Viðskipti innlent

Stefna að því að opna fyrir september

„Við erum að stefna að því að opna einhvers staðar frá 15. ágúst til 1. september,“ segir Jón Gerald Sullenberger athafnamaður spurður hvenær hann hyggist opna nýja lágvöruverðsverslun sína Smartkaup. Sem stendur er hann staddur á Flórída að skipuleggja verslunina sem verður til húsa á Dalvegi 10-14, þar sem InnX er sem stendur.

Viðskipti innlent

Aðkoma erlendra aðila gagnleg

„Við bindum miklar vonir við þetta óbeina eignarhald erlendra fjármálafyrirtækja á bankanum,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. Hann segir að tengingin muni væntanlega gagnast bankanum ákaflega vel við að byggja upp eðlileg bankasambönd á ný. „Þau viðbrögð sem bankinn hefur fengið vegna aðkomu erlendra aðila að bankanum hafa verið jákvæð.“

Viðskipti innlent

Heildarskuldir þrotabús Samson um 80 milljarðar

Helgi Birgisson skiptastjóri þrotabús Samson, eignarhaldsfélags þeirra Björgólfsfeðga, segir að líklega nema heildarskuldir þrotabúsins um 80 milljörðum króna. Hinsvegar sé að ganga frá uppgjörum þrotabúsins við skilanefnd Glitnis vegna gjaldeyrisskiptasamningum.

Viðskipti innlent

Segir mikilvægum spurningum ósvarað um bankauppgjörið

Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann segir að mikilvægum spurningum sé ósvarað hvað varði uppgjör og eignarhald á nýju bönkunum. Hinsvegar telur hann fagnaðarefni að kröfuhafar eigi þess kost að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu eða öllu leyti.

Viðskipti innlent

Þáttur vogunarsjóða skoðaður

Ný bók um fall íslenska bankakerfisins verður gefin út í Bandaríkjunum í lok júlí. Bókin ber titilinn Why Iceland, eða Hvers vegna Ísland, og er eftir dr. Ásgeir Jónsson, yfirhagfræðing Kaupþings.

Viðskipti innlent

Athugasemd frá skilanefnd Glitnis

Samkvæmt samningi stjórnvalda og Glitnis eiga kröfuhafar í gegnum Glitni möguleika á því að eignast Íslandsbanka að hluta eða öllu leyti. Komi til þess verður eignarhald á Íslandsbanka að fullu á forræði skilanefndar Glitnis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skilanefnd Glitnis.

Viðskipti innlent

Vonar að fyrrum eigendur bankanna séu á brott

„Nöfnin verða áfram en fólkið sem áður stóð á bakvið þá er farið. Það vonum við allavega innilega,“ segir Harald Magnus Andreassen aðalhagfræðingur First Securities í Noregi í samtali við vefsíðuna e24.no þar sem hann ræðir um endurfjármögnun íslensku bankanna.

Viðskipti innlent

Fréttaskýring: Eignarhaldið verður hjá áhættufjárfestum

Töluverð umræða hefur verið um hverjir komi til með að verða hinir erlendu eigendur Íslandsbanka og Nýja Kaupþings við árslok þegar kröfulýsingarfresti í þrotabúin lýkur. Leiða má góð rök fyrir því að stærstu eigendurnir verði áhættufjárfestar, aðallega vogunarsjóðir, en ekki alþjóðlegir stórbankar eins og stjórnvöld hafa gefið út.

Viðskipti innlent

Enginn arður fyrir árið 2008

Tryggingafélögin greiddu engan arð út fyrir árið 2008 og aðeins eitt þeirra greiddi út arð fyrir árið 2007. Árið 2006 greiddu félögin út frá 29 til 144 prósenta arð, sem hlutfall af hagnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu.

Viðskipti innlent

Endurfjármögnun bankanna ódýrari en áætlað var

Kostnaður ríkissjóðs vegna endurfjármögnunar nýju viðskiptabankanna þriggja mun nema um 330 milljörðum króna á þessu ári sem er um 60 milljörðum króna lægri upphæð en áður var áætlað samkvæmt samkomulagi ríkisins og skilanefnda gömlu bankanna. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Viðskipti innlent

Tryggingamiðstöðin greiddi 144% arð af hagnaði 2006

Tryggingamiðstöðin greiddi hlutfallslega hæstan arð af hagnaði sínum árið 2006 eða 144%. Hagnaðurinn nam 696 milljónum kr. en arðgreiðslan 999 milljónum kr. Arðgreiðsla Sjóvár á þessu ár nam 61% af hagnaði eða 7,3 milljörðum kr. af hagnaði upp á tæplega 12 milljarða kr. VÍS greiddi svo hlutfallslega minnst eða 29%.

Viðskipti innlent