Viðskipti innlent

Ágætt uppgjör hjá Foroya Banki

Foroya Banki skilaði ágætu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður fyrir skatta nam rúmlega 1,1 milljarði kr. samanborið við tæplega 70 milljón kr. tap á sama tímabili árið áður.

Í tilkynningu um uppgjörið segir Janus Petersen forstjóri bankans að þeir séu ánægðir með niðurstöðuna á ársfjórðungnum. Sérstaklega í ljósi þess hve markaðsaðstæður hafa verið erfiðar undanfarna mánuði.

Það sem einkum liggur að baki hagnaði Foroya Banki er aukning í fjármunatekjum bankans. Þá hafi nettótekjur af tryggingarfélaginu Trygd aflað bankanum tæplega 230 milljóna kr. Vaxtatekjur námu aftur á móti um 500 milljónum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×