Árni Beinteinn á útopnu 30. október 2008 00:01 Nýkominn frá Hollandi, þar sem hann flutti erindi, er hann að ganga frá útgáfu nýs DVD-disks þar sem má finna mynd hans Auga fyrir auga – plús aukaefni. fréttablaðið/gva Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð. „Ég var að koma frá Amsterdam. Þar var kvikmyndahátíð og mér boðið til að halda erindi auk þess sem myndin mín Auga fyrir auga var sýnd. Henni var vel tekið," segir einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins – Árni Beinteinn Árnason – aðeins þrettán ára gamall. Það er í nógu að snúast hjá Árna Beinteini. Hann sækir skóla eins og lög gera ráð fyrir en auk þess er hann nú á bólakafi við að fullgera mikinn DVD-disk þar sem stuttmynd hans, Auga fyrir auga, verður að finna og aukaefni. „Jólagjöfin í ár. Að sjálfsögðu. Markmiðið er að hafa þetta eins ódýrt og hægt er. Kostar aðeins 999 krónur." En ef ég læt þig hafa þúsundkall, hvað á ég þá að gera við krónuna sem ég fæ til baka? „Þú getur bara … átt hana. Það er alltaf happa að eiga krónu í hægri vasa," segir Árni Beinteinn sem aldrei er orða vant og bregður sér í sölumannsgírinn eins og að drekka vatn: „Það verður fullt af heppnu fólki sem kaupir þennan disk. Gaman að segja frá því. Ég vona að við náum að fá diskinn úr framleiðslu fyrir fyrsta desember. Það er Myndform sem fullvinnur diskinn en Sena dreifir." Árni bendir áhugasömum á síðuna youtube.com/beinteinn þar sem finna má ýmsar upplýsingar um stuttmyndina sem er 17 mínútur að lengd. Auga fyrir auga var frumsýnd 1. maí 2007 og fyllti Árni Beinteinn þá Háskólabíó í tvígang. Þúsund manns sáu myndina. Árni Beinteinn ekki aðeins leikstýrði henni heldur leikur bæði aðalhlutverkin. „Myndin fjallar um vandræðaungling sem strýkur af barna- og unglingaheimili til að hefna sín á skólafélögum sínum sem komu upp um hann á sínum tíma. Hann þekkir glæpamenn úr undirheimageiranum og fær einn slíkan í lið með sér til að hafa þetta sem fullkomnast – hefndina." Boðskapur myndarinnar er að sjálfsögðu góður að sögn leikstjórans. Þetta er að vissu marki forvarnarmynd. „Það má líta á hana sem slíka. Útúrruglaður strákur sem lendir í vitleysu. En takmarkið er að þetta sé spennumynd fyrir börn og fjölskyldur." Árni Beinteinn er þegar byrjaður að skrifa framhald af Auga fyrir auga og fullkomna trílógíuna en áður hafði hann gert, ásamt vinum sínum, mynd sem heitir Ekki er allt sem sýnist. Hana verður að finna á DVD-disknum í glænýrri útgáfu en aukaefnið telur heilar 30 mínútur. „Það varð aldrei alvöru mynd. En næsta mynd verður stutt stórmynd." Árni telur aðspurður líklegt að hann muni leggja kvikmyndagerð fyrir sig þótt leiklistin togi í sig jafnframt. En kvikmyndagerðin sé nú einu sinni þannig að hún sameinar margar listgreinar. jakob@frettabladid.is Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Sjá meira
Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð. „Ég var að koma frá Amsterdam. Þar var kvikmyndahátíð og mér boðið til að halda erindi auk þess sem myndin mín Auga fyrir auga var sýnd. Henni var vel tekið," segir einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins – Árni Beinteinn Árnason – aðeins þrettán ára gamall. Það er í nógu að snúast hjá Árna Beinteini. Hann sækir skóla eins og lög gera ráð fyrir en auk þess er hann nú á bólakafi við að fullgera mikinn DVD-disk þar sem stuttmynd hans, Auga fyrir auga, verður að finna og aukaefni. „Jólagjöfin í ár. Að sjálfsögðu. Markmiðið er að hafa þetta eins ódýrt og hægt er. Kostar aðeins 999 krónur." En ef ég læt þig hafa þúsundkall, hvað á ég þá að gera við krónuna sem ég fæ til baka? „Þú getur bara … átt hana. Það er alltaf happa að eiga krónu í hægri vasa," segir Árni Beinteinn sem aldrei er orða vant og bregður sér í sölumannsgírinn eins og að drekka vatn: „Það verður fullt af heppnu fólki sem kaupir þennan disk. Gaman að segja frá því. Ég vona að við náum að fá diskinn úr framleiðslu fyrir fyrsta desember. Það er Myndform sem fullvinnur diskinn en Sena dreifir." Árni bendir áhugasömum á síðuna youtube.com/beinteinn þar sem finna má ýmsar upplýsingar um stuttmyndina sem er 17 mínútur að lengd. Auga fyrir auga var frumsýnd 1. maí 2007 og fyllti Árni Beinteinn þá Háskólabíó í tvígang. Þúsund manns sáu myndina. Árni Beinteinn ekki aðeins leikstýrði henni heldur leikur bæði aðalhlutverkin. „Myndin fjallar um vandræðaungling sem strýkur af barna- og unglingaheimili til að hefna sín á skólafélögum sínum sem komu upp um hann á sínum tíma. Hann þekkir glæpamenn úr undirheimageiranum og fær einn slíkan í lið með sér til að hafa þetta sem fullkomnast – hefndina." Boðskapur myndarinnar er að sjálfsögðu góður að sögn leikstjórans. Þetta er að vissu marki forvarnarmynd. „Það má líta á hana sem slíka. Útúrruglaður strákur sem lendir í vitleysu. En takmarkið er að þetta sé spennumynd fyrir börn og fjölskyldur." Árni Beinteinn er þegar byrjaður að skrifa framhald af Auga fyrir auga og fullkomna trílógíuna en áður hafði hann gert, ásamt vinum sínum, mynd sem heitir Ekki er allt sem sýnist. Hana verður að finna á DVD-disknum í glænýrri útgáfu en aukaefnið telur heilar 30 mínútur. „Það varð aldrei alvöru mynd. En næsta mynd verður stutt stórmynd." Árni telur aðspurður líklegt að hann muni leggja kvikmyndagerð fyrir sig þótt leiklistin togi í sig jafnframt. En kvikmyndagerðin sé nú einu sinni þannig að hún sameinar margar listgreinar. jakob@frettabladid.is
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Sjá meira