Albumm

Heljarinnar tónleikar – kraftur kvenna í fyrirrúmi

Ritstjórn Albúmm.is skrifar
110151864_3086730718083421_8908369025658268707_n

Sennheiser og Iceland Sync kynna tónleika með okkar skærustu tónlistarkonum þar sem skapandi kraftur kvenna verður í fyrirrúmi. 

Bríet, Cell7, Klara Elias, Ragga Gröndal, Siggy og Suncity eru allt í senn, margverðlaunaðar söngkonur, rapparar og lagahöfundar sem og nýjar vonarstjörnur í íslensku tónlistarlífi. Þær koma allar saman miðvikudaginn 14. júlí í Gamla Bíó og flytja nokkur lög hver. Þar styðja þær sem eru lengra komnar, við þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum. 

Þessar mögnuðu tónlistarkonur eiga það sameiginlegt að vilja vekja athygli á hæfileikum og vinnusemi kvenna og minnihlutahópa í karllægum tónlistariðnaði. Þær nálgast tónlistina allar á ólíkan máta en hafa það að leiðarljósi að fara sínar eigin leiðir. Þessi viðburður er gerður í samstarfi við Sennheiser, en þeir hafa á undanförnum misserum verið að efla og styðja við upprennandi tónlistarfólk víða um heim. 

Önnur fyrirtæki sem koma að viðburðinum eru Red Bull, Wind, Ölgerðin og TIX.is Gamla bíó, 14. júlí, hús opnar 19:00 – tónleikar hefjast 19:30. Hægt er að nálgast miða HÉR.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.