Lífið

„Mér leið eins og hann væri búinn að gefast upp“

Svavar Pét­ur Ey­steins­son, einnig þekktur sem Prins Póló greindist með krabbamein á fjórða stigi í lok ársins 2018 og hefur hann ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler verið að þreifa sig í gegnum það stóra verkefni. Það er á markmiðalistanum að vera á lífi og hjónin taka einn dag í einu. 

Lífið

Þúsundir skráðu sig í Leitina að stjörnunni

Yfir þrjú þúsund manns hafa skráð sig í „Leitina að stjörnunni“. Talsverð leynd hefur hvílt yfir verkefninu en skráningarfrestur rann út á miðnætti. Þeir Valþór Örn Sverrisson og Alexander Aron Valtýsson eru mennirnir á bak við leitina og segja að undirtektirnar hafa farið fram úr björtustu vonum, áhuginn sé greinilega mikill á að tefla fram stjörnum á öllum aldri og fyrirspurnum hafi rignt inn á netfang leitarinnar. Þeir hafa hins vegar ekkert gefið upp um verkefnið en svipta nú hulunni af því hvað Leitin að stjörnunni snýst raunverulega um.

Lífið samstarf

Katy Perry kemur til Ís­lands í sumar

Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi.

Lífið

„Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“

Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. 

Lífið

Vilja trenda sjálfsvinnu og hugleiðslu

Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir hafa verið áberandi innan vellíðunargeirans en þær hafa hannað netnámskeið fyrir konur og karla á öllum aldri sem veitir fólki innblástur til þess að setja sig í fyrsta sæti og huga að andlegri og líkamlegri vellíðan. Hugmynd þeirra er að gera sjálfsvinnu að sjálfsögðum hluta af lífinu.

Lífið

Pallborðið: Dramatíkin í Söngva­keppninni

Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 

Lífið

Instagram bannar Kanye

Meta hefur tekið þá ákvörðun að banna Kanye West af Instagram í sólarhring vegna áreitis á miðlinum. Rapparinn hefur verið að áreita Pete Davidson sem er kærasti fyrrverandi eiginkonu hans Kim og einnig þáttastjórnandann Trevor Noah.

Lífið

Karolina Biewleska valin Miss World 2022

Ungfrú Pólland, Karolina Biewleska, var krýnd Miss World 2022 í gær. Keppnin fór fram í Púertó Ríkó. Áður hafði þurft að fresta keppninni vegna Covid-19 útbreiðslu á meðal keppenda en efstu 40 sneru aftur til Puerto Rico fyrir lokakvöld keppninnar. 

Lífið

Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli

Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. 

Tónlist

„Allir þurfa á smá ást að halda núna“

„Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. 

Lífið

Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022

Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi.

Tónlist

Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi

Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette.

Lífið

Fermingargjöfin sem veitir yl og hlýju

„Góð dúnsæng og koddi eru falleg fermingargjöf sem lifir áfram með fermingarbarninu. Þegar barnið leggst á koddann vekur það hlýjar minningar um þann sem gaf gjöfina. Mjög oft eru það amma og afi sem gefa dúnsæng og kodda í fermingargjöf. Sængurnar okkar eru allar vistvænar og RDS vottaðar andanússængur,“ segir Ágústa Gísladóttir, eigandi Lín Design en undirbúningur fermingartímabilsins er hafinn í versluninni.

Lífið samstarf

Hefur öðlast styrk, skilning og getu til þess að mæta tilfinningunum

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar sýninguna „Feelings served; table for one“ í dag klukkan 17:00. Sýningin er haldin í Núllinu, listagalleríi neðanjarðar á Bankastræti 0. Undanfarna daga hefur Júlíanna verið í óða önn við að breyta hráu rýminu í undraheim en blaðamaður heyrði í henni hljóðið.

Menning

Indí smellur um ástina og óttann

Tónlistarmaðurinn Elvar gaf í dag út lagið Heartbeat Away From Heartbreak. Lagið er kraftmikið indí popplag en textinn fjallar um óttann við að missa ástina og hamingjuna.

Albumm

Nökkvi Fjalar og Embla Wigum í paraferð í París

Parið Nökkvi Fjalar og Embla Wigum skelltu sér í paraferð til Parísar þar sem þau eru stödd þessa dagana að njóta borg ástarinnar. Parið byrjaði nýlega saman eftir að hafa upphaflega flutt til London sem vinir og viðskiptafélagar. 

Lífið

Taktu þátt í fermingarleik Vísis

Við ætlum að gleðja fermingarbörn á þessum stóru tímamótum í lífi þeirra með skemmtilegum gjafaleik. Hægt er að skrá fermingarbörn til leiks hér fyrir neðan. Þann 23. mars verður dregið úr pottinum og tvö ljónheppin fermingarbörn hljóta glæsilegar gjafir frá samstarfsaðilum okkar.

Lífið samstarf