Viðskipti innlent

Ágætt uppgjör hjá Foroya Banki

Foroya Banki skilaði ágætu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður fyrir skatta nam rúmlega 1,1 milljarði kr. samanborið við tæplega 70 milljón kr. tap á sama tímabili árið áður.

Viðskipti innlent

Skuggabankastjórn vill framtíðarsýn

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ætti að lækka stýrivexti bankans um þrjú prósentustig á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, samkvæmt einróma áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Aukinheldur ætti að tilkynna um fyrirhugaða þriggja prósentustiga vaxtalækkun til viðbótar þegar í júníbyrjun.

Viðskipti innlent

Tímamótaákvörðun þarf um stýrivextina

Skuggabankastjórn Markaðarins segir smá skref í stýrivaxtalækkunum leiða til ógangna. Veglega lækkun þurfi. "Við köllum á tímamótaákvörðun, stefnubreytingu og nýtt vinnulag peningastefnunefndarinnar," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sem sæti á í skuggabankastjórn Markaðarins.

Viðskipti innlent

Lúxusferðir laða ferðamenn til landsins

„Þetta var geysistór viðburður,“ segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina.

Viðskipti innlent

Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu

„Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensutilvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vírusnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda.

Viðskipti innlent

Sex hópuppsagnir tilkynntar í apríl

Í apríl bárust Vinnumálastofnun 6 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 283 einstaklingum. Tvær tilkynningar voru úr mannvirkjagerð, ein tilkynning úr flutningastarfsemi, ein tilkynning úr sérfræðiþjónustu, ein tilkynning úr iðnaði og ein tilkynning úr ýmissi þjónustu.

Viðskipti innlent

Skilanefnd Kaupþings hefur náð 200 milljörðum í hús

Samkvæmt uppfærðri skýrslu skilanefndar Kaupþing til lánadrottna bankans hefur eignasala þegar skilað 200 milljörðum kr. í hús. Megnið af þessari upphæð, eða 135 milljarðar kr., koma frá Svíþjóð þar sem nýlega var gengið frá sölu á bankastarfsemi Kaupþing til Ålandsbanken.

Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hækkaði OMX15 um tæp 12%

Úrvalsvístalan (OMX15) hækkaði um tæp 12% á tímabili í morgun þótt nær ekkert væri að gerast á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá kauphöllinni var ástæðan á bakvið þessa hækkun kauptilboð í Atlantic Petroleum á yfir 130% hærra verði en nam síðustu skráðu viðskiptum með hluti í félaginu í byrjun apríl.

Viðskipti innlent

Economist: ESB gæti lært af reynslu Íslendinga

Evrópusambandið gæti lært af reynslu Íslendinga og Nýsjálendinga þegar kemur að stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti tímaritsins The Economist, þar sem fjallað um nýútkomna Grænbók um hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ.

Viðskipti innlent

Eik Banki tapaði rúmlega 500 milljónum

Eik Banki í Færeyjum tapaði tæplega 24 milljónum danskra kr. eða rúmlega 500 milljónum kr. eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar nam tap bankans á sama tímabili í fyrra tæpum 29 milljónum danskra kr.

Viðskipti innlent

Björgólfur Guðmundsson: Ég vil vera heiðarlegur

„Ég er enn ungur og það eru enn mörg tækifæri í lífinu," segir Björgólfur Guðmundsson bjartsýnn en hann er búinn að slá íslandsmetið í tapi. Eignir hans hafa rýrnað um 128 milljarði króna. Hann sjálfur er í persónulegum ábyrgðum við Landsbankann fyrir um 58 milljarða króna.

Viðskipti innlent

Skuldar Landsbankanum 58 milljarða króna

Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar á skuldbindingum fyrirtækja hans hjá Landsbanka Íslands hafa stóraukist á síðustu 17 mánuðum. Erfitt rekstrarumhverfi heima og erlendis, gengishrun íslensku krónunnar, en einkum stórauknar ábyrgðir sem Björgólfur gekkst í vegna eldri lána fyrirtækja sem hann eignaðist síðar, hafa leitt til þess að persónulegar skuldbindingar hans við Landsbanka Íslands og dótturfélaga hans nema nú um 58 milljörðum króna, en á sama tíma hafa eignir hans rýrnað stórlega eða horfið.

Viðskipti innlent