Blásið í bilað gjallarhorn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra. Það var því von á miklu þegar þing kom saman í ágúst, enda höfðu ráðherrar boðað að slíkur fjöldi þjóðþrifamála væri væntanlegur að það hamlaði mögulega samþykkt þeirra ef tilkynnt yrði um það hvenær ætti að kjósa. Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Það sem hann kann síður er að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Skemmst er frá því að segja að eftirtekjan er heldur rýr. Það er ekki eins og alþingismenn kikni undan vinnuálagi, í gær var ekkert á dagskrá þingsins nema umræður um störf þingsins og atkvæðagreiðslur - sem reyndar þurfti að fresta vegna fjarvista þingmanna. Reynslumiklir menn í þingliði stjórnarflokkanna hljóta að klóra sér í hausnum yfir því til hvers verið var að kalla þing saman. Það nýtist í dag aðallega stjórnarandstöðunni, sem fær færi á að ræða hvert þingmannamálið á fætur öðru - þar sem engin mál koma frá ríkisstjórninni. En nú hefur allavega einn stjórnarþingmaður áttað sig á þessu. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar, mæltist skynsamlega í fréttum RÚV á þriðjudag. „Auðvitað þurfum við að koma okkur saman um það hvað við viljum klára. En það eru stór mál, þó það væri ekki nema bara það sem er í þingnefndum, sem væri æskilegt að klára áður en við hættum.“ Þarna afmarkar Guðlaugur Þór málin við þau sem eru þegar komin til þingnefnda. Og líklega verður það lendingin. Þau mál sem fram eru komin verða kláruð, ekki önnur. Það eru slæm tíðindi fyrir Eygló Harðardóttur, sem hefur boðað, enn einu sinni, risastór mál úr sínu ráðuneyti. Og það sem upp úr þessu þingi mun standa er líklega það að efnamikið fólk getur loksins keypt sér orlofshús í útlöndum. Þó reyndar ekki nema eitt á ári.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra. Það var því von á miklu þegar þing kom saman í ágúst, enda höfðu ráðherrar boðað að slíkur fjöldi þjóðþrifamála væri væntanlegur að það hamlaði mögulega samþykkt þeirra ef tilkynnt yrði um það hvenær ætti að kjósa. Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Það sem hann kann síður er að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Skemmst er frá því að segja að eftirtekjan er heldur rýr. Það er ekki eins og alþingismenn kikni undan vinnuálagi, í gær var ekkert á dagskrá þingsins nema umræður um störf þingsins og atkvæðagreiðslur - sem reyndar þurfti að fresta vegna fjarvista þingmanna. Reynslumiklir menn í þingliði stjórnarflokkanna hljóta að klóra sér í hausnum yfir því til hvers verið var að kalla þing saman. Það nýtist í dag aðallega stjórnarandstöðunni, sem fær færi á að ræða hvert þingmannamálið á fætur öðru - þar sem engin mál koma frá ríkisstjórninni. En nú hefur allavega einn stjórnarþingmaður áttað sig á þessu. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar, mæltist skynsamlega í fréttum RÚV á þriðjudag. „Auðvitað þurfum við að koma okkur saman um það hvað við viljum klára. En það eru stór mál, þó það væri ekki nema bara það sem er í þingnefndum, sem væri æskilegt að klára áður en við hættum.“ Þarna afmarkar Guðlaugur Þór málin við þau sem eru þegar komin til þingnefnda. Og líklega verður það lendingin. Þau mál sem fram eru komin verða kláruð, ekki önnur. Það eru slæm tíðindi fyrir Eygló Harðardóttur, sem hefur boðað, enn einu sinni, risastór mál úr sínu ráðuneyti. Og það sem upp úr þessu þingi mun standa er líklega það að efnamikið fólk getur loksins keypt sér orlofshús í útlöndum. Þó reyndar ekki nema eitt á ári.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun