Viðskipti innlent

Aðkoma erlendra aðila gagnleg

Bankastjóri Nýja kaupþings Finnur Sveinbjörnsson segir hugsanlegt að einhverjar takmarkanir verði á því hvað nýir eigendur bankans geti tekið sér fyrir hendur og ekki hægt að umturna starfsemi bankans á einni nóttu.
fréttablaðið/gva
Bankastjóri Nýja kaupþings Finnur Sveinbjörnsson segir hugsanlegt að einhverjar takmarkanir verði á því hvað nýir eigendur bankans geti tekið sér fyrir hendur og ekki hægt að umturna starfsemi bankans á einni nóttu. fréttablaðið/gva
„Við bindum miklar vonir við þetta óbeina eignarhald erlendra fjármálafyrirtækja á bankanum," segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. Hann segir að tengingin muni væntanlega gagnast bankanum ákaflega vel við að byggja upp eðlileg bankasambönd á ný. „Þau viðbrögð sem bankinn hefur fengið vegna aðkomu erlendra aðila að bankanum hafa verið jákvæð."

Finnur segir að nýir eigendur bankans hafi vald yfir bankanum frá þeim tímapunkti sem þeir taka hann yfir auk þess sem þeir muni hafa fjóra af fimm stjórnarmönnum. „Hugsanlegt er þó að kveðið verði á um það í hluthafasamkomulagi að það verði einhverjar takmarkanir á því hvað hinir nýju eigendur bankans geti tekið sér fyrir hendur. Til dæmis verði ekki hægt að umturna starfsemi bankans á skömmum tíma eftir yfirtöku þeirra," segir Finnur.

Hann segir að kröfuhafar gamla bankans séu ekki einvörðungu erlendir og trúlegt að einhverjir lífeyrissjóðir og aðrir íslenskir aðilar séu þar á meðal. Því mun 87 prósenta hlutur sem kröfuhafar gamla Kaupþings geti eignast ekki vera einvörðungu í eigu erlendra aðila. Óljóst er þó hve stór hluti mun vera í eigu Íslendinga. - bþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×