Viðskipti innlent

Tölvupóstkerfi Seðlabankans í lamasessi

Vegna tæknilegra bilana hefur tölvupóstkerfi Seðlabanka Íslands verið lítt aðgengilegt það sem af er degi og því varla verið unnt að svara erindum sem bankanum hafa borist þá leiðina.

Á heimasíðu bankans segir að þeir sem þurfa að ná sambandi verða því að hringja, en aðalsími bankans er 569 9600.

Vonast er til þess þetta vandamál leysist fljótlega og biðst bankinn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×