Ég held með Liverpool Gunnar Ómarsson skrifar 25. ágúst 2016 13:35 Ég hef haldið með Liverpool frá því ég var fimm ára. Þegar ég byrjaði að halda með Liverpool voru leikir sýndir eftir á, í svart/hvítu sjónvarpi með Bjarna Fel. Síðan þá hefur margt breyst, bæði hjá Liverpool og eins hjá mér en alltaf held ég með mínu liði. Áhugi á pólitík og þjóðfélagsmálum hefur ekki varað jafn lengi en upp úr tvítugu kviknaði áhugi á þjóðfélaginu okkar og smátt og smátt hefur pólitísk vitund mín vaxið. Ég kaus Flokk mannsins þegar ég var átján ára og síðan þá hef ég kosið flesta af þessum helstu flokkum landsins. Þessi munur, á enska boltanum og íslenskri pólitík, er einmitt það sem mig langar að bera saman. Fyrir mér er enski boltinn áhugamál, ég held með mínu liði, spjalla um það og boltann almennt, horfi á leiki, gleymi mér og er hluti af „liðinu“. Þau ykkar sem fylgdust með „strákunum okkar“, Íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í sumar, upplifðuð eflaust stemminguna í kring um það allt. Gleði, eftirvænting, svekkelsi og eiginlega bara allur tilfinningaskalinn, já og samheldnin. Þannig líður mér með Liverpool ☺ þetta er mér hjartans mál, eins og eflaust áhugamál margra eru fyrir þeim. En þegar mótið er búið, þegar Liverpool tapar, þá keyri ég heim, knúsa konuna mína og held áfram með lífið. Því áhugamál eru jú bara til dægrarstyttingar og hafa engin bein áhrif á daglegt líf. Aftur að pólitíkinni. Ég les um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, fylgist með fréttum og spjalla við fólk um það sem er efst á baugi hverju sinni. Málin geta verið rökrædd í pottinum og fólk skiptist á skoðunum. Í seinni tíð fara þessi skoðanaskipti mikið fram á netinu og verða oft mjög hörð og jafnvel virkilega dónaleg. Á fjögurra ára fresti kýs ég flokk, vel mér stjórnmálaafl og set „x“ við einhvern bókstaf. Fer svo heim og knúsa konuna mína. En hér er allur munurinn á, því þessi athöfn hefur afgerandi áhrif á líf mitt. Þarna er ég að velja það fólk sem tekur ákvarðanir um hvernig þjóðfélagi okkar verður stýrt næstu fjögur árin. Hvað verður lagt áherslur á og hvað ekki, hvar peningarnir verða til fyrir þjóðarbúið og hvernig þeim verður varið. Auðvitað held ég bara áfram að lifa mínu lífi en pólitíkin hefur augljóslega meiri áhrif á það heldur en fótboltinn. Fyrir mér er þetta svolítið samanburður á hjartanu og heilanum, áhugamáli og alvöru lífsins. Ég held með mínu liði gegn um súrt og sætt. Leikir tapast og leikmenn gera mistök, jafnvel sjálfsmörk en ég hvet þá samt áfram og styð mitt lið. Þegar það gengur virkilega illa dofnar kannski áhuginn og ég fer að leggja meiri rækt við önnur áhugamál. Í pólitík gerir fólk líka mistök og tekur óvinsælar ákvarðanir, þannig er lífið. En ef ákveðinn stjórnmálaflokkur er ítrekað að taka ákvarðanir sem stangast á við mín gildi þá kýs ég ekki þann flokk. Ef stjórnmálamenn gera ítrekað mistök þá ber mér ekkert að „halda með“ þeim. Stjórnmál er ekki áhugamál, einhver flokkur er ekki „mitt lið“, ef flokkurinn spilar illa þá hefur það áhrif á líf mitt. Það sem meira er, alþingismenn eru mínir starfsmenn og ef þeir standa sig ekki þá ber mér trauðla skylda til að halda með þeim, ég kýs nýtt fólk í starfið.Ef starfsmaður fer gegn stefnu fyrirtækisins er honum varla stætt í starfi. Ef starfsmaður er uppvís að lygi eða þjófnaði þá er hann látinn fara.Þetta er ekki flókið. Ef stjórnmálamaðurinn er ekki að standa sig þá kýs ég nýtt fólk í starfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef haldið með Liverpool frá því ég var fimm ára. Þegar ég byrjaði að halda með Liverpool voru leikir sýndir eftir á, í svart/hvítu sjónvarpi með Bjarna Fel. Síðan þá hefur margt breyst, bæði hjá Liverpool og eins hjá mér en alltaf held ég með mínu liði. Áhugi á pólitík og þjóðfélagsmálum hefur ekki varað jafn lengi en upp úr tvítugu kviknaði áhugi á þjóðfélaginu okkar og smátt og smátt hefur pólitísk vitund mín vaxið. Ég kaus Flokk mannsins þegar ég var átján ára og síðan þá hef ég kosið flesta af þessum helstu flokkum landsins. Þessi munur, á enska boltanum og íslenskri pólitík, er einmitt það sem mig langar að bera saman. Fyrir mér er enski boltinn áhugamál, ég held með mínu liði, spjalla um það og boltann almennt, horfi á leiki, gleymi mér og er hluti af „liðinu“. Þau ykkar sem fylgdust með „strákunum okkar“, Íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í sumar, upplifðuð eflaust stemminguna í kring um það allt. Gleði, eftirvænting, svekkelsi og eiginlega bara allur tilfinningaskalinn, já og samheldnin. Þannig líður mér með Liverpool ☺ þetta er mér hjartans mál, eins og eflaust áhugamál margra eru fyrir þeim. En þegar mótið er búið, þegar Liverpool tapar, þá keyri ég heim, knúsa konuna mína og held áfram með lífið. Því áhugamál eru jú bara til dægrarstyttingar og hafa engin bein áhrif á daglegt líf. Aftur að pólitíkinni. Ég les um það sem er að gerast í þjóðfélaginu, fylgist með fréttum og spjalla við fólk um það sem er efst á baugi hverju sinni. Málin geta verið rökrædd í pottinum og fólk skiptist á skoðunum. Í seinni tíð fara þessi skoðanaskipti mikið fram á netinu og verða oft mjög hörð og jafnvel virkilega dónaleg. Á fjögurra ára fresti kýs ég flokk, vel mér stjórnmálaafl og set „x“ við einhvern bókstaf. Fer svo heim og knúsa konuna mína. En hér er allur munurinn á, því þessi athöfn hefur afgerandi áhrif á líf mitt. Þarna er ég að velja það fólk sem tekur ákvarðanir um hvernig þjóðfélagi okkar verður stýrt næstu fjögur árin. Hvað verður lagt áherslur á og hvað ekki, hvar peningarnir verða til fyrir þjóðarbúið og hvernig þeim verður varið. Auðvitað held ég bara áfram að lifa mínu lífi en pólitíkin hefur augljóslega meiri áhrif á það heldur en fótboltinn. Fyrir mér er þetta svolítið samanburður á hjartanu og heilanum, áhugamáli og alvöru lífsins. Ég held með mínu liði gegn um súrt og sætt. Leikir tapast og leikmenn gera mistök, jafnvel sjálfsmörk en ég hvet þá samt áfram og styð mitt lið. Þegar það gengur virkilega illa dofnar kannski áhuginn og ég fer að leggja meiri rækt við önnur áhugamál. Í pólitík gerir fólk líka mistök og tekur óvinsælar ákvarðanir, þannig er lífið. En ef ákveðinn stjórnmálaflokkur er ítrekað að taka ákvarðanir sem stangast á við mín gildi þá kýs ég ekki þann flokk. Ef stjórnmálamenn gera ítrekað mistök þá ber mér ekkert að „halda með“ þeim. Stjórnmál er ekki áhugamál, einhver flokkur er ekki „mitt lið“, ef flokkurinn spilar illa þá hefur það áhrif á líf mitt. Það sem meira er, alþingismenn eru mínir starfsmenn og ef þeir standa sig ekki þá ber mér trauðla skylda til að halda með þeim, ég kýs nýtt fólk í starfið.Ef starfsmaður fer gegn stefnu fyrirtækisins er honum varla stætt í starfi. Ef starfsmaður er uppvís að lygi eða þjófnaði þá er hann látinn fara.Þetta er ekki flókið. Ef stjórnmálamaðurinn er ekki að standa sig þá kýs ég nýtt fólk í starfið.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar