Leigumarkaður frá helvíti Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 09:00 Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði. Af tveimur slæmum kostum virðist skárra að kaupa sér fasteign og borga af henni en að vera á leigumarkaði enda er leiga í dag yfirgengilega há hvert sem leitað er. Vissulega þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kaupa sér húsnæði og við eigum eftir fremsta megni að reyna að auðvelda það fyrir fólki. Við þurfum hinsvegar líka og ekki síður að búa þannig um málin að hér sé starfræktur heilbrigður leigumarkaður þar sem fólk þurfi ekki að punga aleigunni út hver mánaðamót til að hafa skjól yfir höfuðið. Það eru allltaf ákveðnir hópar sem koma til með að vera á leigumarkaði. Sumir gætu hugsað sér að eignast húsnæði seinna meir en kjósa að vera á leigumarkaði tímabundið vegna náms eða annarra aðstæðna sem kalla á að hægt sé að flytja með litlum fyrirvara. Öðrum gæti þótt það kostur að geta flakkað á milli hverfa og prufað að búa í mismunandi íbúðum, jafnvel í mismunandi bæjarfélögum yfir ævina eða gætu hugsað sér að flytja til útlanda seinna meir og þá þvælist fasteign bara fyrir. Þá eru það þeir sem hafa einfaldlega ekki tök á að kaupa sér fasteign og eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun, njóta ekki lánstraust eða standast ekki greiðslumat. Að lokum ber að nefna að tímarnir hafa breyst og þarfir og draumar fólks með. Mikið af fólki í dag vill heldur fjárfesta í upplifunum, safna sér allskonar reynslu í reynslubankann og ferðast frekar en að fjárfesta í steinsteypuklumpi. Fyrir mitt leyti væri ég ekki að hugleiða að kaupa fasteign nema til þess að flýja það helvíti sem þessi leigumarkaður er. Fólk þarf að eiga raunverulegt val á milli þess að vera á leigumarkaði og að kaupa sér fasteign en ekki vera þvingað í að kaupa fasteign til þess eins að flýja leigumarkaðinn. Eins og staðan er núna er hvort tveggja ómögulegt fyrir stóran hóp fólks og það þarf að laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði. Af tveimur slæmum kostum virðist skárra að kaupa sér fasteign og borga af henni en að vera á leigumarkaði enda er leiga í dag yfirgengilega há hvert sem leitað er. Vissulega þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kaupa sér húsnæði og við eigum eftir fremsta megni að reyna að auðvelda það fyrir fólki. Við þurfum hinsvegar líka og ekki síður að búa þannig um málin að hér sé starfræktur heilbrigður leigumarkaður þar sem fólk þurfi ekki að punga aleigunni út hver mánaðamót til að hafa skjól yfir höfuðið. Það eru allltaf ákveðnir hópar sem koma til með að vera á leigumarkaði. Sumir gætu hugsað sér að eignast húsnæði seinna meir en kjósa að vera á leigumarkaði tímabundið vegna náms eða annarra aðstæðna sem kalla á að hægt sé að flytja með litlum fyrirvara. Öðrum gæti þótt það kostur að geta flakkað á milli hverfa og prufað að búa í mismunandi íbúðum, jafnvel í mismunandi bæjarfélögum yfir ævina eða gætu hugsað sér að flytja til útlanda seinna meir og þá þvælist fasteign bara fyrir. Þá eru það þeir sem hafa einfaldlega ekki tök á að kaupa sér fasteign og eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun, njóta ekki lánstraust eða standast ekki greiðslumat. Að lokum ber að nefna að tímarnir hafa breyst og þarfir og draumar fólks með. Mikið af fólki í dag vill heldur fjárfesta í upplifunum, safna sér allskonar reynslu í reynslubankann og ferðast frekar en að fjárfesta í steinsteypuklumpi. Fyrir mitt leyti væri ég ekki að hugleiða að kaupa fasteign nema til þess að flýja það helvíti sem þessi leigumarkaður er. Fólk þarf að eiga raunverulegt val á milli þess að vera á leigumarkaði og að kaupa sér fasteign en ekki vera þvingað í að kaupa fasteign til þess eins að flýja leigumarkaðinn. Eins og staðan er núna er hvort tveggja ómögulegt fyrir stóran hóp fólks og það þarf að laga.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar