Svarthvítur heimur Dýraverndunarsambandsins Einar Freyr Elínarson skrifar 25. ágúst 2016 13:26 Er fólk illkvittið? Er ástæða þess að illa er hugsað um dýr slæmt innræti þess sem á að sjá um þau? Ef þú spyrð Dýraverndunarsamband Íslands að þá er svarið vafalaust já. Erfitt er að lesa annað úr fréttum en að svipta eigi þá bændur opinberum greiðslum sem verða uppvísir að slæmri meðferð á dýrum. Reynum að setja þetta í samhengi.Foreldri verður uppvís að slæmri meðferð á barninu sínu. Það er hræðilegt, allir eru sammála um að slíkt eigi ekki að viðgangast. En er besta úrræðið í alvörunni að sekta foreldrið? Erum við svo blind að halda að aðstæður barnsins batni ef foreldrið er sektað? Nei að sjálfsögðu ekki. Í þeim málum erum við með fagfólk sem að metur aðstæður fjölskyldunnar og leggur til ákveðin úrræði til þess að vinna á vandanum. Orsakirnar eru yfirleitt félagsleg vandamál. Lagt er upp með að fá foreldra til samstarfs við félagsráðgjafa eða sálfræðing til þess að bæta ástandið.Af hverju erum við þá svona blind fyrir því að hið sama geti verið upp á teningnum þegar kemur að dýravernd?Er það virkilega svo langsótt að ástæður þess að fólk getur ekki hugsað um dýrin sín séu félagslegs eðlis?Þessu þarf að breyta. Það gerist ekki nema með hugarfarsbreytingu. Um leið og það tekst getum við farið að beita réttum leiðum og verkfærum til að ráðast að rót vandans.Við eigum ekki að kippa fótunum undan fólki sem þegar stendur höllum fæti í lífinu. Að beita sektum og niðurlægingu er eins og að hella olíu á eldinn. Félagslegum vandamálum verður ekki eytt með slíkum aðferðum.Við þurfum bara að átta okkur á því að heimurinn er ekki svarthvítur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Er fólk illkvittið? Er ástæða þess að illa er hugsað um dýr slæmt innræti þess sem á að sjá um þau? Ef þú spyrð Dýraverndunarsamband Íslands að þá er svarið vafalaust já. Erfitt er að lesa annað úr fréttum en að svipta eigi þá bændur opinberum greiðslum sem verða uppvísir að slæmri meðferð á dýrum. Reynum að setja þetta í samhengi.Foreldri verður uppvís að slæmri meðferð á barninu sínu. Það er hræðilegt, allir eru sammála um að slíkt eigi ekki að viðgangast. En er besta úrræðið í alvörunni að sekta foreldrið? Erum við svo blind að halda að aðstæður barnsins batni ef foreldrið er sektað? Nei að sjálfsögðu ekki. Í þeim málum erum við með fagfólk sem að metur aðstæður fjölskyldunnar og leggur til ákveðin úrræði til þess að vinna á vandanum. Orsakirnar eru yfirleitt félagsleg vandamál. Lagt er upp með að fá foreldra til samstarfs við félagsráðgjafa eða sálfræðing til þess að bæta ástandið.Af hverju erum við þá svona blind fyrir því að hið sama geti verið upp á teningnum þegar kemur að dýravernd?Er það virkilega svo langsótt að ástæður þess að fólk getur ekki hugsað um dýrin sín séu félagslegs eðlis?Þessu þarf að breyta. Það gerist ekki nema með hugarfarsbreytingu. Um leið og það tekst getum við farið að beita réttum leiðum og verkfærum til að ráðast að rót vandans.Við eigum ekki að kippa fótunum undan fólki sem þegar stendur höllum fæti í lífinu. Að beita sektum og niðurlægingu er eins og að hella olíu á eldinn. Félagslegum vandamálum verður ekki eytt með slíkum aðferðum.Við þurfum bara að átta okkur á því að heimurinn er ekki svarthvítur.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar