Viðskipti innlent

Skuldabréfavelta nam rúmum 18 milljörðum

Skuldabréfavelta nam tæplega 18,3 milljörðum króna í dag. Langmest velta var með ríkisbréf eða fyrir rétt tæpa 14 milljarða.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,16% í heildarviðskiptum uppá tæpar 22 milljónir króna.

Hlutabréf Bakkavarar lækkuðu um tæp 1,33% í viðskiptum dagsins og gengi bréfa Marels lækkaði um 0,96%. Gengi annarra félaga stóð í stað.

Mest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 16,7 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×