Viðskipti innlent Aflaheimildir notaðar sem skiptimynt í braski útgerða Núverandi handhafar aflaheimilda geta hagnast gríðarlega á því að hafa heimildir í vannýttum tegundum eins og t.d. úthafsrækju undir höndum til þess að geta leigt út aðrar og dýrari tegundir, t.d. í þorski og ýsu, til kvótalítilla útgerða, þ.e. svokallaðra leiguliða. Viðskipti innlent 30.6.2009 12:29 Byr leggur niður póst, kúnnar spara 12.000 krónur Frá og með mánaðamótunum júlí – ágúst hættir Byr sparisjóður að senda út með pósti yfirlit reikninga og kreditkorta ásamt greiðsluseðlum lána og kreditkorta. Viðskiptavinir Byrs fá eftir sem áður öll yfirlit rafrænt í gegnum heimabankann sinn. Viðskipti innlent 30.6.2009 12:05 Pistill: Lánshæfismat bankanna mjög lélegt næstu árin Frétt um að matsfyrirtækið Moody´s segi neikvæðar horfur hjá íslensku bönkunum kemur ekki á óvart og raunar má gefa sér að lánshæfismat þeirra verði mjög lélegt a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Það er ef slíkt mat verður á annað borð gefið út á þessu tímabili. Því muni bankarnir ekki eiga neina möguleika á að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum frekar en ríkissjóður. Viðskipti innlent 30.6.2009 11:20 Er hægt að bjarga Íslandi? Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. Viðskipti innlent 30.6.2009 11:16 Lengstu ríkis/íbúðabréfin falla töluvert í verði Lengstu flokkar ríkisbréfa og íbúðabréfa hafa fallið töluvert í verði undanfarna sjö daga. Þannig hafa lengstu ríkisbréfin (RB19 og RB25) fallið um 3,4-3,5% og lengstu íbúðabréfin (HFF34 og HFF44) um 4-4,2%. Viðskipti innlent 30.6.2009 10:17 Moody´s: Neikvæðar horfur fyrir íslenska bankakerfið Matsfyrirtækið Moody´s segir að horfurnar fyrir íslenska bankakerfið séu áfram neikvæðar hvað varðar lánshæfi þeirra í grundvallaratriðum. Þetta sé einkum vegna þess mikla verkefnis sem er framundan við að endurbyggja bankakerfið. Viðskipti innlent 30.6.2009 09:28 Vöruskiptin 65,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra Fyrstu fimm mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 171,1 milljarð króna en inn fyrir 146,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 41,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 65,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Viðskipti innlent 30.6.2009 09:09 deCode snýr aftur með trompi Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa í samvinnu við sérfræðinga frá Danmörku og Hollandi uppgötvað fylgni á milli nýrnasteina og beinþynningar. Niðurstöður benda til að 60 prósent manna séu með erfðaefni sem auki líkurnar á að þeir fái nýrnasteina um 65 prósent. Líkur eru sömuleiðis á að genið valdi beinþynningu í mjöðm og mjóbaki kvenna. Viðskipti innlent 30.6.2009 06:00 Einkabankaþjónusta Nordea best „Við fengum vinnu hér úti einfaldlega af því að við erum íslenskir bankamenn," segir Sveinn Helgason, starfsmaður norræna risabankans Nordea í Lúxemborg. Hann vinnur nú að því ásamt Herði Guðmundssyni að setja upp sérstaka deild fyrir íslenska viðskiptavini bankans. Viðskipti innlent 30.6.2009 06:00 Starfsfólki skilanefnda fjölgar Skilanefndir tveggja af viðskiptabönkunum þremur eru með samtals 187 starfsmenn í vinnu, auk þess að ráða verktaka tímabundið til ákveðinna verkefna. Starfsmönnunum hefur fjölgað talsvert undanfarna mánuði, að því er fram kemur í svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðskipti innlent 30.6.2009 06:00 Betri tíð endurspeglast í löngum skuldabréfum Skuldabréfaútgáfa Lánasýslunnar er næstum jafn mikil nú og gert var ráð fyrir á árinu öllu. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum segir hinu opinbera hafa gengið vel að fjármagna sig með skuldabréfaútgáfu. Viðskipti innlent 30.6.2009 04:00 Möguleiki á 50 milljörðum í skatta til viðbótar Ef allar hugmyndir um skattahækkanir sem taldar eru fram í skýrslu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009 til 2013 eru lagðar saman jafngildir það um 50 milljarða kr. tekjum í ríkissjóð. Þá er verið að ræða um upphæð sem er umfram þá 28 milljarða kr. sem þegar hefur verið gert ráð fyrir í áætlun næsta árs. Viðskipti innlent 29.6.2009 18:04 Atorka fékk áframhaldandi greiðslustöðvun Atorka Group hf. fékk í dag áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar næstu þrjá mánuðina. Viðskipti innlent 29.6.2009 17:34 Færeyingar hreyfast nær einir á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,83 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,22 prósent. Viðskipti innlent 29.6.2009 16:03 Sjóður Alcoa í Bandaríkjunum styrkir Háskólann á Akureyri Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum, Alcoa Foundation, veitti í dag Háskólanum á Akureyri 52.500 dollara styrk, eða 6,7 milljónir kr. til að hrinda úr vör nýsköpunarverkefni sem hefur hlotið heitið Norðursprotar. Viðskipti innlent 29.6.2009 15:14 Tölvupóstkerfi Seðlabankans í lamasessi Vegna tæknilegra bilana hefur tölvupóstkerfi Seðlabanka Íslands verið lítt aðgengilegt það sem af er degi og því varla verið unnt að svara erindum sem bankanum hafa borist þá leiðina. Viðskipti innlent 29.6.2009 14:46 Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 2,5 milljarða í maí Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.263,7 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 2,5 milljarða kr. í mánuðinum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Viðskipti innlent 29.6.2009 14:17 Útilokar ekki að vextir lækki á fimmtudag Greining Íslandsbanka útilokar ekki að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti bankans lítillega og hafa líkur á vaxtalækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig verið að aukast. Viðskipti innlent 29.6.2009 11:25 Snekkjuverð snarlækkar - Kaupþing lánaði 65 milljarða Verð á snekkjum hefur snarlækkað síðan fjármálkreppan skall á af fullum þunga s.l. haust. Hefur verðið fallið um 30% á einstaka glæsisnekkjum á einu ári og búast sérfræðingar við að verðið lækki enn frekar. Kaupþing lánaði rúma 65 milljarða króna til snekkjukaupa. Viðskipti innlent 29.6.2009 11:14 Gengi bréfa Atlantic Petroleum lækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,22 prósent í einum viðskiptum upp á rétt rúmar 24 þúsund danskar krónur í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,45 prósent, sömuleiðis í einum viðskiptum. Viðskipti innlent 29.6.2009 11:00 Föroya Banki sækir um 5 milljarða lán í Bankpakke II Föroya Banki hefur ákveðið að sækja um lán til danskra stjórnvalda, úr svokölluðum Bankpakke II. Alls er um 212 milljónir danskra kr. að ræða eða um 5 milljarða kr. sem er hámarkið sem bankinn getur sótt um. Viðskipti innlent 29.6.2009 10:59 Mjög dræmar undirtektir við skuldabréfaútboði LSS Mjög dræmar undirtektir voru við skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaganna (LSS) fyrir helgina. Sjóðurinn ætlaði að afla sér allt að 2 milljörðum kr. En niðurstaða útboðsins var að tekið var tilboðum að upphæð 180 milljónir kr. á ávöxtunarkröfunni 5,8%. Viðskipti innlent 29.6.2009 10:07 Landsbankinn fellir niður uppgreiðslugjald af íbúðalánum Landsbankinn mun fella niður uppgreiðslugjald allra íbúðalána um óákveðinn tíma. Landsbankinn vill með þessum aðgerðum mæta óskum viðskiptavina sem vilja greiða niður lán sín hraðar. Viðskipti innlent 29.6.2009 09:56 Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2,4% Vísitala framleiðsluverðs í maí 2009 var 168,0 stig og hækkaði um 2,4% frá apríl 2009. Viðskipti innlent 29.6.2009 09:05 Gjaldþrotum hefur fjölgað um 37% á árinu Fyrstu fimm mánuði ársins 2009 var fjöldi gjaldþrota 413 á landinu en fyrstu fimm mánuði ársins 2008 voru 301 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 37% aukningu milli ára. Viðskipti innlent 29.6.2009 09:02 Margir fyrrum viðskiptavinir Spron fastir í viðskiptum hjá Kaupþing Mörg dæmi eru um að fyrrverandi viðskiptavinir Spron séu fastir í viðskiptum hjá Kaupþingi. Þetta á við um þá sem eru með verðtryggða reikninga og svokallaða framtíðarreikninga. Viðskipti innlent 28.6.2009 19:30 Magnús enn forstjóri Magnús Gunnarsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var ekki meðal þeirra 60 starfsmanna bankans sem sagt var upp á föstudaginn. Magnús var einn helsti samastarfsmaður Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns gamla Kaupþings. Viðskipti innlent 28.6.2009 15:00 Exista afturkallar boðaða hlutafjáraukningu Exista hefur afturkallað boðaða hlutafjáraukningu sína eftir ábendingar frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Áfram stendur til að færa hlutafé félagsins niður á næsta hluthafafundi. Viðskipti innlent 27.6.2009 09:00 Semja við Svíana Applicon í Svíþjóð hefur gert samning við tvö af stærstu fjármálafyrirtækjum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea-bankann, um innleiðingu á Calypso, sem er hugbúnaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum. Applicon er í eigu Nýherja-samsteypunnar. Samningurinn við Nordea og Swedbank felur í sér víðtæka innleiðingu á ákveðnum fjármálaafurðum Applicon og meðal annars er gert ráð fyrir að Nordea taki búnaðinn í notkun í nokkrum löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Viðskipti innlent 27.6.2009 06:00 Fimm bjóða sig fram í stjórn Fimm gefa kost á sér í stjórn Eimskipafélags Íslands en framboðsfrestur til setu í stjórn félagsins rann út í gær. Viðskipti innlent 27.6.2009 05:30 « ‹ ›
Aflaheimildir notaðar sem skiptimynt í braski útgerða Núverandi handhafar aflaheimilda geta hagnast gríðarlega á því að hafa heimildir í vannýttum tegundum eins og t.d. úthafsrækju undir höndum til þess að geta leigt út aðrar og dýrari tegundir, t.d. í þorski og ýsu, til kvótalítilla útgerða, þ.e. svokallaðra leiguliða. Viðskipti innlent 30.6.2009 12:29
Byr leggur niður póst, kúnnar spara 12.000 krónur Frá og með mánaðamótunum júlí – ágúst hættir Byr sparisjóður að senda út með pósti yfirlit reikninga og kreditkorta ásamt greiðsluseðlum lána og kreditkorta. Viðskiptavinir Byrs fá eftir sem áður öll yfirlit rafrænt í gegnum heimabankann sinn. Viðskipti innlent 30.6.2009 12:05
Pistill: Lánshæfismat bankanna mjög lélegt næstu árin Frétt um að matsfyrirtækið Moody´s segi neikvæðar horfur hjá íslensku bönkunum kemur ekki á óvart og raunar má gefa sér að lánshæfismat þeirra verði mjög lélegt a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Það er ef slíkt mat verður á annað borð gefið út á þessu tímabili. Því muni bankarnir ekki eiga neina möguleika á að afla sér lánsfjár á erlendum mörkuðum frekar en ríkissjóður. Viðskipti innlent 30.6.2009 11:20
Er hægt að bjarga Íslandi? Efnahagslíf Íslendinga er hrunið, erlend lántaka, verðbólga og áhættusækni „útrásarvíkinga“ hefur sett þjóðina á vonarvöl. Íslendingar geta hugsanlega bjargað sér með lögleiðingu marijuana. Viðskipti innlent 30.6.2009 11:16
Lengstu ríkis/íbúðabréfin falla töluvert í verði Lengstu flokkar ríkisbréfa og íbúðabréfa hafa fallið töluvert í verði undanfarna sjö daga. Þannig hafa lengstu ríkisbréfin (RB19 og RB25) fallið um 3,4-3,5% og lengstu íbúðabréfin (HFF34 og HFF44) um 4-4,2%. Viðskipti innlent 30.6.2009 10:17
Moody´s: Neikvæðar horfur fyrir íslenska bankakerfið Matsfyrirtækið Moody´s segir að horfurnar fyrir íslenska bankakerfið séu áfram neikvæðar hvað varðar lánshæfi þeirra í grundvallaratriðum. Þetta sé einkum vegna þess mikla verkefnis sem er framundan við að endurbyggja bankakerfið. Viðskipti innlent 30.6.2009 09:28
Vöruskiptin 65,7 milljörðum hagstæðari en í fyrra Fyrstu fimm mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 171,1 milljarð króna en inn fyrir 146,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,2 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 41,5 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 65,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Viðskipti innlent 30.6.2009 09:09
deCode snýr aftur með trompi Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa í samvinnu við sérfræðinga frá Danmörku og Hollandi uppgötvað fylgni á milli nýrnasteina og beinþynningar. Niðurstöður benda til að 60 prósent manna séu með erfðaefni sem auki líkurnar á að þeir fái nýrnasteina um 65 prósent. Líkur eru sömuleiðis á að genið valdi beinþynningu í mjöðm og mjóbaki kvenna. Viðskipti innlent 30.6.2009 06:00
Einkabankaþjónusta Nordea best „Við fengum vinnu hér úti einfaldlega af því að við erum íslenskir bankamenn," segir Sveinn Helgason, starfsmaður norræna risabankans Nordea í Lúxemborg. Hann vinnur nú að því ásamt Herði Guðmundssyni að setja upp sérstaka deild fyrir íslenska viðskiptavini bankans. Viðskipti innlent 30.6.2009 06:00
Starfsfólki skilanefnda fjölgar Skilanefndir tveggja af viðskiptabönkunum þremur eru með samtals 187 starfsmenn í vinnu, auk þess að ráða verktaka tímabundið til ákveðinna verkefna. Starfsmönnunum hefur fjölgað talsvert undanfarna mánuði, að því er fram kemur í svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðskipti innlent 30.6.2009 06:00
Betri tíð endurspeglast í löngum skuldabréfum Skuldabréfaútgáfa Lánasýslunnar er næstum jafn mikil nú og gert var ráð fyrir á árinu öllu. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum segir hinu opinbera hafa gengið vel að fjármagna sig með skuldabréfaútgáfu. Viðskipti innlent 30.6.2009 04:00
Möguleiki á 50 milljörðum í skatta til viðbótar Ef allar hugmyndir um skattahækkanir sem taldar eru fram í skýrslu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009 til 2013 eru lagðar saman jafngildir það um 50 milljarða kr. tekjum í ríkissjóð. Þá er verið að ræða um upphæð sem er umfram þá 28 milljarða kr. sem þegar hefur verið gert ráð fyrir í áætlun næsta árs. Viðskipti innlent 29.6.2009 18:04
Atorka fékk áframhaldandi greiðslustöðvun Atorka Group hf. fékk í dag áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar næstu þrjá mánuðina. Viðskipti innlent 29.6.2009 17:34
Færeyingar hreyfast nær einir á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,83 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,22 prósent. Viðskipti innlent 29.6.2009 16:03
Sjóður Alcoa í Bandaríkjunum styrkir Háskólann á Akureyri Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum, Alcoa Foundation, veitti í dag Háskólanum á Akureyri 52.500 dollara styrk, eða 6,7 milljónir kr. til að hrinda úr vör nýsköpunarverkefni sem hefur hlotið heitið Norðursprotar. Viðskipti innlent 29.6.2009 15:14
Tölvupóstkerfi Seðlabankans í lamasessi Vegna tæknilegra bilana hefur tölvupóstkerfi Seðlabanka Íslands verið lítt aðgengilegt það sem af er degi og því varla verið unnt að svara erindum sem bankanum hafa borist þá leiðina. Viðskipti innlent 29.6.2009 14:46
Eignir ýmissa lánafyrirtækja lækkuðu um 2,5 milljarða í maí Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.263,7 milljörðum kr. í lok maí og lækkuðu um 2,5 milljarða kr. í mánuðinum. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Viðskipti innlent 29.6.2009 14:17
Útilokar ekki að vextir lækki á fimmtudag Greining Íslandsbanka útilokar ekki að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti bankans lítillega og hafa líkur á vaxtalækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig verið að aukast. Viðskipti innlent 29.6.2009 11:25
Snekkjuverð snarlækkar - Kaupþing lánaði 65 milljarða Verð á snekkjum hefur snarlækkað síðan fjármálkreppan skall á af fullum þunga s.l. haust. Hefur verðið fallið um 30% á einstaka glæsisnekkjum á einu ári og búast sérfræðingar við að verðið lækki enn frekar. Kaupþing lánaði rúma 65 milljarða króna til snekkjukaupa. Viðskipti innlent 29.6.2009 11:14
Gengi bréfa Atlantic Petroleum lækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,22 prósent í einum viðskiptum upp á rétt rúmar 24 þúsund danskar krónur í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,45 prósent, sömuleiðis í einum viðskiptum. Viðskipti innlent 29.6.2009 11:00
Föroya Banki sækir um 5 milljarða lán í Bankpakke II Föroya Banki hefur ákveðið að sækja um lán til danskra stjórnvalda, úr svokölluðum Bankpakke II. Alls er um 212 milljónir danskra kr. að ræða eða um 5 milljarða kr. sem er hámarkið sem bankinn getur sótt um. Viðskipti innlent 29.6.2009 10:59
Mjög dræmar undirtektir við skuldabréfaútboði LSS Mjög dræmar undirtektir voru við skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitarfélaganna (LSS) fyrir helgina. Sjóðurinn ætlaði að afla sér allt að 2 milljörðum kr. En niðurstaða útboðsins var að tekið var tilboðum að upphæð 180 milljónir kr. á ávöxtunarkröfunni 5,8%. Viðskipti innlent 29.6.2009 10:07
Landsbankinn fellir niður uppgreiðslugjald af íbúðalánum Landsbankinn mun fella niður uppgreiðslugjald allra íbúðalána um óákveðinn tíma. Landsbankinn vill með þessum aðgerðum mæta óskum viðskiptavina sem vilja greiða niður lán sín hraðar. Viðskipti innlent 29.6.2009 09:56
Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2,4% Vísitala framleiðsluverðs í maí 2009 var 168,0 stig og hækkaði um 2,4% frá apríl 2009. Viðskipti innlent 29.6.2009 09:05
Gjaldþrotum hefur fjölgað um 37% á árinu Fyrstu fimm mánuði ársins 2009 var fjöldi gjaldþrota 413 á landinu en fyrstu fimm mánuði ársins 2008 voru 301 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 37% aukningu milli ára. Viðskipti innlent 29.6.2009 09:02
Margir fyrrum viðskiptavinir Spron fastir í viðskiptum hjá Kaupþing Mörg dæmi eru um að fyrrverandi viðskiptavinir Spron séu fastir í viðskiptum hjá Kaupþingi. Þetta á við um þá sem eru með verðtryggða reikninga og svokallaða framtíðarreikninga. Viðskipti innlent 28.6.2009 19:30
Magnús enn forstjóri Magnús Gunnarsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var ekki meðal þeirra 60 starfsmanna bankans sem sagt var upp á föstudaginn. Magnús var einn helsti samastarfsmaður Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns gamla Kaupþings. Viðskipti innlent 28.6.2009 15:00
Exista afturkallar boðaða hlutafjáraukningu Exista hefur afturkallað boðaða hlutafjáraukningu sína eftir ábendingar frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Áfram stendur til að færa hlutafé félagsins niður á næsta hluthafafundi. Viðskipti innlent 27.6.2009 09:00
Semja við Svíana Applicon í Svíþjóð hefur gert samning við tvö af stærstu fjármálafyrirtækjum Svíþjóðar, Swedbank og Nordea-bankann, um innleiðingu á Calypso, sem er hugbúnaður fyrir viðskipti á verðbréfamörkuðum. Applicon er í eigu Nýherja-samsteypunnar. Samningurinn við Nordea og Swedbank felur í sér víðtæka innleiðingu á ákveðnum fjármálaafurðum Applicon og meðal annars er gert ráð fyrir að Nordea taki búnaðinn í notkun í nokkrum löndum þar sem fyrirtækið er með starfsemi. Viðskipti innlent 27.6.2009 06:00
Fimm bjóða sig fram í stjórn Fimm gefa kost á sér í stjórn Eimskipafélags Íslands en framboðsfrestur til setu í stjórn félagsins rann út í gær. Viðskipti innlent 27.6.2009 05:30
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent