Lífið Nýr höfundur mættur Í dag kl. 14 flytur Útvarpsleikhúsið nýtt íslenskt leikrit á Rás 1 Ríkisútvarpsins, Spor eftir Starra Hauksson. það er frumraun hans í Útvarpsleikhúsinu. Verkið dregur upp ljóðræna mynd af lífinu í kjölfar áfalls sem markar djúp spor í tilveruna. Andri er að verða þrítugur og býr einn. Í dag er afmælisdagur móður hans. Andri kemst ekki í afmælið því hann er upptekinn, eða kannski er hann upptekinn af því að vilja ekki mæta. Fyrir ári, á þessum degi, gerðist nokkuð sem olli straumhvörfum í lífi hans, fjölskyldunnar og vinahópsins. En örlögin grípa í taumana og Andri fær ekki lengur umflúið að horfast í augu við atburðinn – og sjálfan sig um leið. Menning 29.11.2008 06:00 Kvennakórar heiðra Jón Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu og þá munu nokkrir kvennakórar víðs vegar af landinu frumflytja jólalagið Ég heyrði þau nálgast, eftir tónskáldið Jón Ásgeirsson. Menning 29.11.2008 06:00 Ekki endalaus hreindýr og piparkökur Fyrsta jólaplata Stefáns Hilmarssonar er að koma út. Með henni má segja að Stefán sé kominn heilan hring því ferill hans hófst sem kunnugt er fyrir alvöru á „Jólahjólinu“ með Sniglabandinu 1987. Platan heitir Ein handa þér og með Stefáni syngja dúetta þau Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson og Björgvin Halldórsson. Lífið 29.11.2008 05:00 Í sömu deild og Stones Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, segir að hljómsveitin sé í sama klassa og goðsagnirnar í The Rolling Stones. „Allir vita hverjir við erum. Við erum pottþétt komnir í sömu deild og Stones núna,“ sagði Gallagher. „Allir hafa heyrt um Stones, allir vita hvernig þeir hljóma og allir vita hvað þeir gera.“ Tónlist 29.11.2008 04:00 Haukur og Villi í veglegum útgáfu Tvær veglegar útgáfur með lögum hinna ástsælu söngvara Hauks Morthens og Vilhjálms Vilhjálmssonar eru að koma út. Platan með lögum Hauks, sem nefnist Með blik í auga, er þreföld og spannar allan feril hans. Alls eru 66 lög á þessum veigamikla safngrip, þar á meðal Lóa litla á Brú, Hæ Mambo, Til eru fræ og Simbi sjómaður. Tónlist 29.11.2008 04:00 Fengu ekki litað blek á jólakortin „Allt litaða blekið var fast í tollinum svo við urðum að hafa kortin svarthvít,“ segir Rakel McMahon myndlistarkona um svokölluð jóla-kreppukort sem hún hannaði ásamt Unu Björk Sigurðardóttur og Katrínu Ingu Katrínar. Lífið 29.11.2008 04:00 Hirðfífl íslenska krimmans „Já, ætli ég sé þá ekki bara hirðfífl íslenska krimmans? Er það ekki fínt? Það eru þau sem hafa hin raunverulegu völd. Rödd sannleikans. Eins og ástandið er í dag held ég að hinir titlarnir séu ekkert sérlega eftirsóknarverðir,“ segir Ævar Örn Jósepsson sem á föstudag sendi frá sér sinn fimmta krimma: Land tækifæranna. Menning 29.11.2008 03:00 200 diskum stolið af Klingenberg „Þetta er náttúrlega mikill missir og fjárhagslegt tjón," segir Sigríður Klingenberg spákona sem lenti í því að 200 geisladiskum var stolið af heimili hennar. Diskarnir sem um ræðir voru fyrsta upplagið af nýjum sjálfshjálpardiski Sigríðar, Þú ert frábær, sem hún framleiddi sjálf í þeim tilgangi að hressa upp á fólk. Lífið 29.11.2008 03:00 Framlag Haralds Einn helsti áhrifamaður þjóðarinnar á síðustu öld var Haraldur Nielsson. Á morgun er þess minnst með málþingi í Þjóðarbókhlöðu að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans og öld liðin frá því hann gaf út umdeilda þýðingu á Gamla testamentinu. Á málþinginu talar sonur Haralds, Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri, um föður sinn og prófessorarnir Pétur Pétursson, Gunnlaugur A. Jónsson, Erlendur Haraldsson og Gunnar Kristjánsson prófastur fjalla um ævi og störf Haralds.. Dagskráin hefst í Fríkirkjunni í Reykjavík með messu kl. 11 og málþingið hefst í Þjóðarbókhlöðunni kl. 13.15. Sýningin verður opnuð kl. 15.30. Menning 29.11.2008 03:00 Veisla hefst í Hallgrímskirkju Á morgun hefst 27. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju. Eins og undanfarin ár fer nýtt starfsár af stað með myndlistarsýningu og Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju. Tónlist 29.11.2008 03:00 Tímarit.is stækkar og stækkar Ný og endurbætt útgáfa vefjarins tímarit.is verður opnuð 1. desember nk. Nýja viðmótið er mun einfaldara en hið fyrra og gerir þennan vinsæla vef enn notendavænni en áður. Jafnframt verða fyrstu blöðin aðgengileg á PDF-sniði (m.a. Alþýðublaðið) en ætlunin er að allt safnið verði á því sniði í framtíðinni. Lífið 29.11.2008 02:45 Hjördís í Gilinu Hjördís Frímann opnar málverkasýningu í Festarkletti, efst í listagilinu á Akureyri, kl. 15 í dag. Sýningin ber nafnið „Heimkoman“ og vísar til þess að Hjördís er nýlega flutt á heimaslóðir á Akureyri. Hjördís vinnur með akrýl á striga og pappír og nýtir jafnan litaskalann til hins ítrasta. Menning 29.11.2008 02:15 Fjórða prentun Fjórða prentun af ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, Blótgælur, er komin í búðir. Bókin kom fyrst út í október í fyrra: önnur prentun var prentuð í nóvember og sú þriðja í desember og er hún löngu uppseld. Það er bókaforlaginu Bjarti sönn ánægja að dreifa fjórðu prentun á þessari frábæru ljóðabók í dag. Þessi fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur hefur sannarlega slegið í gegn enda í henni ferskur og áleitinn bragur. Menning 29.11.2008 02:15 Bóksala byrjar með látum þetta árið „Já, það verður að teljast afar sérstakt að við séum að setja af stað endurprentanir á þó nokkrum titlum fyrir þessi mánaðamót,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Lífið 29.11.2008 02:00 Jacko semur Það virðist vera frekar regla heldur en hitt að Michael Jackson semji utan réttarsala frekar en að þurfa að mæta þangað. Ókrýndur konungur poppsins hefur samið við arabíska sheikinn Khalifa vegna skuldar uppá fimm milljónir punda. „Ráðgjafar hans ráðlögðu honum að koma ekki fyrir dómstóla og taka samkomlaginu,“ sagði talsmaður Jacko við fjölmiðla. Lögfræðingar hans höfðu áður sagt að Khalifa prins hefði eingöngu verið gjafmildur maður og að Jackson hefði litið á þessa peninga sem gjöf. Lífið 29.11.2008 01:45 Ástarljóð Strandamanns Strandamaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu sem nefnist Fyrirheit. Hefur hún að geyma melódískt popp í rólegri kantinum. Menning 29.11.2008 01:30 Last Christman mest spilaða jólalagið Jólalagið sem allir elska, eða elska að hata, Last Christmas með Wham er vinsælasta jólalag Bretlands síðustu fimm ára. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Samtök breskra tónlistarrétthafa létu framkvæma á dögunum og BBC greinir frá. Rétt á hælum þess er svo ghið geysivinsæla Do They Know It´s Christmas, sem gefið var út árið 1984 af Band Aid. Lífið 28.11.2008 21:45 Útgáfutónleikar Jeff who? í kvöld Vísir hafði samband við Ella bassaleikara og spurði hann út tónleikana sem haldnir verða á Nasa. „Það gengur vel við erum að sándtékka núna á Nasa," segir Elís Pétursson bassaleikari. „Við ákváðum að splæsa í strengjakvartett og fengum fjórar stelpur sem eru algjörir snillingar. Þetta er mIklu stærra í sniðum en síðast." Lífið 28.11.2008 13:54 Britney hermir eftir Madonnu - myndband Britney Spears, 26 ára, flutti í fyrsta sinn opinberlega lagið Womanizer á Bambi verðlaunahátíðinni í Þýskalandi í gær. Þar var hún líka valin besta alþjóðlega poppstjarnan. Lífið 28.11.2008 10:28 Ráðherrarnir fá að sofa út Ríkisstjórnarfundur hefst í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu núna klukkan hálf ellefu. Sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að öllu jöfnu hefjast þeir klukkan hálf tíu á morgnana. Ráðherrarnir okkar fá því að sofa aðeins lengur út þennan kalda og dimma föstudagsmorgun. Lífið 28.11.2008 10:01 Dyravörður á hóteli hættir eftir 50 ára starf Dyravörður á hinu stjörnum prýdda Dorchester-hóteli í London hefur látið af störfum eftir að hafa staðið vaktina í 50 ár. Lífið 28.11.2008 08:34 Boy George ákærður fyrir frelsissviptingu Gamla brýnið og Culture Club-söngvarinn Boy George er nú fyrir rétti í London þar sem hann verst ásökunum um frelsissviptingu en hann er ákærður fyrir að hlekkjað tæplega þrítugan mann við vegg í íbúð sem George á þar í borginni og lemja hann með keðju. Lífið 28.11.2008 08:09 Þýddi PETA-skiltin yfir á íslensku Nærvera dýraverndunarsamtakanna PETA hér á landi vakti mikla athygli í gær. PETA hafa verið áberandi úti í heimi við að vekja athygli á notkun dýrafelds í klæðnað en þetta er í fyrsta skipti sem þau mæta til Íslands. Blaðamenn voru að sögn viðstaddra óvenju stundvísir og óvenju margir á blaðamannafundinum enda hafa íslenskir mótmælendur á Austurvelli verið kappklæddir. Mótmælendurnir frá PETA voru hins vegar fáklæddir, skýldu sér með lopahúfum, lopavettlingum og mótmælaskiltum. Lífið 28.11.2008 07:00 Lögin eru háð geðsveiflum Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Tónlist 28.11.2008 06:45 Þjóðleikhússtjóri leikur hórumömmu Lögfræðidramasjónvarpsþættirnir Réttur eru nú í tökum en þar fara þau hjón Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri með veigamikil hlutverk. Meðan Egill fer með hlutverk eldri lögmanns hér í bæ þá er hlutverk Tinnu öllu nýstárlegra. Hún leikur hórumömmu í Reykjavíkurborg. Að sögn Sigurjóns Kjartanssonar handritshöfundar er Tinna sem sköpuð fyrir hlutverkið. Menning 28.11.2008 06:45 Órafmagnaðir Fjallabræður Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. Tónlist 28.11.2008 06:15 Matseðillinn til reiðu Systkinin Valgarð og Linda Sörensen eru að fara af stað með fyrirtæki sem útbýr í samvinnu við valda aðila innkaupalista með uppskriftum sem nálgast má við inngang stærri matvöruverslana. Heilsuvísir 28.11.2008 06:00 Tók fiskinn loks í sátt Finnbogi Marinósson ljósmyndari segist hafa lært að meta fisk sem veislukost eftir vinnu sína við matreiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Áður pantaði hann aldrei fisk á matsölustað. Heilsuvísir 28.11.2008 06:00 Fékk endurgreitt Tæknifyrirtækið Petra Group frá Malasíu hefur endurgreitt leikaranum Bruce Willis 900 þúsund dollara eftir að hann höfðaði mál gegn því. Lífið 28.11.2008 05:45 Höfundur í feluhlutverki Jeff Lindsey, höfundur bókanna um Dexter, er afar hrifinn af sjónvarpsþáttunum sem eru byggðir á verkum hans. Til að sýna stuðning sinn í verki ákvað hann að koma fram í feluhlutverki í nýjasta þættinum sem verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Bíó og sjónvarp 28.11.2008 05:15 « ‹ ›
Nýr höfundur mættur Í dag kl. 14 flytur Útvarpsleikhúsið nýtt íslenskt leikrit á Rás 1 Ríkisútvarpsins, Spor eftir Starra Hauksson. það er frumraun hans í Útvarpsleikhúsinu. Verkið dregur upp ljóðræna mynd af lífinu í kjölfar áfalls sem markar djúp spor í tilveruna. Andri er að verða þrítugur og býr einn. Í dag er afmælisdagur móður hans. Andri kemst ekki í afmælið því hann er upptekinn, eða kannski er hann upptekinn af því að vilja ekki mæta. Fyrir ári, á þessum degi, gerðist nokkuð sem olli straumhvörfum í lífi hans, fjölskyldunnar og vinahópsins. En örlögin grípa í taumana og Andri fær ekki lengur umflúið að horfast í augu við atburðinn – og sjálfan sig um leið. Menning 29.11.2008 06:00
Kvennakórar heiðra Jón Á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu og þá munu nokkrir kvennakórar víðs vegar af landinu frumflytja jólalagið Ég heyrði þau nálgast, eftir tónskáldið Jón Ásgeirsson. Menning 29.11.2008 06:00
Ekki endalaus hreindýr og piparkökur Fyrsta jólaplata Stefáns Hilmarssonar er að koma út. Með henni má segja að Stefán sé kominn heilan hring því ferill hans hófst sem kunnugt er fyrir alvöru á „Jólahjólinu“ með Sniglabandinu 1987. Platan heitir Ein handa þér og með Stefáni syngja dúetta þau Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson og Björgvin Halldórsson. Lífið 29.11.2008 05:00
Í sömu deild og Stones Noel Gallagher, gítarleikari Oasis, segir að hljómsveitin sé í sama klassa og goðsagnirnar í The Rolling Stones. „Allir vita hverjir við erum. Við erum pottþétt komnir í sömu deild og Stones núna,“ sagði Gallagher. „Allir hafa heyrt um Stones, allir vita hvernig þeir hljóma og allir vita hvað þeir gera.“ Tónlist 29.11.2008 04:00
Haukur og Villi í veglegum útgáfu Tvær veglegar útgáfur með lögum hinna ástsælu söngvara Hauks Morthens og Vilhjálms Vilhjálmssonar eru að koma út. Platan með lögum Hauks, sem nefnist Með blik í auga, er þreföld og spannar allan feril hans. Alls eru 66 lög á þessum veigamikla safngrip, þar á meðal Lóa litla á Brú, Hæ Mambo, Til eru fræ og Simbi sjómaður. Tónlist 29.11.2008 04:00
Fengu ekki litað blek á jólakortin „Allt litaða blekið var fast í tollinum svo við urðum að hafa kortin svarthvít,“ segir Rakel McMahon myndlistarkona um svokölluð jóla-kreppukort sem hún hannaði ásamt Unu Björk Sigurðardóttur og Katrínu Ingu Katrínar. Lífið 29.11.2008 04:00
Hirðfífl íslenska krimmans „Já, ætli ég sé þá ekki bara hirðfífl íslenska krimmans? Er það ekki fínt? Það eru þau sem hafa hin raunverulegu völd. Rödd sannleikans. Eins og ástandið er í dag held ég að hinir titlarnir séu ekkert sérlega eftirsóknarverðir,“ segir Ævar Örn Jósepsson sem á föstudag sendi frá sér sinn fimmta krimma: Land tækifæranna. Menning 29.11.2008 03:00
200 diskum stolið af Klingenberg „Þetta er náttúrlega mikill missir og fjárhagslegt tjón," segir Sigríður Klingenberg spákona sem lenti í því að 200 geisladiskum var stolið af heimili hennar. Diskarnir sem um ræðir voru fyrsta upplagið af nýjum sjálfshjálpardiski Sigríðar, Þú ert frábær, sem hún framleiddi sjálf í þeim tilgangi að hressa upp á fólk. Lífið 29.11.2008 03:00
Framlag Haralds Einn helsti áhrifamaður þjóðarinnar á síðustu öld var Haraldur Nielsson. Á morgun er þess minnst með málþingi í Þjóðarbókhlöðu að 140 ár eru liðin frá fæðingu hans og öld liðin frá því hann gaf út umdeilda þýðingu á Gamla testamentinu. Á málþinginu talar sonur Haralds, Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri, um föður sinn og prófessorarnir Pétur Pétursson, Gunnlaugur A. Jónsson, Erlendur Haraldsson og Gunnar Kristjánsson prófastur fjalla um ævi og störf Haralds.. Dagskráin hefst í Fríkirkjunni í Reykjavík með messu kl. 11 og málþingið hefst í Þjóðarbókhlöðunni kl. 13.15. Sýningin verður opnuð kl. 15.30. Menning 29.11.2008 03:00
Veisla hefst í Hallgrímskirkju Á morgun hefst 27. starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju. Eins og undanfarin ár fer nýtt starfsár af stað með myndlistarsýningu og Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju. Tónlist 29.11.2008 03:00
Tímarit.is stækkar og stækkar Ný og endurbætt útgáfa vefjarins tímarit.is verður opnuð 1. desember nk. Nýja viðmótið er mun einfaldara en hið fyrra og gerir þennan vinsæla vef enn notendavænni en áður. Jafnframt verða fyrstu blöðin aðgengileg á PDF-sniði (m.a. Alþýðublaðið) en ætlunin er að allt safnið verði á því sniði í framtíðinni. Lífið 29.11.2008 02:45
Hjördís í Gilinu Hjördís Frímann opnar málverkasýningu í Festarkletti, efst í listagilinu á Akureyri, kl. 15 í dag. Sýningin ber nafnið „Heimkoman“ og vísar til þess að Hjördís er nýlega flutt á heimaslóðir á Akureyri. Hjördís vinnur með akrýl á striga og pappír og nýtir jafnan litaskalann til hins ítrasta. Menning 29.11.2008 02:15
Fjórða prentun Fjórða prentun af ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, Blótgælur, er komin í búðir. Bókin kom fyrst út í október í fyrra: önnur prentun var prentuð í nóvember og sú þriðja í desember og er hún löngu uppseld. Það er bókaforlaginu Bjarti sönn ánægja að dreifa fjórðu prentun á þessari frábæru ljóðabók í dag. Þessi fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur hefur sannarlega slegið í gegn enda í henni ferskur og áleitinn bragur. Menning 29.11.2008 02:15
Bóksala byrjar með látum þetta árið „Já, það verður að teljast afar sérstakt að við séum að setja af stað endurprentanir á þó nokkrum titlum fyrir þessi mánaðamót,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Lífið 29.11.2008 02:00
Jacko semur Það virðist vera frekar regla heldur en hitt að Michael Jackson semji utan réttarsala frekar en að þurfa að mæta þangað. Ókrýndur konungur poppsins hefur samið við arabíska sheikinn Khalifa vegna skuldar uppá fimm milljónir punda. „Ráðgjafar hans ráðlögðu honum að koma ekki fyrir dómstóla og taka samkomlaginu,“ sagði talsmaður Jacko við fjölmiðla. Lögfræðingar hans höfðu áður sagt að Khalifa prins hefði eingöngu verið gjafmildur maður og að Jackson hefði litið á þessa peninga sem gjöf. Lífið 29.11.2008 01:45
Ástarljóð Strandamanns Strandamaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson hefur gefið út sína aðra sólóplötu sem nefnist Fyrirheit. Hefur hún að geyma melódískt popp í rólegri kantinum. Menning 29.11.2008 01:30
Last Christman mest spilaða jólalagið Jólalagið sem allir elska, eða elska að hata, Last Christmas með Wham er vinsælasta jólalag Bretlands síðustu fimm ára. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Samtök breskra tónlistarrétthafa létu framkvæma á dögunum og BBC greinir frá. Rétt á hælum þess er svo ghið geysivinsæla Do They Know It´s Christmas, sem gefið var út árið 1984 af Band Aid. Lífið 28.11.2008 21:45
Útgáfutónleikar Jeff who? í kvöld Vísir hafði samband við Ella bassaleikara og spurði hann út tónleikana sem haldnir verða á Nasa. „Það gengur vel við erum að sándtékka núna á Nasa," segir Elís Pétursson bassaleikari. „Við ákváðum að splæsa í strengjakvartett og fengum fjórar stelpur sem eru algjörir snillingar. Þetta er mIklu stærra í sniðum en síðast." Lífið 28.11.2008 13:54
Britney hermir eftir Madonnu - myndband Britney Spears, 26 ára, flutti í fyrsta sinn opinberlega lagið Womanizer á Bambi verðlaunahátíðinni í Þýskalandi í gær. Þar var hún líka valin besta alþjóðlega poppstjarnan. Lífið 28.11.2008 10:28
Ráðherrarnir fá að sofa út Ríkisstjórnarfundur hefst í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu núna klukkan hálf ellefu. Sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að öllu jöfnu hefjast þeir klukkan hálf tíu á morgnana. Ráðherrarnir okkar fá því að sofa aðeins lengur út þennan kalda og dimma föstudagsmorgun. Lífið 28.11.2008 10:01
Dyravörður á hóteli hættir eftir 50 ára starf Dyravörður á hinu stjörnum prýdda Dorchester-hóteli í London hefur látið af störfum eftir að hafa staðið vaktina í 50 ár. Lífið 28.11.2008 08:34
Boy George ákærður fyrir frelsissviptingu Gamla brýnið og Culture Club-söngvarinn Boy George er nú fyrir rétti í London þar sem hann verst ásökunum um frelsissviptingu en hann er ákærður fyrir að hlekkjað tæplega þrítugan mann við vegg í íbúð sem George á þar í borginni og lemja hann með keðju. Lífið 28.11.2008 08:09
Þýddi PETA-skiltin yfir á íslensku Nærvera dýraverndunarsamtakanna PETA hér á landi vakti mikla athygli í gær. PETA hafa verið áberandi úti í heimi við að vekja athygli á notkun dýrafelds í klæðnað en þetta er í fyrsta skipti sem þau mæta til Íslands. Blaðamenn voru að sögn viðstaddra óvenju stundvísir og óvenju margir á blaðamannafundinum enda hafa íslenskir mótmælendur á Austurvelli verið kappklæddir. Mótmælendurnir frá PETA voru hins vegar fáklæddir, skýldu sér með lopahúfum, lopavettlingum og mótmælaskiltum. Lífið 28.11.2008 07:00
Lögin eru háð geðsveiflum Önnur plata hljómsveitarinnar Skakkamanage kemur út í dag. Á ýmsu gekk við upptökurnar. Tónlist 28.11.2008 06:45
Þjóðleikhússtjóri leikur hórumömmu Lögfræðidramasjónvarpsþættirnir Réttur eru nú í tökum en þar fara þau hjón Egill Ólafsson, tónlistarmaður og leikari, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri með veigamikil hlutverk. Meðan Egill fer með hlutverk eldri lögmanns hér í bæ þá er hlutverk Tinnu öllu nýstárlegra. Hún leikur hórumömmu í Reykjavíkurborg. Að sögn Sigurjóns Kjartanssonar handritshöfundar er Tinna sem sköpuð fyrir hlutverkið. Menning 28.11.2008 06:45
Órafmagnaðir Fjallabræður Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. Tónlist 28.11.2008 06:15
Matseðillinn til reiðu Systkinin Valgarð og Linda Sörensen eru að fara af stað með fyrirtæki sem útbýr í samvinnu við valda aðila innkaupalista með uppskriftum sem nálgast má við inngang stærri matvöruverslana. Heilsuvísir 28.11.2008 06:00
Tók fiskinn loks í sátt Finnbogi Marinósson ljósmyndari segist hafa lært að meta fisk sem veislukost eftir vinnu sína við matreiðslubókina Meistarinn og áhugamaðurinn. Áður pantaði hann aldrei fisk á matsölustað. Heilsuvísir 28.11.2008 06:00
Fékk endurgreitt Tæknifyrirtækið Petra Group frá Malasíu hefur endurgreitt leikaranum Bruce Willis 900 þúsund dollara eftir að hann höfðaði mál gegn því. Lífið 28.11.2008 05:45
Höfundur í feluhlutverki Jeff Lindsey, höfundur bókanna um Dexter, er afar hrifinn af sjónvarpsþáttunum sem eru byggðir á verkum hans. Til að sýna stuðning sinn í verki ákvað hann að koma fram í feluhlutverki í nýjasta þættinum sem verður sýndur í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Bíó og sjónvarp 28.11.2008 05:15