Viðskipti innlent

Pistill: Lánshæfismat bankanna mjög lélegt næstu árin

Frétt um að matsfyrirtækið Moody´s segi neikvæðar horfur hjá íslensku bönkunum kemur ekki á óvart og raunar má gefa sér að lánshæfismat þeirra verði mjög lélegt a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Það er ef slíkt mat verður á annað borð gefið út á þessu tímabili. Því muni bankarnir ekki eiga neina möguleika á að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum frekar en ríkissjóður.

Viðskipti innlent

Er hægt að bjarga Íslandi?

Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana.

Viðskipti innlent

Vöruskiptin 65,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra

Fyrstu fimm mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 171,1 milljarð króna en inn fyrir 146,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 41,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 65,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Viðskipti innlent

deCode snýr aftur með trompi

Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa í samvinnu við sérfræðinga frá Danmörku og Hollandi uppgötvað fylgni á milli nýrnasteina og beinþynningar. Niðurstöður benda til að 60 prósent manna séu með erfðaefni sem auki líkurnar á að þeir fái nýrnasteina um 65 prósent. Líkur eru sömuleiðis á að genið valdi beinþynningu í mjöðm og mjóbaki kvenna.

Viðskipti innlent

Einkabankaþjónusta Nordea best

„Við fengum vinnu hér úti einfaldlega af því að við erum íslenskir bankamenn," segir Sveinn Helgason, starfsmaður norræna risabankans Nordea í Lúxemborg. Hann vinnur nú að því ásamt Herði Guðmundssyni að setja upp sérstaka deild fyrir íslenska viðskiptavini bankans.

Viðskipti innlent

Starfsfólki skilanefnda fjölgar

Skilanefndir tveggja af viðskiptabönkunum þremur eru með samtals 187 starfsmenn í vinnu, auk þess að ráða verktaka tímabundið til ákveðinna verkefna. Starfsmönnunum hefur fjölgað talsvert undan­farna mánuði, að því er fram kemur í svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Viðskipti innlent

Möguleiki á 50 milljörðum í skatta til viðbótar

Ef allar hugmyndir um skattahækkanir sem taldar eru fram í skýrslu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009 til 2013 eru lagðar saman jafngildir það um 50 milljarða kr. tekjum í ríkissjóð. Þá er verið að ræða um upphæð sem er umfram þá 28 milljarða kr. sem þegar hefur verið gert ráð fyrir í áætlun næsta árs.

Viðskipti innlent

Gengi bréfa Atlantic Petroleum lækkar í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,22 prósent í einum viðskiptum upp á rétt rúmar 24 þúsund danskar krónur í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,45 prósent, sömuleiðis í einum viðskiptum.

Viðskipti innlent

Mjög dræmar undirtektir við skuldabréfaútboði LSS

Mjög dræmar undirtektir voru við skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaganna (LSS) fyrir helgina. Sjóðurinn ætlaði að afla sér allt að 2 milljörðum kr. En niðurstaða útboðsins var að tekið var tilboðum að upphæð 180 milljónir kr. á ávöxtunarkröfunni 5,8%.

Viðskipti innlent

Magnús enn forstjóri

Magnús Gunnarsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var ekki meðal þeirra 60 starfsmanna bankans sem sagt var upp á föstudaginn. Magnús var einn helsti samastarfsmaður Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns gamla Kaupþings.

Viðskipti innlent

Semja við Svíana

Applicon í Svíþjóð hefur gert samning við tvö af stærstu fjármálafyrirtækjum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea-bankann, um innleiðingu á Calypso, sem er hugbúnaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum. Applicon er í eigu Nýherja-samsteypunnar. Samningurinn við Nordea og Swedbank felur í sér víðtæka innleiðingu á ákveðnum fjármálaafurðum Applicon og meðal annars er gert ráð fyrir að Nordea taki búnaðinn í notkun í nokkrum löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi.

Viðskipti innlent