Lífið

Kann betur við Cannes í Co­vid

Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni.

Bíó og sjónvarp

Tiger King þættir Amazon hættir í fram­leiðslu?

Svo virðist vera sem ekkert verði úr þáttum í framleiðslu Amazon um dýrahirðinn og dæmda glæpamanninn Joe Exotic, sem vakti mikla athygli í Netflix-heimildaþáttunum Tiger King. Leikarinn Nicolas Cage hafði tekið að sér aðalhlutverkið, sem Joe Exotic, en hann hefur ýjað að því að hann muni ekki fara með hlutverkið.

Bíó og sjónvarp

Grúsk gefur frá sér nýtt lag

Hljómsveitin Grúsk hefur gefið frá sér nýtt lag en það er þriðja lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem gefin verður út í haust. Tíu ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út en Grúsk var endurvakin á þessu ári.

Tónlist

Kyn­líf­stækja­verslun skot­spónn Insta­gram­hakkarans

Ekkert lát er á tölvuárásum hakkara sem kallar sig kingsanchezx á Instagram. Kynlífstækjaverslunin Lovísa er nýjasti skotspónn hakkarans sem hefur þegar lokað aðgöngum ýmissa íslenskra áhrifavalda, þar á meðal Sunnevu Einarsdóttur, Ástrósar Trausta og Dóru Júlíu auk strákanna í Æði.

Lífið

Á­kvað á innan við klukku­tíma að taka Brekku­sönginn

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun fara með umsjón Brekkusöngsins á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun en að sögn Harðar Orra Grettissonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar, var Magnús fyrsti kostur eftir að tilkynnt var að Ingólfur Þórarinsson myndi ekki sjá um að halda uppi stuði í Herjólfsdal þann 1. ágúst næstkomandi.

Tónlist

Magnús Kjartan Eyjólfs­son stýrir Brekku­söngnum

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, mun stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Brekkusöngurinn fer fram árlega á sunnudagskvöldi Þjóðhátíðar á stóra sviðinu í Herjólfsdal, sem verður þann 1. ágúst næstkomandi.

Lífið

Klassíkin: Star Wars - Knights of the Old Republic

Þeir eru fáir Star Wars leikirnir, sem hafa notið jafn mikilla vinsælda og Star Wars: Knights of the Old Republic (KotOR) og það er ekki að ástæðulausu. Ég er persónulega ekki frá því að KotOR sé besti Star Wars leikurinn og inniheldur eitt besta tölvuleikjatvist sögunnar.

Leikjavísir

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Lífið