Leigumarkaður frá helvíti Auður Alfa Ólafsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 09:00 Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði. Af tveimur slæmum kostum virðist skárra að kaupa sér fasteign og borga af henni en að vera á leigumarkaði enda er leiga í dag yfirgengilega há hvert sem leitað er. Vissulega þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kaupa sér húsnæði og við eigum eftir fremsta megni að reyna að auðvelda það fyrir fólki. Við þurfum hinsvegar líka og ekki síður að búa þannig um málin að hér sé starfræktur heilbrigður leigumarkaður þar sem fólk þurfi ekki að punga aleigunni út hver mánaðamót til að hafa skjól yfir höfuðið. Það eru allltaf ákveðnir hópar sem koma til með að vera á leigumarkaði. Sumir gætu hugsað sér að eignast húsnæði seinna meir en kjósa að vera á leigumarkaði tímabundið vegna náms eða annarra aðstæðna sem kalla á að hægt sé að flytja með litlum fyrirvara. Öðrum gæti þótt það kostur að geta flakkað á milli hverfa og prufað að búa í mismunandi íbúðum, jafnvel í mismunandi bæjarfélögum yfir ævina eða gætu hugsað sér að flytja til útlanda seinna meir og þá þvælist fasteign bara fyrir. Þá eru það þeir sem hafa einfaldlega ekki tök á að kaupa sér fasteign og eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun, njóta ekki lánstraust eða standast ekki greiðslumat. Að lokum ber að nefna að tímarnir hafa breyst og þarfir og draumar fólks með. Mikið af fólki í dag vill heldur fjárfesta í upplifunum, safna sér allskonar reynslu í reynslubankann og ferðast frekar en að fjárfesta í steinsteypuklumpi. Fyrir mitt leyti væri ég ekki að hugleiða að kaupa fasteign nema til þess að flýja það helvíti sem þessi leigumarkaður er. Fólk þarf að eiga raunverulegt val á milli þess að vera á leigumarkaði og að kaupa sér fasteign en ekki vera þvingað í að kaupa fasteign til þess eins að flýja leigumarkaðinn. Eins og staðan er núna er hvort tveggja ómögulegt fyrir stóran hóp fólks og það þarf að laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stærsta hagsmunamál almennings í dag er að lækka þann kostnað sem fer í húsnæði í mánuði hverjum. Eins og staðan er í dag er alltof hátt hlutfall ráðstöfunartekna að fara í húsnæðiskostnað sem gerir það að verkum að lítið er eftir af tekjum margra hver mánaðamót eftir að hafa borgað af húsnæði. Af tveimur slæmum kostum virðist skárra að kaupa sér fasteign og borga af henni en að vera á leigumarkaði enda er leiga í dag yfirgengilega há hvert sem leitað er. Vissulega þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kaupa sér húsnæði og við eigum eftir fremsta megni að reyna að auðvelda það fyrir fólki. Við þurfum hinsvegar líka og ekki síður að búa þannig um málin að hér sé starfræktur heilbrigður leigumarkaður þar sem fólk þurfi ekki að punga aleigunni út hver mánaðamót til að hafa skjól yfir höfuðið. Það eru allltaf ákveðnir hópar sem koma til með að vera á leigumarkaði. Sumir gætu hugsað sér að eignast húsnæði seinna meir en kjósa að vera á leigumarkaði tímabundið vegna náms eða annarra aðstæðna sem kalla á að hægt sé að flytja með litlum fyrirvara. Öðrum gæti þótt það kostur að geta flakkað á milli hverfa og prufað að búa í mismunandi íbúðum, jafnvel í mismunandi bæjarfélögum yfir ævina eða gætu hugsað sér að flytja til útlanda seinna meir og þá þvælist fasteign bara fyrir. Þá eru það þeir sem hafa einfaldlega ekki tök á að kaupa sér fasteign og eiga erfitt með að safna sér fyrir útborgun, njóta ekki lánstraust eða standast ekki greiðslumat. Að lokum ber að nefna að tímarnir hafa breyst og þarfir og draumar fólks með. Mikið af fólki í dag vill heldur fjárfesta í upplifunum, safna sér allskonar reynslu í reynslubankann og ferðast frekar en að fjárfesta í steinsteypuklumpi. Fyrir mitt leyti væri ég ekki að hugleiða að kaupa fasteign nema til þess að flýja það helvíti sem þessi leigumarkaður er. Fólk þarf að eiga raunverulegt val á milli þess að vera á leigumarkaði og að kaupa sér fasteign en ekki vera þvingað í að kaupa fasteign til þess eins að flýja leigumarkaðinn. Eins og staðan er núna er hvort tveggja ómögulegt fyrir stóran hóp fólks og það þarf að laga.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar