Skoðun

Með lokuð augu

Hildur Björnsdóttir skrifar

Nú er tæpt ár liðið frá því lífvana líkami hins þriggja ára Aylan Kurdi, maraði í hálfu kafi á sólarströnd. Mynd sem skildi engan eftir ósnortinn og vakti hvert mannsbarn til vitundar um veruleika sýrlenskra flóttabarna.

Bakþankar

Vinátta í verki

Lilja Alfreðsdóttir skrifar

Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá sögulegum fundi í Reykjavík, þar sem stjórnmálasamband Íslands við Eystrasaltsríkin var formlega skjalfest.

Skoðun

Allir eru æði

Magnús Guðmundsson skrifar

Listin hefur mikið að gefa okkur. Þegar vel tekst til þá auðgar hún andann, eykur með okkur samkennd og samhug, fræðir, þroskar, bætir og kætir. Listin er því mikilvæg samfélaginu og að sama skapi er samfélagið mikilvægt listinni.

Fastir pennar

Ég held með Liverpool

Gunnar Ómarsson skrifar

Ég hef haldið með Liverpool frá því ég var fimm ára. Þegar ég byrjaði að halda með Liverpool voru leikir sýndir eftir á, í svart/hvítu sjónvarpi með Bjarna Fel.

Skoðun

Leigumarkaður frá helvíti

Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar

Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði.

Skoðun

Leikur að tölum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Kringla heimsins sú er mann­fólkið byggir telur nú rösklega sjö milljarða manna, sjö þúsund milljónir manns. Talan sjö er í þægileg þessu viðfangi vegna þess að samanlögð framleiðsla heimsins er nú um 70 trilljónir Bandaríkjadala á ári, eða m.ö.o. 70.000 milljarðar dala.

Fastir pennar

Aðeins um vexti og verðtryggingu

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

Frumvarpið um vexti og verðtryggingu sem lagt var fram í síðustu viku er hvorki fugl né fiskur. Það er ekki einu sinni Barbabrella því slíkar brellur eru sniðugar.

Skoðun

Lok, lok og læs

Árni Páll Árnason skrifar

Fyrir Alþingi liggur búvörusamningur til 10 ára og nýr tollasamningur við Evrópusambandið um auknar innflutningsheimildir. Í meðförum þingsins hefur komið í ljós hversu illa þetta mál hefur verið unnið af ríkisstjórninni og ekkert samráð haft um samningsmarkmið og árangur við aðra en viðsemjendur.

Skoðun

Fríar tannlækningar? Slæm hugmynd

Guðmundur Edgarsson skrifar

Píratar samþykktu nýlega þá stefnuyfirlýsingu að tannlækningar skyldu framvegis verða niðurgreiddar að fullu. Gallinn er hins vegar sá að góðmennskan ein dugar skammt til að sjá fyrir afleiðingar hugmynda sem byggja á óskhyggju fremur en raunhyggju.

Skoðun

Rangfærslur

Helgi Sigurðsson skrifar

Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar

Skoðun

Loks eftirlit með hlerun lögreglunnar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti.

Skoðun

Námsmenn eiga betra skilið en Illugafrumvarpið

Óskar Steinn Ómarsson skrifar

Ég þakka viðbrögðin sem ég hef fengið við grein minni, "Höfnum Illugafrumvarpinu“, sem birtist í Fréttablaðinu 22. ágúst sl. Þar gagnrýndi ég frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu og benti á að þær kæmu tekjulágum, barnafólki og námsmönnum erlendis illa.

Skoðun

Blásið í bilað gjallarhorn

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra.

Skoðun

Ekki til einskis

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Hvaða afleiðingar hefur það í samfélaginu þegar ungt fólk í blóma lífsins deyr vegna óþvingaðrar fíknefnaneyslu? Er dauði þessara barna og ungmenna til einskis og halda meðborgarar þeirra áfram eins og ekkert hafi í skorist?

Fastir pennar

Er pizzan mín eitruð, Illugi?

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir skrifar

Ríkið hefur boðið þér í pizzu­partí. Illugi Gunnarsson þarf að skipta pizzunum á milli allra sem biðja um hluta. Hvernig ætti hann að skipta pizzunni? Gefur hann þeim sem eru horaðastir mest?

Skoðun

Á skjön við raunveruleikann

Einar Örn Gunnarsson skrifar

Að undanförnu hafa birst greinar í fjölmiðlum, m.a. í Fréttablaðinu, eftir Gunnlaug Stefánsson frá Heydölum þar sem hann viðrar skoðanir sínar á uppbyggingu laxeldis í fjörðum landsins. Gunnlaugur lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af ástandi sem hann telur í einlægni sinni vera uppi.

Skoðun

Takk, konur

Frosti Logason skrifar

Nýverið upplifði ég stórkostlegustu stund lífs míns. Það eru engar ýkjur. Á fæðingardeild Landspítalans fæddi unnusta mín frumburðinn okkar, heilbrigðan og hraustan dreng, og ég var viðstaddur.

Bakþankar

Villuráfandi hagfræðingur

Ingimar Karl Helgason skrifar

Það getur komið fyrir ágætasta fólk að fara með rangfærslur eða éta þær upp eftir öðrum. Svo eru dæmi um að fólk getur spennt bogann svo hátt að hann brestur. Hvort tveggja hendir Bolla Héðinsson hagfræðing.

Skoðun

Fjármálakreppan og fjöldamótmælin

jón gunnar bernburg skrifar

Milli 1991 og 2003 áttu sér stað veigamiklar breytingar í viðskiptalífinu; fjármagnið fékk ferðafrelsi og ríkið seldi banka og veigamiklar stofnanir.

Skoðun

Hvað er r* og af hverju er það mikilvægt?

lars christensen skrifar

Það mikilvægasta sem frá Stanley Fischer­ kom var klárlega að hægt hefur á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum og að neikvæð lýðfræðiþróun muni einnig draga úr möguleikunum á langtímahagvexti þar í landi.

Skoðun

Innkaupalisti

Magnús Guðmundsson skrifar

Að byrja í skóla er stór og mótandi viðburður í lífi sérhvers barns. Tími sem við deilum öll í minningunni en upplifum þó hvert og eitt með ólíkum hætti.

Fastir pennar

Vinstri menn vilja fjölga borgarfulltrúum

Sigríður Á. Andersen og Kjartan Magnússon skrifar

Á síðasta kjörtímabili þrýsti vinstri stjórnin þeirri lagabreytingu í gegnum þingið að skylt yrði að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík við næstu borgarstjórnarkosningar úr 15 í að lágmarki 23 en í allt að 31.

Skoðun

Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar

Bolli Héðinsson skrifar

Búvörusamningarnir sem ofangreindir þrír flokkar á Alþingi hafa sameinast um að styðja eru sama eðlis og fyrri slíkir samningar sem gerðir hafa verið þar sem er hrært saman byggðastefnu og eðlilegu starfsumhverfi atvinnugreinarinnar landbúnaðar.

Skoðun