Lífið

Abba SingStar væntanlegur

„Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri Sing­Star-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen.

Leikjavísir

Andrea Róberts orðin mamma

Sjónvarpskonan og háskólaneminn Andrea Róbertsdóttir og kærasti hennar, Jón Þór Eyþórsson, verkefnastjóri hjá Senu og útgáfustjóri Cod Music, eignuðust sveinbarn. Þetta er fyrsta barn parsins.

Lífið

Aðdáandi Oasis slasaði Noel á tónleikum

Breska hljómsveitin Oasis frá Manchester hefur neyðst til að gera breytingar á tónleikaferð sinni og færa til tónleika á næstunni vegna meiðsla Noels Gallagher aðalgítarleikarara sveitarinnar.

Lífið

Popparar moka upp laxinum

„Það hefur verið óvenju gjöfult í laxveiðinni í ár,“ segir Óttar Felix Hauksson. Hann og Birgir Hrafnsson félagi hans í Pops hafa hreinlega verið að moka laxinum upp í sumar. „Við áttum besta holl sumarsins í Grímsá í Borgarfirði. Fengum 188 laxa í þriggja daga holli. Í gær og á mánudaginn vorum við í Eystri-Rangá og fengum yfir hundrað,“ segir Óttar.

Lífið

Gústi á Hrauninu: Betri en Bubbi Morthens

Kristmundur Þ. Gíslason, fangi á Litla Hrauni, opnar málverkasýningu á Litla-Hrauni í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka næsta laugardag klukkan þrjú. Þá mun Gústi Hraundal samfangi hans flytja eigin tónlist við opnun sýningarinnar.

Lífið

Ásdís Rán blekkir búlgarska blaðamenn

Senn styttist í að fyrirsætan Ásdís Rán flytji búferlum til Búlgaríu. Eins Vísir hefur greint frá bíða búlgarar spenntir eftir Ásdísi. Slúðurblöðin hafa verið undirlögð af fréttum af henni og Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar sem er þegar kominn út þar sem hann mun spila með CSKA Sofia.

Lífið

Sjónvarpsstjarna fellur fyrir íslenskri hönnun

„Það var óvænt og skemmtilegt að hún skyldi sýna þessu áhuga" segir Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir hönnuður og eigandi Hárhönnunar. Dansstjarnan Sabra Johnson kolféll fyrir fatnaði Þórhildar í heimsókn sinni til Íslands á dögunum, keypti nokkrar flíkur og hefur pantað fleiri.

Lífið

Johnny Depp leikur skúrk í næstu Batman mynd

Leikarinn Johnny Depp mun leika Gátusmiðinn, annan skúrkanna í næstu Batman mynd. Sir Michael Caine, sem leikur brytann Alfred Pennyworth í myndunum, staðfesti þetta í viðtali við MTV á dögunum. Illmenni myndarinnar eru tvö, og fer Phillip Seymour Hoffman með hlutverk hins, Mörgæsarinnar. Christian Bale tekur aftur að sér hlutverk Batmans, og er áætlað að hefja tökur á myndinni á næsta ári.

Lífið

Skítt með kerfið...eða hvað?

Pönkurum vegnar betur í lífinu en öðrum þjóðfélagshópum. Þetta hafa þeir Per Dannefjord og Magnus Eriksson við Växjö-háskólann í Svíþjóð nú sýnt fram á með ítarlegri rannsókn á högum mismunandi þjóðfélagshópa og menningarkima.

Lífið

Rokkabillybandið 20 ára

20 ára afmæli Rokkabillybandsins er fagnað með langþráðri plötu. „Það var alltaf pæling að gefa út plötu og við ákváðum loksins að kýla á það,“ segir Tómas Tómasson, söng- og gítarleikari Rokkabillybands Reykjavíkur, um nýútkomna plötu sveitarinnar, Reykjavík, en sveitin fagnar jafnframt tuttugu ára starfsafmæli sínu um þessar mundir.

Tónlist

Vísisfréttir á Facebook

Íslendingum fjölgar stöðugt sem nota eigin Facebook-síðu. Notendum Visis.is gefst nú tækifæri á að senda fréttir áfram til félaga á vinatengslavefnum Facebook. Fyrir neðan hverja frétt sem birtist á Visir.is er linkur sem á stendur Facebook sem notendur einfaldlega smella á þegar þeir kjósa að senda viðkomandi frétt áfram.

Lífið

Skímó í Reykjavík eftir tveggja ára hlé

Stuðsveitin Skítamórall leikur á Nasa á laugardag, og er þetta í fyrsta skipti í tvö ár sem sveitin spilar í Reykjavík. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu, því Veðurguðinn Ingó og X-Faktor stjarnan Jógvan slást í hópinn.

Lífið

Angelina með fæðingarþunglyndi

Brad Pitt þeytist nú milli kvikmyndahátíða til að kynna nýjustu mynd sína, Burn After Reading. Líf Angelinu Jolie spúsu hans á meðan ku ekki vera alveg jafn huggulegt.

Lífið

Anita Briem komin til Íslands

Leikkonan Anita Briem hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Journey to the Center of the Earth 3D, þar sem hún leikur íslenskan leiðsögumann sem flækist með í ferð inn í iður jarðar.

Lífið

Indí-fólk hefur lítið sjálfsálit

Aðdáendur indí-tónlistar hafa lítið sjálfsálit og eru stefnulausir í lífinu en líta samt á sjálfa sig sem skapandi einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af Heriott Watt-háskólanum í Edinborg og tónlistarsíðunni Peopleintomusic.com.

Tónlist

Troðið á Mammút í Iðnó

Hljómsveitin Mammút fagnaði útgáfu nýrrar plötu, Karkara, á föstudagskvöldið með tónleikum í Iðnó. Eins og sjá má á þessum myndum var sveitinni vel tekið, mikið af fólki var í húsinu og eru gagnrýnendur, hvað þá áhorfendur, sammála um að nýjasta afsprengi sveitarinnar sé með endemum gott.

Tónlist

Gylfi semur um Breiðavík

Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir.

Menning

Heimstónlistin ómar

Hljómsveitin Bardukha kemur fram á tónleikum á Café Rósenberg við Klapparstíg kl. 21 á fimmtudagskvöld. Bardukha leikur margvíslega heimstónlist, en sú tónlistarstefna er sífellt að sækja í sig veðrið hér á landi.

Tónlist

50 Cent fær að hitta son sinn

Rapparinn síkáti, 50 Cent, fær að hitta ellefu ára gamlan son sinn aðra hvora helgi, samkvæmt niðurstöðu sem fjölskyldudómur í Suffolk sýslu í Bandaríkjunum komst að í dag.

Lífið

Heather Mills er lygari og tík, segir upplýsingafulltrúi

Fyrrum upplýsingafulltrúi Heather Mills, Elyzabeth, sakar hana um að hafa farið fram á að hún myndi skrökva upp á fyrrum eiginmann hennar Paul McCartney. „Þessi norn plataði mig til að segja ósanna hluti um Paul. Heather er lygari og tík," segir Elyzabeth.

Lífið