Á skjön við raunveruleikann Einar Örn Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Að undanförnu hafa birst greinar í fjölmiðlum, m.a. í Fréttablaðinu, eftir Gunnlaug Stefánsson frá Heydölum þar sem hann viðrar skoðanir sínar á uppbyggingu laxeldis í fjörðum landsins. Gunnlaugur lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af ástandi sem hann telur í einlægni sinni vera uppi. Mikilvægt er að menn eigi skoðanaskipti um mikilvæg málefni og fátt er hollara fyrir atvinnugreinar en að umræða sé virk um eðlisþætti þeirra og alla umgjörð. Til að slík umræða skili árangri og sé uppbyggileg þá er nauðsynlegt að hún sé upplýst og ígrunduð. Því miður hefur öll umfjöllun Gunnlaugs haft á sér sama yfirbragð sem einkennist af fjandsamlegu viðhorfi í garð laxeldis sem virðist eiga rót að rekja til verulegrar vanþekkingar hans á málaflokknum og eðli þeirrar starfsemi sem hér um ræðir. Við lestur greina sem tengjast nafni hans kemur fljótlega í ljós að grundvallarhugmyndir Gunnlaugs eru á skjön við raunveruleikann eins og sjá má í fullyrðingu hans um að í eldinu verði notast við „erfðabreyttan norskan lax“. Þeir sem kynnt hafa sér málið vita að ekki stendur til að notast við erfðabreyttan lax heldur kynbættan. Stór munur er þar á. Í viðtali í Bændablaðinu nú í sumar sagði Gunnlaugur: „Það tíðkast hvergi nema hér á landi að fyrirtækin hafa algjörlega frían aðgang að sjó, þau eru hér að setja upp ábatasama atvinnustarfsemi og hafa alveg frítt spil, helga sér svæði um alla firði án þess að greiða krónu fyrir.“ Gunnlaugi er það þyrnir í augum að félögin fái „frían aðgang að sjó“ til að setja upp ábátasama atvinnustarfsemi. Það er mikilvægt að hafa í huga að hér er um gríðarlega kostnaðarsama uppbyggingu einkaaðila á nýjum atvinnuvegi að ræða. Með tilkomu laxeldis skapast störf í hinum dreifðu byggðum, starfsemin styrkir innviði samfélaganna og er jafnframt gjaldeyrisskapandi. Félögin greiða þegar gjöld fyrir starfs- og rekstrarleyfi. Líti menn til Noregs þar sem öflugasta laxeldi í heimi er rekið þá voru veitt þar starfs- og rekstrarleyfi í áratugi gegn vægum greiðslum þar til eldið var orðið arðbær atvinnugrein þar í landi. Á það er jafnframt að líta að félögin hafa ekki „frítt spil“ til að „helga sér svæði“.Gagnsætt ferli Stofnanir ríkisins veita aðilum heimild til að nýta mjög afmörkuð hafsvæði að vel könnuðu máli og í kjölfar umfangsmikils ferlis þar sem fjöldi hámenntaðra sérfræðinga hefur aðkomu að málinu. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. ágúst segir Gunnlaugur: „Verið er að undirbúa risalaxeldi í austfirskum fjörðum upp á 75 þúsund tonn. Ef öll sú framleiðsla verður að veruleika, þá munu a.m.k. 75 þúsund laxar sleppa úr austfirskum kvíum á ári.“ Hér gætir misskilnings hjá Gunnlaugi því fyrir það fyrsta eru tölur um sleppingar sem hann vísar í úr samhengi við veruleikann. Sleppingar í norsku laxeldi eru 0,06% af heildarfjölda fiska en ekki einn lax fyrir hvert framleitt tonn. Á það er jafnframt að líta að þegar rætt er um sleppingar í laxeldi þá er litið til meðaltalstalna úr heildareldi og inni í þeim tölum eru heildarslysasleppingar. Það að rekin sé eldisstöð í firði þýðir alls ekki að það sleppi að jafnaði frá henni ákveðinn fjöldi fiska árlega í hlutfalli við framleiðslu. Í viðtali við Gunnlaug í Bændablaðinu segir hann: „Alþingismenn og íslensk umhverfissamtök, flest hver, sofa værum blundi og virðast láta sér þessa aðför að lífríki náttúrunnar í léttu rúmi liggja.“ Gæti verið að þessi sofandaháttur sem Gunnlaugur sakar aðra um eigi rót sína að rekja til þess að vel menntaðir sérfræðingar séu annarrar skoðunar en hann? Gæti verið að þeir sem kynnt hafa sér málin sjái ekki þá ógn sem leikmaðurinn Gunnlaugur upplifir?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst greinar í fjölmiðlum, m.a. í Fréttablaðinu, eftir Gunnlaug Stefánsson frá Heydölum þar sem hann viðrar skoðanir sínar á uppbyggingu laxeldis í fjörðum landsins. Gunnlaugur lýsir yfir verulegum áhyggjum sínum af ástandi sem hann telur í einlægni sinni vera uppi. Mikilvægt er að menn eigi skoðanaskipti um mikilvæg málefni og fátt er hollara fyrir atvinnugreinar en að umræða sé virk um eðlisþætti þeirra og alla umgjörð. Til að slík umræða skili árangri og sé uppbyggileg þá er nauðsynlegt að hún sé upplýst og ígrunduð. Því miður hefur öll umfjöllun Gunnlaugs haft á sér sama yfirbragð sem einkennist af fjandsamlegu viðhorfi í garð laxeldis sem virðist eiga rót að rekja til verulegrar vanþekkingar hans á málaflokknum og eðli þeirrar starfsemi sem hér um ræðir. Við lestur greina sem tengjast nafni hans kemur fljótlega í ljós að grundvallarhugmyndir Gunnlaugs eru á skjön við raunveruleikann eins og sjá má í fullyrðingu hans um að í eldinu verði notast við „erfðabreyttan norskan lax“. Þeir sem kynnt hafa sér málið vita að ekki stendur til að notast við erfðabreyttan lax heldur kynbættan. Stór munur er þar á. Í viðtali í Bændablaðinu nú í sumar sagði Gunnlaugur: „Það tíðkast hvergi nema hér á landi að fyrirtækin hafa algjörlega frían aðgang að sjó, þau eru hér að setja upp ábatasama atvinnustarfsemi og hafa alveg frítt spil, helga sér svæði um alla firði án þess að greiða krónu fyrir.“ Gunnlaugi er það þyrnir í augum að félögin fái „frían aðgang að sjó“ til að setja upp ábátasama atvinnustarfsemi. Það er mikilvægt að hafa í huga að hér er um gríðarlega kostnaðarsama uppbyggingu einkaaðila á nýjum atvinnuvegi að ræða. Með tilkomu laxeldis skapast störf í hinum dreifðu byggðum, starfsemin styrkir innviði samfélaganna og er jafnframt gjaldeyrisskapandi. Félögin greiða þegar gjöld fyrir starfs- og rekstrarleyfi. Líti menn til Noregs þar sem öflugasta laxeldi í heimi er rekið þá voru veitt þar starfs- og rekstrarleyfi í áratugi gegn vægum greiðslum þar til eldið var orðið arðbær atvinnugrein þar í landi. Á það er jafnframt að líta að félögin hafa ekki „frítt spil“ til að „helga sér svæði“.Gagnsætt ferli Stofnanir ríkisins veita aðilum heimild til að nýta mjög afmörkuð hafsvæði að vel könnuðu máli og í kjölfar umfangsmikils ferlis þar sem fjöldi hámenntaðra sérfræðinga hefur aðkomu að málinu. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. ágúst segir Gunnlaugur: „Verið er að undirbúa risalaxeldi í austfirskum fjörðum upp á 75 þúsund tonn. Ef öll sú framleiðsla verður að veruleika, þá munu a.m.k. 75 þúsund laxar sleppa úr austfirskum kvíum á ári.“ Hér gætir misskilnings hjá Gunnlaugi því fyrir það fyrsta eru tölur um sleppingar sem hann vísar í úr samhengi við veruleikann. Sleppingar í norsku laxeldi eru 0,06% af heildarfjölda fiska en ekki einn lax fyrir hvert framleitt tonn. Á það er jafnframt að líta að þegar rætt er um sleppingar í laxeldi þá er litið til meðaltalstalna úr heildareldi og inni í þeim tölum eru heildarslysasleppingar. Það að rekin sé eldisstöð í firði þýðir alls ekki að það sleppi að jafnaði frá henni ákveðinn fjöldi fiska árlega í hlutfalli við framleiðslu. Í viðtali við Gunnlaug í Bændablaðinu segir hann: „Alþingismenn og íslensk umhverfissamtök, flest hver, sofa værum blundi og virðast láta sér þessa aðför að lífríki náttúrunnar í léttu rúmi liggja.“ Gæti verið að þessi sofandaháttur sem Gunnlaugur sakar aðra um eigi rót sína að rekja til þess að vel menntaðir sérfræðingar séu annarrar skoðunar en hann? Gæti verið að þeir sem kynnt hafa sér málin sjái ekki þá ógn sem leikmaðurinn Gunnlaugur upplifir?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar