Blásið í bilað gjallarhorn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra. Það var því von á miklu þegar þing kom saman í ágúst, enda höfðu ráðherrar boðað að slíkur fjöldi þjóðþrifamála væri væntanlegur að það hamlaði mögulega samþykkt þeirra ef tilkynnt yrði um það hvenær ætti að kjósa. Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Það sem hann kann síður er að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Skemmst er frá því að segja að eftirtekjan er heldur rýr. Það er ekki eins og alþingismenn kikni undan vinnuálagi, í gær var ekkert á dagskrá þingsins nema umræður um störf þingsins og atkvæðagreiðslur - sem reyndar þurfti að fresta vegna fjarvista þingmanna. Reynslumiklir menn í þingliði stjórnarflokkanna hljóta að klóra sér í hausnum yfir því til hvers verið var að kalla þing saman. Það nýtist í dag aðallega stjórnarandstöðunni, sem fær færi á að ræða hvert þingmannamálið á fætur öðru - þar sem engin mál koma frá ríkisstjórninni. En nú hefur allavega einn stjórnarþingmaður áttað sig á þessu. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar, mæltist skynsamlega í fréttum RÚV á þriðjudag. „Auðvitað þurfum við að koma okkur saman um það hvað við viljum klára. En það eru stór mál, þó það væri ekki nema bara það sem er í þingnefndum, sem væri æskilegt að klára áður en við hættum.“ Þarna afmarkar Guðlaugur Þór málin við þau sem eru þegar komin til þingnefnda. Og líklega verður það lendingin. Þau mál sem fram eru komin verða kláruð, ekki önnur. Það eru slæm tíðindi fyrir Eygló Harðardóttur, sem hefur boðað, enn einu sinni, risastór mál úr sínu ráðuneyti. Og það sem upp úr þessu þingi mun standa er líklega það að efnamikið fólk getur loksins keypt sér orlofshús í útlöndum. Þó reyndar ekki nema eitt á ári.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra. Það var því von á miklu þegar þing kom saman í ágúst, enda höfðu ráðherrar boðað að slíkur fjöldi þjóðþrifamála væri væntanlegur að það hamlaði mögulega samþykkt þeirra ef tilkynnt yrði um það hvenær ætti að kjósa. Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Það sem hann kann síður er að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Skemmst er frá því að segja að eftirtekjan er heldur rýr. Það er ekki eins og alþingismenn kikni undan vinnuálagi, í gær var ekkert á dagskrá þingsins nema umræður um störf þingsins og atkvæðagreiðslur - sem reyndar þurfti að fresta vegna fjarvista þingmanna. Reynslumiklir menn í þingliði stjórnarflokkanna hljóta að klóra sér í hausnum yfir því til hvers verið var að kalla þing saman. Það nýtist í dag aðallega stjórnarandstöðunni, sem fær færi á að ræða hvert þingmannamálið á fætur öðru - þar sem engin mál koma frá ríkisstjórninni. En nú hefur allavega einn stjórnarþingmaður áttað sig á þessu. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar, mæltist skynsamlega í fréttum RÚV á þriðjudag. „Auðvitað þurfum við að koma okkur saman um það hvað við viljum klára. En það eru stór mál, þó það væri ekki nema bara það sem er í þingnefndum, sem væri æskilegt að klára áður en við hættum.“ Þarna afmarkar Guðlaugur Þór málin við þau sem eru þegar komin til þingnefnda. Og líklega verður það lendingin. Þau mál sem fram eru komin verða kláruð, ekki önnur. Það eru slæm tíðindi fyrir Eygló Harðardóttur, sem hefur boðað, enn einu sinni, risastór mál úr sínu ráðuneyti. Og það sem upp úr þessu þingi mun standa er líklega það að efnamikið fólk getur loksins keypt sér orlofshús í útlöndum. Þó reyndar ekki nema eitt á ári.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun