Lífið

Mynda­veisla frá Hlust­enda­verð­laununum

Það var mikið um dýrðir þegar Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í gærkvöldi. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna steig á stokk, en viðburðuinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.

Lífið

Fjögur algeng förðunarmistök

Ingunn Sig og Heiður Ósk í HI Beuty tóku saman fjögur algeng förðunarmistök sem þær sjá reglulega. Þær hafa báðar unnið í mörg ár í förðunarbransanum hér á landi og eru einnig eigendur Reykjavík Makeup School. Þættirnir þeirra Snyrtiborðið, eru sýndir á Vísi alla miðvikudaga.

Tíska og hönnun

Stökkið: „Ég gæti aldrei flutt aftur til Íslands“

Al­ex­andra Björg­vins­dótt­ir er búsett í Zürich í Sviss þar sem hún hefur verið í tæp tvö ár og segir þau bestu tvö ár lífs síns. Í dag rekur hún fyrirtækið Travel By ABB þar sem hún hjálpar öðrum að skoða heiminn og uppgötva nýja staði.

Lífið

Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir

„Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737.

Lífið

Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims

Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar.

Menning

Myndir: Sýnileikadagur FKA

Sýnileikadagur FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, fór fram í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni síðastliðinn fimmtudag. Gjaldkeri félagsins segir daginn hafa verið vel heppnaðan.

Lífið

Íslenski listinn: Ava Max og Tiesto krafsa í toppinn

Tónlistarfólkið Ava Max og Tiesto sameina krafta sína í laginu The Motto sem kom út í nóvember mánuði 2021. Lagið er komið með tæplega 200 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og situr í öðru sæti íslenska listans á FM957 eftir að hafa hægt og rólega hækkað sig upp listann á síðustu vikum.

Tónlist

„Ef ég er í kvíðakasti þarf ég að þrífa allt heima“

Patrekur Jaime Plaza skaust upp á íslenska stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum síðan sem raunveruleikastjarna í þáttunum Æði. Það er nóg að gera hjá Patreki þessa dagana þar sem hann er í óða önn við að taka upp fjórðu seríu af Æði ásamt því að njóta þess að vera til. Patrekur Jaime er er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa

Meðferðir Even Labs bættu lífsgæðin

Even Labs í Faxafeni 14. býður upp á fjölbreyttar meðferðir sem bæta lífsgæði og líðan. Rauðljósameðferð, Sweat Spa, kuldameðferð, hljóðbylgjunudd og þrýstinudd. Meðferðirnar vinna á bólgum og verkjum og hafa meðal annars gagnast þeim sem glíma við gigt.

Lífið samstarf

„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“

Svavar Pét­ur Ey­steins­son, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 

Lífið

Þúsundir skráðu sig í Leitina að stjörnunni

Yfir þrjú þúsund manns hafa skráð sig í „Leitina að stjörnunni“. Talsverð leynd hefur hvílt yfir verkefninu en skráningarfrestur rann út á miðnætti. Þeir Valþór Örn Sverrisson og Alexander Aron Valtýsson eru mennirnir á bak við leitina og segja að undirtektirnar hafa farið fram úr björtustu vonum, áhuginn sé greinilega mikill á að tefla fram stjörnum á öllum aldri og fyrirspurnum hafi rignt inn á netfang leitarinnar. Þeir hafa hins vegar ekkert gefið upp um verkefnið en svipta nú hulunni af því hvað Leitin að stjörnunni snýst raunverulega um.

Lífið samstarf