Árni Beinteinn á útopnu 30. október 2008 00:01 Nýkominn frá Hollandi, þar sem hann flutti erindi, er hann að ganga frá útgáfu nýs DVD-disks þar sem má finna mynd hans Auga fyrir auga – plús aukaefni. fréttablaðið/gva Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð. „Ég var að koma frá Amsterdam. Þar var kvikmyndahátíð og mér boðið til að halda erindi auk þess sem myndin mín Auga fyrir auga var sýnd. Henni var vel tekið," segir einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins – Árni Beinteinn Árnason – aðeins þrettán ára gamall. Það er í nógu að snúast hjá Árna Beinteini. Hann sækir skóla eins og lög gera ráð fyrir en auk þess er hann nú á bólakafi við að fullgera mikinn DVD-disk þar sem stuttmynd hans, Auga fyrir auga, verður að finna og aukaefni. „Jólagjöfin í ár. Að sjálfsögðu. Markmiðið er að hafa þetta eins ódýrt og hægt er. Kostar aðeins 999 krónur." En ef ég læt þig hafa þúsundkall, hvað á ég þá að gera við krónuna sem ég fæ til baka? „Þú getur bara … átt hana. Það er alltaf happa að eiga krónu í hægri vasa," segir Árni Beinteinn sem aldrei er orða vant og bregður sér í sölumannsgírinn eins og að drekka vatn: „Það verður fullt af heppnu fólki sem kaupir þennan disk. Gaman að segja frá því. Ég vona að við náum að fá diskinn úr framleiðslu fyrir fyrsta desember. Það er Myndform sem fullvinnur diskinn en Sena dreifir." Árni bendir áhugasömum á síðuna youtube.com/beinteinn þar sem finna má ýmsar upplýsingar um stuttmyndina sem er 17 mínútur að lengd. Auga fyrir auga var frumsýnd 1. maí 2007 og fyllti Árni Beinteinn þá Háskólabíó í tvígang. Þúsund manns sáu myndina. Árni Beinteinn ekki aðeins leikstýrði henni heldur leikur bæði aðalhlutverkin. „Myndin fjallar um vandræðaungling sem strýkur af barna- og unglingaheimili til að hefna sín á skólafélögum sínum sem komu upp um hann á sínum tíma. Hann þekkir glæpamenn úr undirheimageiranum og fær einn slíkan í lið með sér til að hafa þetta sem fullkomnast – hefndina." Boðskapur myndarinnar er að sjálfsögðu góður að sögn leikstjórans. Þetta er að vissu marki forvarnarmynd. „Það má líta á hana sem slíka. Útúrruglaður strákur sem lendir í vitleysu. En takmarkið er að þetta sé spennumynd fyrir börn og fjölskyldur." Árni Beinteinn er þegar byrjaður að skrifa framhald af Auga fyrir auga og fullkomna trílógíuna en áður hafði hann gert, ásamt vinum sínum, mynd sem heitir Ekki er allt sem sýnist. Hana verður að finna á DVD-disknum í glænýrri útgáfu en aukaefnið telur heilar 30 mínútur. „Það varð aldrei alvöru mynd. En næsta mynd verður stutt stórmynd." Árni telur aðspurður líklegt að hann muni leggja kvikmyndagerð fyrir sig þótt leiklistin togi í sig jafnframt. En kvikmyndagerðin sé nú einu sinni þannig að hún sameinar margar listgreinar. jakob@frettabladid.is Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins er nýkominn heim frá Amsterdam þar sem hann sýndi stuttmynd sína Auga fyrir auga – en hún er væntanleg á DVD – og hélt erindi á kvikmyndahátíð. „Ég var að koma frá Amsterdam. Þar var kvikmyndahátíð og mér boðið til að halda erindi auk þess sem myndin mín Auga fyrir auga var sýnd. Henni var vel tekið," segir einhver yngsti og öflugasti kvikmyndagerðarmaður landsins – Árni Beinteinn Árnason – aðeins þrettán ára gamall. Það er í nógu að snúast hjá Árna Beinteini. Hann sækir skóla eins og lög gera ráð fyrir en auk þess er hann nú á bólakafi við að fullgera mikinn DVD-disk þar sem stuttmynd hans, Auga fyrir auga, verður að finna og aukaefni. „Jólagjöfin í ár. Að sjálfsögðu. Markmiðið er að hafa þetta eins ódýrt og hægt er. Kostar aðeins 999 krónur." En ef ég læt þig hafa þúsundkall, hvað á ég þá að gera við krónuna sem ég fæ til baka? „Þú getur bara … átt hana. Það er alltaf happa að eiga krónu í hægri vasa," segir Árni Beinteinn sem aldrei er orða vant og bregður sér í sölumannsgírinn eins og að drekka vatn: „Það verður fullt af heppnu fólki sem kaupir þennan disk. Gaman að segja frá því. Ég vona að við náum að fá diskinn úr framleiðslu fyrir fyrsta desember. Það er Myndform sem fullvinnur diskinn en Sena dreifir." Árni bendir áhugasömum á síðuna youtube.com/beinteinn þar sem finna má ýmsar upplýsingar um stuttmyndina sem er 17 mínútur að lengd. Auga fyrir auga var frumsýnd 1. maí 2007 og fyllti Árni Beinteinn þá Háskólabíó í tvígang. Þúsund manns sáu myndina. Árni Beinteinn ekki aðeins leikstýrði henni heldur leikur bæði aðalhlutverkin. „Myndin fjallar um vandræðaungling sem strýkur af barna- og unglingaheimili til að hefna sín á skólafélögum sínum sem komu upp um hann á sínum tíma. Hann þekkir glæpamenn úr undirheimageiranum og fær einn slíkan í lið með sér til að hafa þetta sem fullkomnast – hefndina." Boðskapur myndarinnar er að sjálfsögðu góður að sögn leikstjórans. Þetta er að vissu marki forvarnarmynd. „Það má líta á hana sem slíka. Útúrruglaður strákur sem lendir í vitleysu. En takmarkið er að þetta sé spennumynd fyrir börn og fjölskyldur." Árni Beinteinn er þegar byrjaður að skrifa framhald af Auga fyrir auga og fullkomna trílógíuna en áður hafði hann gert, ásamt vinum sínum, mynd sem heitir Ekki er allt sem sýnist. Hana verður að finna á DVD-disknum í glænýrri útgáfu en aukaefnið telur heilar 30 mínútur. „Það varð aldrei alvöru mynd. En næsta mynd verður stutt stórmynd." Árni telur aðspurður líklegt að hann muni leggja kvikmyndagerð fyrir sig þótt leiklistin togi í sig jafnframt. En kvikmyndagerðin sé nú einu sinni þannig að hún sameinar margar listgreinar. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira