Lífið

Múlinn í kvöld á Rósenberg

Í kvöld koma Sextett Hauks Gröndal og Jónsson & More-tríóið fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans. Múlinn hefur flutt sig um set og fara tónleikarnir nú fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast þeir kl. 21.

Tónlist

Spock í erlendri hryllingsmynd

„Þegar gengið fellur skellir maður sér í útflutning,“ segir Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock. Tvö lög með sveitinni munu líklega hljóma í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar.

Bíó og sjónvarp

Nýjum fána Nýrra tíma verður breytt

„Þetta er ansi afdráttarlaust myndmál. Nýnasistar hafa notað tákn og liti af þessu tagi. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara hugsanalaus bjánagangur,“ segir Dóra Ísleifsdóttir, fagstjóri grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.

Lífið

Hollendingar kaupa Hníf Abrahams

„Fyrsta spennusaga Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abrahams, hefur verið seld til Hollands. Er það hollenska spennusagnaforlagið Verbum Crime sem hefur tryggt sér útgáfuréttinn og er þýðingarvinna langt komin,“ segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögur forlagi.

Menning

Andfélagslegur og kynlaus

„Þessi karakter sem ég er að búa til er andfélagslegur og kynlaus, sem eru eiginleikar sem pandabirnir hafa,“ segir Þorsteinn Einarsson, forsprakki poppsveitarinnar Steini. Ný plata hennar, Human Comfort, er komin út og á umslaginu er mynd af pandabirni. Segir Þorsteinn hana tilvísun í þetta „alteregó“ hans sem syngur á plötunni.

Tónlist

Ekki aftur í Hairspray

Leikarinn John Travolta ætlar ekki að endurtaka hlutverk sitt sem Edna Turnblad í væntanlegu framhaldi söngvamyndarinnar Hairspray. Fyrri myndin fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út og þótti Travolta standa sig með prýði sem hin þybbna Turnblad.

Bíó og sjónvarp

Árni Beinteinn á útopnu

Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð.

Lífið

Glimrandi gangur á skemmtistaðnum Glitni

„Jú, við vissum alveg af því að við ættum nafna á Íslandi. Og þykir það sorglegt hvernig komið er fyrir honum. Hins vegar er alveg glimrandi gangur hjá okkur og ekkert gjaldþrot í spilunum,“ segir Hans Andreasen, vert á veitinga- og skemmtistaðnum Glitni í Þórshöfn. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá hefur færeyska ríkisstjórnin ákveðið að koma Íslandi til hjálpar á þessum síðustu og verstu og hyggjast veita þjóðinni lán upp á 300 milljónir danskra. Án nokkurra skilyrða ef marka má fyrstu fréttir.

Lífið

Einkadans fyrir þrjá dansara

Sviðslistahópurinn Panic Productions frumsýnir nýjasta verk sitt, Private Dancer, á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Verkið má flokka undir dansleikhús en meðlimir hópsins búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði. Höfundar semja verkið frá grunni og liggur að baki því mikil vinna og langur fæðingartími.

Lífið

Kvikmynd um Sálina hans Jóns míns

Heimildamyndin „Hér er draumurinn" eftir Jón Egil Bergþórsson verður frumsýnd í Háskólabíói föstudaginn 31. október og verður sýnd þar alla helgina.

Lífið

Hljómsveitin Steini gefur út plötu

Í dag kemur út ný plata með hljómsveitinni Steina sem vann Þorskastríð Cod Music fyrr á árinu og fékk í verðlaun útgáfusamning. Samkvæmt fréttatilkynningu er að finna 12 lög á plötunni sem heitir Human Comfort.

Lífið

Spila án Plants

Rokksveitin Led Zeppelin er á leið í tónleikaferð en söngvarinn Robert Plant verður ekki með í för. Bassaleikarinn John Paul Jones sagði í samtali við BBC að Plant hafi ákveðið að fara ekki með og nýs söngvara væri nú leitað.

Tónlist

Með 50 manna kór

Rokkararnir í Oasis spiluðu með fimmtíu manna kór sér við hlið á tónlistarhátíð BBC, Electric Proms, í London fyrir skömmu. Kórinn söng með í sex lögum, þar á meðal Wonderwall og Champagne Supernova, og þótti þetta óvenjulega uppátæki takast mjög vel.

Tónlist

Íslenskt rokk vekur athygli

Bandaríska þungarokksblaðið Metal Edge fjallar um óútgefna plötu íslensku rokksveitarinnar Darknote í næsta tölublaði sínu sem kemur út 11. nóvember.

Tónlist

Íslensk tónlist kynnt í LA

Starfsmenn Útflutningsráðs íslenskrar tónlistar, Útón, fljúga til Los Angeles í apríl þar sem haldin verður sérstök kynning á íslenskri tónlist í von um að koma henni að í bandarískum kvikmyndum og auglýsingum.

Tónlist

Stuð á Airwaves - myndir

„Öðlingurinn Krummi Björgvinsson söng í nokkrum lögum á nýrri breiðskífu okkar, THE BLOOD, sem kemur út snemma í næsta mánuði," segir Haukur S. Magnússon gítarleikari hljómsveitarinnar „Reykjavík!".

Lífið

Forsetaframbjóðandi boðar til mótmæla

Listamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Snorri Ásmundsson hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn. Gengið verður frá Hlemmi og niður á Austurvöll. Snorri krefst ábyrgðar og vill kosningar strax.

Lífið

Tónlistarveisla í Gramminu

Raftónlistar- og rokkveisla var haldin í vinnustofunni Gramminu við Smiðjustíg fyrir skömmu. Raftónlistarmaðurinn 701 spilaði þar dáleiðandi raftónlist sína og Faðirvor rokkaði frumsamda sálmatónlist.

Tónlist

Jean Reno í gamanmynd

Franski leikarinn Jean Reno hefur tekið að sér hlutverk í gamanmyndinni Couples Retreat. Myndin fjallar um fjögur pör sem ferðast til hitabeltiseyjar þar sem þau þurfa að greiða úr ýmsum persónulegum flækjum.

Bíó og sjónvarp

Söngvamynd á toppinn

Söngvamyndin High School Musical 3: Senior Year fór beint í efsta sætið yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs um liðna helgi. Þessi framhaldsmynd er sú fyrsta í röðinni sem er sýnd á hvíta tjaldinu því hinar tvær voru eingöngu gerðar fyrir sjónvarp.

Bíó og sjónvarp