Sport

Tóku þeir Arsenal-liðið á taugum fyrir leik?

Úrslitaleikur eða ekki úrslitaleikur. Það virtist vera spurningin en bara hjá einum manni. Manchester City rúllaði upp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur nú allt í sínum höndum til að vinna enska titilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sex árum.

Enski boltinn

„Hlaut að koma að því að maður færi að skora“

„Ég var í handbolta og frjálsum en var aldrei 100 prósent eins og í fótboltanum. Ég er sjöfaldur Íslandsmeistari og þrefaldur bikarmeistari með FH í yngri flokkum í handbolta en hætti árið 2016,“ segir Örvar Eggertsson, hinn 24 ára gamli kantmaður HK, sem hefur byrjað sumarið með látum.

Íslenski boltinn

Sótbölvandi senseiinn sem elskaði að kenna

Boris Bjarni Akbachev féll frá á dögunum, 89 ára að aldri. Þar með er genginn einn mikilvægasti og áhrifamesti þjálfari íslensks handbolta. Boris þjálfaði lengst af yngri flokka hjá Val og marga af bestu handboltamönnum félagsins og landsins. Að sögn fyrrverandi leikmanna sem Vísir ræddi við var Boris mikill kennari sem bar hag þeirra fyrir brjósti, meðfram því sem hann blótaði þeim í sand og ösku.

Handbolti

Nik: Við gerðum nóg

Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. 

Íslenski boltinn

„Þurfti bara að taka til í hausnum“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig.

Körfubolti