Veður

Allt að 9 stiga frost en mildara veður á næstunni

Í dag er spáð suðaustan- og austanátt, 5 til 10 metrum á sekúndu en 10 til 15 við suðurströndina. Él sunnan- og austanlands, en víða bjartviðri á Norðvestur- og Vesturlandi. Heldur hægari vindur allra syðst seint á morgun. Hiti í kringum frostmark en frost 0 til 9 stig norðan- og austantil.

Veður

Austan og suð­austan kaldi og víða frost

Veðurstofan gerir ráð fyrir austan og suðaustan kalda eða stinningskalda í dag með stöku éljum við suðurströndina og einnig vestast á landinu. Þó má búast við hægari vindi og bjartviðri norðan- og austanlands.

Veður

Víða all­hvöss austan- og norð­austan­átt

Veðurstofan spáir austan og norðaustanátt í dag, víða allhvassri eða hvassri, tíu til átján metrar á sekúndu, en mun hægari austan til. Dálítil él verða á landinu norðanverðu, en bjart með köflum syðra. Lægir heldur suðvestantil í kvöld.

Veður

Vindur vaxandi af austri og hlýnar

Eftir nokkra bjarta og kalda daga um landið sunnanvert fer vindur nú vaxandi af austri og suðaustri og þykknar upp. Vindur verður á bilinu þrettán til tuttugu suðvestantil í kvöld þar sem hvassast verður syðst.

Veður

Norð­læg átt og frost á bilinu tvö til tíu stig

Von er á norðlægri eða breytilegri átt í dag og strekkingi austast fram eftir degi en gola eða kalda annars staðar. Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él norðaustanlands. Frost yfirleitt á bilinu tvö til tíu stig.

Veður

Glímum enn við leifarnar af norðan­stormi gær­dagsins

Landsmenn munu í dag glíma við leifarnar af þeim norðanstormi sem var á landinu í gær. Útlit er fyrir norðan strekking eða allhvassan vind, en suðaustan- og austanlands eru vindstrengir sem væntanlega ná styrk hvassviðris eða jafnvel storms.

Veður

Vaxandi norðan­átt og á­fram­haldandi rigning og slydda fyrir austan

Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt í dag, tíu til átján metrum á sekúndu, þar sem hvassast verður norðvestantil og við suðausturströndina. Dálítil rigning eða slydda á Norður- og Austurlandi og mikil rigning á Austfjörðum í fyrst. Síðan verður heldur úrkomuminna um tíma, en bætir aftur í rigningu seinni partinn. Hins vegar verður þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi.

Veður

Von á enn meiri rigningu á Aust­fjörðum í kvöld

Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum.

Veður

Víða þurrt og frost á landinu

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 3 til 10 metrum á sekúndu og víða þurru veðri í dag. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig þar sem kaldast verður í innsveitum norðaustantil.

Veður

Snjókoma í kortunum

Það verður fremur hægur vindur í dag og víða léttskýjað framan af degi. Þá verður frost yfirleitt á bilinu tvö til tíu stig að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veður

Spá allt að tólf stiga frosti

Það verður norðlæg átt í dag, víða fimm til tíu metrar á sekúndu en átta til þrettán metrar á sekúndu norðvestantil og með austurströndinni.

Veður

Norðankaldi og él norðan- og austan­lands

Spáð er norðan- og norðaustankalda og éljum norðan- og austanlands í dag og jafnvel skúrum eða éljum við suðurströndina til hádegis, en annars úrkomulaust að kalla. Hiti víða í kringum frostmark í dag.

Veður