Viðskipti innlent

Seðlabankinn styrkir eftirlit með gjaldeyrisreglum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að endurskipuleggja og efla starfsemi gjaldeyriseftirlits innan bankans. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að markmiðið með þeim breytingum sé að styrkja eftirlit með gildandi gjaldeyrishöftum. Gjaldeyriseftirlitið verður hér eftir sjálfstæð eining innan Seðlabankans og heyrir beint undir seðlabankastjóra.

Viðskipti innlent

Milestone úrskurðað gjaldþrota

Stjórn Milestone ehf. hefur óskað eftir eftir því að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á ósk félagsins og kveðið upp úrskurð um að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta.

Viðskipti innlent

Íslandssjóðir stofna nýjan verðbréfasjóð

Íslandssjóðir hafa sett nýjan verðbréfasjóð á markað, Veltusafn, sem hentar vel til sparnaðar í skemmri tíma. Markmið sjóðsins er að nýta tækifæri á markaði með virkri stýringu innlána, víxla og ríkisskuldabréfa en á sama tíma að skila jafnri og stöðugri ávöxtun.

Viðskipti innlent

Lúxushús við Holmen bitbein hjá þrotabúi Baugs

Meðal þeirra eigna sem þrotabú Baugs og Gaumur eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu bítast nú um er lúxushús við Holmen í hjarta Kaupmannahafnar. Húsið er til sölu hjá fasteignasölunni Nybolig og er verðmiðinn 15 milljónir danskra kr. eða rúmlega 360 milljónir kr.

Viðskipti innlent

Icelandair opnar nýjar höfuðstöðvar í Boston

Nýjar höfuðstöðvar Icelandair í Vesturheimi eru formlega teknar í notkun í dag í Boston að viðstöddum fulltrúum borgar- og flugvallaryfirvalda auk lykilfólks úr flug- og ferðaþjónustunni í Massachusettsfylki. Hlutverk skrifstofunnar í Boston er að stýra markaðs- og sölustarfi Icelandair í Bandaríkjunum og Kanada og þar starfa um 25 manns.

Viðskipti innlent

Dollarinn hefur lækkað nokkuð gagnvart krónunni

Bandaríkjadollar hefur lækkað um tæpar 3 kr. á innlendum gjaldeyrismarkaði undanfarnar tvær vikur. Á sama tíma hefur verð evru hækkað um 2 kr. Gengi evru gagnvart dollara hefur hækkað mikið undanfarið og náði í morgun sínu hæsta gildi undanfarið ár, þegar evran var seld á 1,477 dollara.

Viðskipti innlent

Rekstri Verðbréfunar hf. verður hætt

Stjórn Verðbréfunar hf. samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2009 samkomulag við NBI hf. um kaup á útistandandi skuldabréfum Verðbréfunar hf. á uppgreiðsluvirði safnbréfanna. Rekstri Verðbréfunar hf. verður því hætt.

Viðskipti innlent

FME: Almannahagsmunir geta réttlætt brot á þagnarskyldu

Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur Fjármálaeftirlitsins (FME) leggur áherslu á að eftirlitið viðurkennir að í ákveðnum tilvikum geta almannahagsmunir réttlætt það að þagnarskyldum upplýsingum væri miðlað og að þegar svo háttaði til ættu þeir sem það gerðu ekki að hljóta refsingu.

Viðskipti innlent

Nauðsynleg aðgerð til bjargar Bakkavör

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir að kaup bræðranna á hlut Exista í Bakkavör hafi verið nauðsynleg til að bjarga Bakkavör. Ljóst sé að Exista fari í greiðslustöðvun, nauðasamninga eða jafnvel gjaldþrot á næstu vikum

Viðskipti innlent