Geitaostur fyrir heilbrigð vistkerfi? Snorri Baldursson skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Samkvæmt fyrirsögn Fréttablaðsins 10. ágúst sl. gæti aukið frelsi til að flytja inn osta liðkað fyrir afgreiðslu nýrra búvörusamninga frá Alþingi. Um samningana ríkir engin sátt en kapp er lagt á að ljúka setningu nauðsynlegra laga svo þeir geti tekið gildi.Enn ofbeit Margir hafa gagnrýnt búvörusamningana undanfarið á efnahagslegum forsendum sem von er. Færri hafa haldið til haga þeirri staðreynd að sá hluti þeirra sem fjallar um starfsskilyrði sauðfjárræktar festir í sessi algerlega ósjálfbæra landnýtingu á þeim svæðum landsins þar sem afréttir eru verst farnir. Þessi svæði eru einkum á gosbeltinu á Mið-Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Þar er gróðurhulan aðeins brot af því sem hún gæti verið miðað við ríkjandi loftslagsskilyrði, víða langt innan við 10%. Þar eru vistkerfi landsins í raun hrunin vegna langvarandi ofbeitar, vissulega samfara ýmissi óáran í gegn um tíðina. Því er oft viðbrugðið að ofbeit á Íslandi heyri sögunni til vegna hlýnunar loftslags og fækkunar sauðfjár í landinu. Rétt er að sauðfé er færra nú en þegar algerum toppi var náð á 8. og 9. áratug síðustu aldar en fjöldi þess er þó svipaður og var lengstum á síðustu öld. Það er líka rétt að hlýnun loftslags hefur leitt til aukinnar sprettu og útbreiðslu gróðurs á landinu. Aftur á móti er alrangt að ofbeit sé liðin tíð. Öll beit á landi með verulega rofna gróðurhulu er ofbeit í þeim skilningi að hún viðheldur óásættanlegu ástandi eða, í besta falli, hægir á framvindu gróðurs – sauðfé sækir í nýgræðing eins og allir vita. Þar að auki hafa fræðimenn á borð við dr. Ólaf Arnalds bent á að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi vegna svokallaðra gripagreiðslna og að sauðfé muni fjölga verði hann samþykktur óbreyttur. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins 11. ágúst sl. kemur fram að vægi gripagreiðslna sé jafnvel aukið í þeim breytingartillögum sem liggja fyrir Alþingi!Laga þarf sauðfjárrækt að landkostum Í þeim sveitum þar sem ástand afrétta er verst er víða mjög gott atvinnuástand og sauðfjárbúskapur orðinn aukabúgrein. Ríkisstyrkjum til ósjálfbærrar sauðfjárræktar í þeim tilvikum verður að linna. Nú er tækifæri til að stokka kerfið upp, fækka sauðfé um þann fjórðung kjötframleiðslunnar sem niðurgreiddur er til útflutnings, friða verst förnu afréttina á gosbeltinu og beina styrkjum í greininni til svæða þar sem ástand afrétta er gott, einkum á vestan- og austanverðu landinu. Sjálfsagt er að hafa góðan aðdraganda að þessum breytingum og styðja við þá bændur sem þurfa að skera niður eða a.m.k. hætta upprekstri sauðfjár. Í febrúar sl. sendu Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands frá sér ályktun varðandi þessi grundvallaratriði – að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi (sjá hér). Ágætu alþingismenn, gleymið ekki náttúruverndarþættinum í þeim viðræðum sem fram undan eru varðandi búvörusamningana. Látið ekki gróður landsins líða fyrir innfluttan geitaost þótt góður sé.http://landvernd.is/Sidur/Aherslur-um-natturuvernd-komi-i-buvorusamningaÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fyrirsögn Fréttablaðsins 10. ágúst sl. gæti aukið frelsi til að flytja inn osta liðkað fyrir afgreiðslu nýrra búvörusamninga frá Alþingi. Um samningana ríkir engin sátt en kapp er lagt á að ljúka setningu nauðsynlegra laga svo þeir geti tekið gildi.Enn ofbeit Margir hafa gagnrýnt búvörusamningana undanfarið á efnahagslegum forsendum sem von er. Færri hafa haldið til haga þeirri staðreynd að sá hluti þeirra sem fjallar um starfsskilyrði sauðfjárræktar festir í sessi algerlega ósjálfbæra landnýtingu á þeim svæðum landsins þar sem afréttir eru verst farnir. Þessi svæði eru einkum á gosbeltinu á Mið-Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Þar er gróðurhulan aðeins brot af því sem hún gæti verið miðað við ríkjandi loftslagsskilyrði, víða langt innan við 10%. Þar eru vistkerfi landsins í raun hrunin vegna langvarandi ofbeitar, vissulega samfara ýmissi óáran í gegn um tíðina. Því er oft viðbrugðið að ofbeit á Íslandi heyri sögunni til vegna hlýnunar loftslags og fækkunar sauðfjár í landinu. Rétt er að sauðfé er færra nú en þegar algerum toppi var náð á 8. og 9. áratug síðustu aldar en fjöldi þess er þó svipaður og var lengstum á síðustu öld. Það er líka rétt að hlýnun loftslags hefur leitt til aukinnar sprettu og útbreiðslu gróðurs á landinu. Aftur á móti er alrangt að ofbeit sé liðin tíð. Öll beit á landi með verulega rofna gróðurhulu er ofbeit í þeim skilningi að hún viðheldur óásættanlegu ástandi eða, í besta falli, hægir á framvindu gróðurs – sauðfé sækir í nýgræðing eins og allir vita. Þar að auki hafa fræðimenn á borð við dr. Ólaf Arnalds bent á að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi vegna svokallaðra gripagreiðslna og að sauðfé muni fjölga verði hann samþykktur óbreyttur. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins 11. ágúst sl. kemur fram að vægi gripagreiðslna sé jafnvel aukið í þeim breytingartillögum sem liggja fyrir Alþingi!Laga þarf sauðfjárrækt að landkostum Í þeim sveitum þar sem ástand afrétta er verst er víða mjög gott atvinnuástand og sauðfjárbúskapur orðinn aukabúgrein. Ríkisstyrkjum til ósjálfbærrar sauðfjárræktar í þeim tilvikum verður að linna. Nú er tækifæri til að stokka kerfið upp, fækka sauðfé um þann fjórðung kjötframleiðslunnar sem niðurgreiddur er til útflutnings, friða verst förnu afréttina á gosbeltinu og beina styrkjum í greininni til svæða þar sem ástand afrétta er gott, einkum á vestan- og austanverðu landinu. Sjálfsagt er að hafa góðan aðdraganda að þessum breytingum og styðja við þá bændur sem þurfa að skera niður eða a.m.k. hætta upprekstri sauðfjár. Í febrúar sl. sendu Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógræktarfélag Íslands frá sér ályktun varðandi þessi grundvallaratriði – að ríkisstuðningur við bændur í nýjum búvörusamningum verði skilyrtur við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og að komið verði í veg fyrir beit á örfoka landi (sjá hér). Ágætu alþingismenn, gleymið ekki náttúruverndarþættinum í þeim viðræðum sem fram undan eru varðandi búvörusamningana. Látið ekki gróður landsins líða fyrir innfluttan geitaost þótt góður sé.http://landvernd.is/Sidur/Aherslur-um-natturuvernd-komi-i-buvorusamningaÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar