Skoðun

Lordinn lýgur!

Andrés Pétursson skrifar

Það er mjög eðilegt að skiptar skoðanir séu á því hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Það er líka eðlilegt að hreinskilin umræða fari fram um hvers konar samningur sé í boði ákveði Íslendingar að ganga til viðræðna við sambandið. Það er hins vegar ekki eðlilegt að erlendir aðilar fái að vaða hér upp í fjölmiðlum gagnrýnislaust og farið með staðlausa stafi um hvers konar samningur sé í boði.

Skoðun

Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar

Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Ég var algjörlega miður mín að heyra frásagnir mæðranna Ingibjargar og Jóhönnu í vikunni þar sem þær lýstu vægast sagt ömurlegum raunveruleika. Þær eiga það sameiginlegt að eiga fárveik börn sem fá ekki viðeigandi þjónustu. Það er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við.

Skoðun

Í örugga höfn!

Örlygur Hnefill Örlygsson og Bergur Elías Ágústsson skrifa

Eldsnemma á sólríkum morgni leggur skip að höfn á Húsavík. Þetta er ekki risaskip. Þetta skip er passlegt fyrir lítinn bæ eins og okkar. Um borð er 250 farþegar sem taka daginn snemma. Það er margt að sjá og skoða. Einhver rölta í Hvalasafnið, önnur í verslunina Ísfell.

Skoðun

Vara­sjóður eða hefð­bundið styrkjakerfi?

Birgitta Ragnarsdóttir skrifar

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum.

Skoðun

Geð­heilsa á tímum ó­vissu og á­skorana

María Heimisdóttir skrifar

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn hefur verið haldinn árlega í meira en þrjá áratugi með það að markmiði að minna okkur á að það er engin heilsa án geðheilsu. Rétt eins og líkamlega heilsu þá þurfum við að rækta, styrkja og efla geðheilsu okkar ásamt því að tryggja að heilbrigðiskerfið sé í stakk búið að grípa okkur þegar hún bíður hnekki.

Skoðun

Kópavogsmódelið

Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar

Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara.

Skoðun

Sterkari saman – geð­heilsa er mann­réttindi allra

Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir og Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifa

Til hamingju með alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem er 10. október ár hvert. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn minnir okkur á að heilsa snýst ekki aðeins um líkamlega heilsu, heldur líka geðheilsu.

Skoðun

Ís­land þarf engan sérdíl

Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Daniel Hannan var gestur Morgunblaðsins nú í vikunni. Hannan er okkur, sem fylgst höfum með Evrópumálum undanfarna þrjá áratugi, vel kunnur enda hefur hann meira og minna verið á góðum launum við að tala niður Evrópusambandið allan þann tíma.

Skoðun

Er edrúlífið æðis­legt?

Jakob Smári Magnússon skrifar

Svar mitt við þessari spurningu gæti verið: Ekkert endilega. Það þarf að minnsta kosti ekki að vera það. Ég meina, er lífið yfir höfuð æðislegt?

Skoðun

Rúm­fata­lagerinn, ekki fyrir alla!

Ragnar Gunnarsson skrifar

Ég er ásamt fjölskyldu minni búinn að þurfa að standa í því síðustu dægrin,af illri nauðsyn, að endurnýja svo til allt á heimilinu. Hvort sem litið er til sturtu eða eldhúsinnréttingu. Það hefur verið þannig í gegnum þetta ferli að ég hef rekið mig á allskonar hindranir.

Skoðun

Að gera ráð fyrir frelsi

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð.

Skoðun

Að þekkja sín tak­mörk

Heiðar Guðjónsson skrifar

Í síðustu viku var haldið upp á 10 ára afmæli samninga íslenska ríkisins við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna. Það var þörf upprifjun enda gjörbreyttist staða Íslands til hins betra eftir það.

Skoðun

Gervi­greind og dóm­greind

Henry Alexander Henrysson skrifar

Það er mögulega að bera í bakkafullan lækinn að birta enn eina greinina hérna á Vísi um gervigreind. Mér finnst ég þó knúinn til að skrifa nokkur orð eftir að ég var viðmælandi í þætti af Silfrinu á RÚV fyrir nokkru síðan.

Skoðun

Fjár­festing í réttindum barna bætir fjár­hag sveitar­fé­laga

Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar

Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna.

Skoðun

Á að tak­marka samfélagsmiðlanotkun barna?

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Ég var að skrolla í símanum um daginn og rakst þar á myndband. Umhyggjusamur faðir var mættur í dyragætt sonar síns sem var að fara að sofa. Hann býður góða nótt og segir: „Elskan mín, mundu svo að í horninu er kassi með klámfengnu efni sem gæti haft töluverð áhrif á þig - ég treysti þér til að kíkja ekki í hann.“

Skoðun

Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu?

Elliði Vignisson skrifar

Þegar ég vaknaði í gær las ég frétt um að það væri kominn friður á milli Hamas og Ísrael. Það gerðist daginn eftir að Magga Stína kom á staðinn. Stuttu seinna las ég frétt um að stýrivextir yrðu óbreyttir í hæstu hæðum. 

Skoðun

Hvað er í gangi?

Jón Pétur Zimsen skrifar

Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra.

Skoðun

Lausnir í leik­skóla­málum

Kristín Thoroddsen skrifar

Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði.

Skoðun

Hjálpum fólki að eignast börn

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir.

Skoðun

Ráð­gátan um RÚV

Helgi Brynjarsson skrifar

Lengi hefur verið deilt um veru Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, en á sínum tíma var settur á fót sérstakur starfshópur sem skilað niðurstöðu sinni vorið 2024 þar sem kom meðal annars fram að alvarleg staða væri uppi á fjölmiðlamarkaði og að fyrirferð RÚV á auglýsinga- og samkeppnismarkaði væri óásættanleg. Lagði starfshópurinn til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði. Þrátt fyrir þessa afgerandi niðurstöðu starfshópsins hefur enn ekkert gerst í þeim efnum.

Skoðun

Hvetjandi refsing Reykja­víkur­borgar

Halla Gunnarsdóttir skrifar

Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu.

Skoðun

Flækjustig í skjóli ein­földunar

Kolbrún Georgsdóttir skrifar

Stjórnvöld hafa kynnt áform um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og flytja verkefni þeirra til Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar. Í kynningu er því haldið fram að með þessu sé verið að fækka stofnunum úr ellefu í tvær. Þessi framsetning er í besta falli villandi.

Skoðun

Lýst eftir af­stöðu Við­reisnar til ríkis­styrkja

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Í vikunni tók fjármála- og efnahagsráðherra þátt í sérstakri umræðu á Alþingi um ríkisframlög til stjórnmálaflokka að minni beiðni. Þar óskaði ég eftir afstöðu ráðherrans til þróunar framlaganna, sem eru nú helsta tekjulind stjórnmálaflokka.

Skoðun

Veg­ferð menntunar

Bryngeir Valdimarsson skrifar

Menntun er ferðalag, vegferð sem endurspeglar það samfélag sem við viljum byggja. Hvert skref sem við stígum í átt að betra skólastarfi segir okkur í raun hver við viljum vera sem þjóð. Það sem gerist innan skólanna er ekki aðeins spegill samfélagsins, heldur mótar það líka framtíð þess.

Skoðun

Al­mennings­sam­göngur fyrir út­valda: Á­skorun til stjórnar Strætó bs. og Reykja­víkur­borgar

Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar

Helsta slagorð Strætó bs., sem prentað er stórum stöfum á vagna fyrirtækisins, er BESTA LEIÐIN. Eftir að hafa notað strætó markvisst í tuttugu ár get ég að mestu tekið undir þá staðhæfingu enda er einfalt og gott að fara um öngþveiti umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með tónlist í eyrum eða bók í hönd – og að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að finna eða borga fyrir bílastæði.

Skoðun