sjóðinn upp á nýtt. Viðskipti innlent 16.3.2009 18:30 Færeyjabanki hækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,96 prósent í Kauphöllinni í dag og í Bakkavör um 0,69 prósent. Viðskipti innlent 16.3.2009 16:56 Sparisjóðabankinn biður ríkið ekki um eina krónu Agnar Hansson forstjóri Sparisjóðabankans segir að bankinn hafi ekki og muni ekki biðja ríkisvaldið um eina einustu krónu í nýju fé. Hinsvegar sé farið fram á afskrift á kröfum ríkisvaldisins sem hvort eð er séu tapaðar ef bankinn fari í gjaldþrot. Viðskipti innlent 16.3.2009 16:46 Spyr hvor til séu minnisblöð eða hljóðritanir um Icesave Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknar hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi til forsætisráðherra um hvort til séu minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn í forsætisráðuneytinu um samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda, þ.m.t. ráðherra, dagana 3.-6. október sl. Viðskipti innlent 16.3.2009 16:39 FME og sérstakur saksóknari undirrita verklagsreglur Sérstakur saksóknari og settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) undirrituðu fyrir helgina verklagsreglur til grundvallar samstarfi sínu. Viðskipti innlent 16.3.2009 16:14 Erlendum ferðamönnum fækkaði um 10% í febrúar Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru um 18 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum en í febrúarmánuði árið 2008 voru þeir tvö þúsund fleiri eða um 20 þúsund. Erlendum gestum fækkar því um 10% milli ára. Viðskipti innlent 16.3.2009 15:51 Takmarkað hve ríkið getur hjálpað Sparisjóðabankanum Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það sé takmarkað hve mikið ríkið geti lagt af mörkunum til aðstoðar Sparisjóðabankanum. Eins og kunnugt er af fréttum reynir bankinn nú í samvinnu við kröfuhafa að finna flöt á áframhaldandi rekstri bankans. Viðskipti innlent 16.3.2009 15:00 Þrír sparisjóðir óska eftir auknu eigin fé frá stjórnvöldum Þrír sparisjóðir hafa óskað eftir því að nýta sér heimild í neyðarlögum um að ríkissjóður leggi þeim til 20% af bókfærðu eigin fé eins og það var í árslok 2007. Og fleiri munu vera á leiðinni með slíka ósk. Viðskipti innlent 16.3.2009 13:49 « ‹ ›
Straumur yfirtekur hlut í Sjóvá Straumur Burðarás gekk í dag að 33,4% hlut í Sjóvá sem veðsettur var í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Straumi nú í kvöld. Viðskipti innlent 17.3.2009 20:38
Framkvæmdarstjóri lífeyrissjóðanna lét af störfum á föstudag Framkvæmdarstjóri fjögurra af þeim fimm lífeyrissjóðum sem sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar lét af störfum á föstudaginn síðasta. Fjármálaeftirlitið vísaði málum fimm lífeyrissjóða sem hafa verið í rekstri hjá eignastýringu Landsbankans til saksóknara í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni sjóðanna verið lengi í skoðun hjá fjármálaeftirlitinu en meint brot eiga að hafa átt sér stað á fyrri hluta árs 2008. Viðskipti innlent 17.3.2009 19:48
Fullkomin óvissa um endurreisnarsjóð Straums Þrír milljarðar króna í endurreisnarsjóði Straums, eru í fullkominni óvissu og hugsanlega glatað fé. Fjöldi erlendra fjárfesta hafði sýnt sjóðnum áhuga. Viðskipti innlent 17.3.2009 18:30
Fjárfest fyrir hundruð milljóna umfram heimildir Málefni fimm lífeyrissjóða eru til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara bankahrunsins. Grunur leikur á um að farið hafi verið út fyrir ramma laga um fjárfestingar. Fjárfest hafi verið fyrir hundruð milljóna króna umfram heimildir. Viðskipti innlent 17.3.2009 18:30
Sérstakur saksóknari hefur fengið fimm mál frá FME Fjámálaeftirlitið hefur vísað samtals fimm málum til frekari rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, eitt þeirra tengistt lífeyrissjóðum sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans. Fréttastofa sendi FME fyrirspurn í framhaldi af því að eftirlitið og sérstakur saksóknari hafa gert með sér samkomulag um verklagsreglur sín í millum en vangaveltur hafa verið um hvort bankaleynd sem FME telur á skýrslum sínum sé aflétt að hluta með fyrrgreindu samkomulagi. Viðskipti innlent 17.3.2009 17:56
FME vísar málum fimm lífeyrissjóða til saksóknara Fjármálaeftirlitið hefur vísað málum fimm lífeyrissjóða sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans til frekari rannsóknar sérstaks saksóknara sem í dag hóf opinbera rannsókn á meintum brotum þeirra á fyrri hluta árs 2008. Viðskipti innlent 17.3.2009 16:36
Róbert Wessman og Björgólfur vilja eignast hlut í vinsælum íþróttaklúbbi Róbert Wessman og Björgólfur Thor Björgólfsson munu eignast hlut í La Manga klúbbnum, á suðurhluta Spánar, verði áætlanir þeirra að veruleika. Viðskipti innlent 17.3.2009 15:05
FME sendi saksóknara öll gögn í fjórum málum Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent sérstökum saksóknara öll gögn sem FME hefur aflað í fjórum málum. Þetta kemur fram í fyrirspurn Fréttastofu til FME. Viðskipti innlent 17.3.2009 15:01
Íslandsbanki segir erlenda greiðslumiðlun eðlilega Íslandsbanki hefur frá áramótum, án milligöngu Seðlabanka Íslands, notað reikninga sína í öllum helstu myntum hjá JP Morgan, Danske Bank, Svenska Handelsbanken og SEB til erlendrar greiðslumiðlunar fyrir sína viðskiptavini. Viðskipti innlent 17.3.2009 13:57
Enginn kostnaður hjá Byr vegna viðbótarlífeyris Byr mun ekki innheimta kostnað vegna fyrirframgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði, en heimilt er að taka allt að 1% þóknun af útgreiddri upphæð fyrir kostnaði. Viðskipti innlent 17.3.2009 13:46
Ekkert lát á samdrætti í kortaveltu Íslendinga Ekkert lát er á samdrætti í kortaveltu og er það til marks um að einkaneysla muni reynast mun minni á yfirstandandi ársfjórðungi en raunin var í fyrra. Viðskipti innlent 17.3.2009 12:30
Spáir einnig 16,2% verðbólgu í mars Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í mars. Reynist spá deildarinnar á rökum reist mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 17,6% í 16,2%, en verðbólga fór hæst í 18,6% í janúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 17.3.2009 12:18
Stefna á að fækka sparisjóðum um helming Sparisjóðum á að fækka úr fjórtán í 6-8 sem verði með þéttriðið útibúanet um allt land og muni þeir kaupa eða yfirtaka útibú nýju viðskiptabankanna á landsbyggðinni. Viðskipti innlent 17.3.2009 11:53
Skiptastjóri Baugs skráði húsið á konuna rétt eftir hrun Erlendur Gíslason, lögmaður á Logos og nýskipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, skráði einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi á eiginkonu sína Kristjönu Skúladóttur 10. nóvember síðastliðinn. Þau höfðu þá verið skráð saman fyrir húsinu í hartnær tíu ár eftir því sem fram kemur hjá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 17.3.2009 11:00
Landsbanki og Innovit áfram með Gulleggið Landsbankinn og Innovit hafa skrifað undir endurnýjun á samstarfssamningi um stuðning við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi háskólanema og nýútskrifaðra. Landsbankinn verður bakhjarl Innovit til næstu tveggja ára og meginbakhjarl Gulleggsins 2009, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanema og nýútskrifaðra. Viðskipti innlent 17.3.2009 10:49
Rauðar tölur á rólegum degi í kauphöllinni Markaðurinn byrjar rólega í kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2% og stendur í rúmum 222 stigum. Viðskipti innlent 17.3.2009 10:32
Atvinnulausir orðnir fleiri en 17.000 Atvinnuleysið heldur áfram að aukast af fullum krafti og eru atvinnulausir nú orðnir rúmlega 17.000 talsins. Þetta þýðir að atvinnuleysi er orðið yfir 10,5%. Viðskipti innlent 17.3.2009 10:26
Gjalddagar krónubréfa nema 26 milljörðum í mars Tveir gjalddagar krónubréfa eru í mars, samtals að upphæð 26 milljarða kr. Sá fyrri er 21. mars upp á 3 milljarða kr. og sá seinni er 23. mars upp á 23 milljarða kr. Viðskipti innlent 17.3.2009 09:59
Íslendingur stjórnar viðræðum um aðild Rússa að WTO Stefán Jóhannesson sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu mun stjórna viðræðum um aðild Rússlands að WTO, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, síðar í mánuðinum. Viðskipti innlent 17.3.2009 08:53
Skilanefnd Glitnis tekur yfir hlutafé Moderna Finance AB Skilanefnd Glitnis hefur með samkomulagi við Milestone ehf. í dag gengið að veðum í öllu hlutafé í Moderna Finance AB dótturfélagi Milestone ehf. í Svíþjóð. Viðskipti innlent 16.3.2009 20:13
Lánardrottnar Kaupþings í Lúx hafna áætlun um endurskipulagningu Lánardrottnar Kaupþings í Lúxemborg hafa hafnað áætlun um endurskipulagningu bankans. Í desember var undirritað samkomulag á milli yfirvalda í Lúxemborg og fjárfestingarsjóðs í eigu líbískra yfirvalda um endurskipulagningu bankans en þetta samkomulag var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki lánardrottna bankans. Viðskipti innlent 16.3.2009 18:49
Minna fé til bankanna en áætlað var Ríkissjóður þarf að öllum líkindum að leggja minna fé til nýju bankanna en fyrri áætlanir gera ráð fyrir. Uppgjöri á skuldum og eignum bankanna lýkur fyrir mánaðamót og þá er hægt að hefja viðræður við erlenda kröfuhafa. Viðskipti innlent 16.3.2009 18:45
Lánið frá AGS kostar um fimm milljónir á dag Lánið sem við fengum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í lok nóvember, kostar um fimm milljónir króna á dag, enda þótt það sé ekkert notað. Lánið er geymt á reikningi í Bandaríkjunum, en vextirnir þar eru umtalsvert lægri en þeir sem við þurfum að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Doktor í hagfræði segir að við ættum að semja við sjóðinn upp á nýtt. Viðskipti innlent 16.3.2009 18:30
Færeyjabanki hækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,96 prósent í Kauphöllinni í dag og í Bakkavör um 0,69 prósent. Viðskipti innlent 16.3.2009 16:56
Sparisjóðabankinn biður ríkið ekki um eina krónu Agnar Hansson forstjóri Sparisjóðabankans segir að bankinn hafi ekki og muni ekki biðja ríkisvaldið um eina einustu krónu í nýju fé. Hinsvegar sé farið fram á afskrift á kröfum ríkisvaldisins sem hvort eð er séu tapaðar ef bankinn fari í gjaldþrot. Viðskipti innlent 16.3.2009 16:46
Spyr hvor til séu minnisblöð eða hljóðritanir um Icesave Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknar hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi til forsætisráðherra um hvort til séu minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn í forsætisráðuneytinu um samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda, þ.m.t. ráðherra, dagana 3.-6. október sl. Viðskipti innlent 16.3.2009 16:39
FME og sérstakur saksóknari undirrita verklagsreglur Sérstakur saksóknari og settur forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) undirrituðu fyrir helgina verklagsreglur til grundvallar samstarfi sínu. Viðskipti innlent 16.3.2009 16:14
Erlendum ferðamönnum fækkaði um 10% í febrúar Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru um 18 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum en í febrúarmánuði árið 2008 voru þeir tvö þúsund fleiri eða um 20 þúsund. Erlendum gestum fækkar því um 10% milli ára. Viðskipti innlent 16.3.2009 15:51
Takmarkað hve ríkið getur hjálpað Sparisjóðabankanum Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það sé takmarkað hve mikið ríkið geti lagt af mörkunum til aðstoðar Sparisjóðabankanum. Eins og kunnugt er af fréttum reynir bankinn nú í samvinnu við kröfuhafa að finna flöt á áframhaldandi rekstri bankans. Viðskipti innlent 16.3.2009 15:00
Þrír sparisjóðir óska eftir auknu eigin fé frá stjórnvöldum Þrír sparisjóðir hafa óskað eftir því að nýta sér heimild í neyðarlögum um að ríkissjóður leggi þeim til 20% af bókfærðu eigin fé eins og það var í árslok 2007. Og fleiri munu vera á leiðinni með slíka ósk. Viðskipti innlent 16.3.2009 13:49