Lífið

Tólf ára Íslendingur sló í gegn í þýska Voice

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sólveig Birta Hannesdóttir fagnar þrettán ára afmæli sínu þann 24. mars.
Sólveig Birta Hannesdóttir fagnar þrettán ára afmæli sínu þann 24. mars. vísir

Tólf ára Íslendingur sló í gegn í þýska Voice og kepptust dómarar þáttarins við að fá Íslendinginn í sitt lið.

Hin tólf ára Sólveig Birta Hannesdóttir tók þátt í áheyrnarprufum í þáttunum The Voice Kids á föstudaginn. Hún tók lagið California Dreamin' sem hljómsveitin The mamas & The Papas gerðu frægt á sínum tíma.

Óhætt er að segja að flutningur Sólveigar hafi slegið í gegn en allir dómarar þáttanna snéru sér við sem þýðir að þeir vilji allir vinna með Íslendingnum. Í lok flutningsins stóðu dómararnir og salurinn upp og við tók þétt lófaklapp.

Sólveig Birta er dóttir Hörpu Jóhannsdóttur og Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í handbolta. Þau búa í borginni Hard í Austurríki.

Hér að neðan má hlusta á flutning Sólveigar Birtu sem verður þrettán ára á fimmtudaginn.


Tengdar fréttir

Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021

Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×