Leigumarkaður frá helvíti Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 09:00 Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði. Af tveimur slæmum kostum virðist skárra að kaupa sér fasteign og borga af henni en að vera á leigumarkaði enda er leiga í dag yfirgengilega há hvert sem leitað er. Vissulega þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kaupa sér húsnæði og við eigum eftir fremsta megni að reyna að auðvelda það fyrir fólki. Við þurfum hinsvegar líka og ekki síður að búa þannig um málin að hér sé starfræktur heilbrigður leigumarkaður þar sem fólk þurfi ekki að punga aleigunni út hver mánaðamót til að hafa skjól yfir höfuðið. Það eru allltaf ákveðnir hópar sem koma til með að vera á leigumarkaði. Sumir gætu hugsað sér að eignast húsnæði seinna meir en kjósa að vera á leigumarkaði tímabundið vegna náms eða annarra aðstæðna sem kalla á að hægt sé að flytja með litlum fyrirvara. Öðrum gæti þótt það kostur að geta flakkað á milli hverfa og prufað að búa í mismunandi íbúðum, jafnvel í mismunandi bæjarfélögum yfir ævina eða gætu hugsað sér að flytja til útlanda seinna meir og þá þvælist fasteign bara fyrir. Þá eru það þeir sem hafa einfaldlega ekki tök á að kaupa sér fasteign og eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun, njóta ekki lánstraust eða standast ekki greiðslumat. Að lokum ber að nefna að tímarnir hafa breyst og þarfir og draumar fólks með. Mikið af fólki í dag vill heldur fjárfesta í upplifunum, safna sér allskonar reynslu í reynslubankann og ferðast frekar en að fjárfesta í steinsteypuklumpi. Fyrir mitt leyti væri ég ekki að hugleiða að kaupa fasteign nema til þess að flýja það helvíti sem þessi leigumarkaður er. Fólk þarf að eiga raunverulegt val á milli þess að vera á leigumarkaði og að kaupa sér fasteign en ekki vera þvingað í að kaupa fasteign til þess eins að flýja leigumarkaðinn. Eins og staðan er núna er hvort tveggja ómögulegt fyrir stóran hóp fólks og það þarf að laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði. Af tveimur slæmum kostum virðist skárra að kaupa sér fasteign og borga af henni en að vera á leigumarkaði enda er leiga í dag yfirgengilega há hvert sem leitað er. Vissulega þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kaupa sér húsnæði og við eigum eftir fremsta megni að reyna að auðvelda það fyrir fólki. Við þurfum hinsvegar líka og ekki síður að búa þannig um málin að hér sé starfræktur heilbrigður leigumarkaður þar sem fólk þurfi ekki að punga aleigunni út hver mánaðamót til að hafa skjól yfir höfuðið. Það eru allltaf ákveðnir hópar sem koma til með að vera á leigumarkaði. Sumir gætu hugsað sér að eignast húsnæði seinna meir en kjósa að vera á leigumarkaði tímabundið vegna náms eða annarra aðstæðna sem kalla á að hægt sé að flytja með litlum fyrirvara. Öðrum gæti þótt það kostur að geta flakkað á milli hverfa og prufað að búa í mismunandi íbúðum, jafnvel í mismunandi bæjarfélögum yfir ævina eða gætu hugsað sér að flytja til útlanda seinna meir og þá þvælist fasteign bara fyrir. Þá eru það þeir sem hafa einfaldlega ekki tök á að kaupa sér fasteign og eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun, njóta ekki lánstraust eða standast ekki greiðslumat. Að lokum ber að nefna að tímarnir hafa breyst og þarfir og draumar fólks með. Mikið af fólki í dag vill heldur fjárfesta í upplifunum, safna sér allskonar reynslu í reynslubankann og ferðast frekar en að fjárfesta í steinsteypuklumpi. Fyrir mitt leyti væri ég ekki að hugleiða að kaupa fasteign nema til þess að flýja það helvíti sem þessi leigumarkaður er. Fólk þarf að eiga raunverulegt val á milli þess að vera á leigumarkaði og að kaupa sér fasteign en ekki vera þvingað í að kaupa fasteign til þess eins að flýja leigumarkaðinn. Eins og staðan er núna er hvort tveggja ómögulegt fyrir stóran hóp fólks og það þarf að laga.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun