Lífið

Mættu of snemma á Bond og byrjuðu á endanum

Gestir á sexsýningu á James Bond myndinni No Time to Die í Háskólabíó í gær urðu þess varir þegar par á miðjum aldri gekk inn í salinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af myndinni og spennan að ná hámarki. Fljótlega kom í ljós að parið var á réttum stað en á röngum tíma.

Lífið

Ný tækni fyrir þunnt hár og skalla

Hárgreiðslukonan Sigríður Margrét Einarsdóttir fékk krabbamein fyrir nokkrum árum og eftir að hafa við það misst allt hárið hefur hún ekki fengið aftur sitt þykka og fallega hár. Hún fór því að finna lausnir fyrir þá sem verða fyrir hármissi.

Lífið

IKEA-geitin komin á sinn stað

IKEA-geitin er komin á sinn stað í Kauptúninu og ljós hafa verið tendruð. Geitin hefur fengið að standa óáreitt síðustu ár en nokkrum sinnum hefur verið kveikt í geitinni. Síðast var það gert árið 2016.

Lífið

Smutty Smiff fær sögu­frægan bassa í hendur eftir 40 ár

„Þetta er alveg klikkað!“ Þannig eru fyrstu viðbrögð rokkabíllímeistarans og útvarpsmannsins Smutty Smiff þegar hann kemst að því að hann er að fara að fá í hendurnar forláta kontrabassa sem stolið var af honum árið 1982, ásamt öðrum búnaði frá félögum hans í sveitinni Rockats.

Lífið

EA Sports íhuga að slíta sambandinu við FIFA

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins EA Sports eru sagðir íhuga að slíta sambandi þeirra við FIFA-fótboltasambandið. Það fæli í sér að breyta nafni fótboltaleikjanna vinsælu. Meðal annars er það vegna þess að leiðtogar FIFA vilja meira ein milljarð dala á fjögurra ára fresti.

Leikjavísir

Féll fyrir æsku­ástinni á fermingar­myndinni

Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn.

Lífið

Við elskum OASIS!

Við elskum Oasis og vegna fjölda áskoranna þá býður Bíó Paradís upp á aukasýningar á heimildarmyndinni Oasis Knewborth 1996, Fyrstur kemur, fyrstur fær! 

Albumm

Drottningin lokaði vel heppnaðri hátíð

RIFF kvikmyndahátíðinni er lokið og var endað á sérstakri heiðurssýningu á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins. Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni og var hún viðstödd.

Lífið