Lífið Björgólfur á KR-leik í körfunni Björgólfur Guðmundsson skellti sér á leik hjá KR-ingum í körfuboltanum í vesturbænum í kvöld. KR-ingar völtuðu þar yfir ungt lið Skallagríms frá Borgarnesi og fylgist Björgólfur með sínum mönnum. Lífið 4.12.2008 21:00 Gerður Kristný ávarpar Austurvöll Áfram halda friðsamleg mótmæli á Austurvell. Á hverjum laugardegi streyma þúsundir manna á Austurvöll og krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Gjaldeyrsieftirlitsins og nýrra kosninga. Lífið 4.12.2008 20:15 Bakkabræður á lúxussnekkju Ágúst og Lýður Guðmundssynir sem oft er kallaðir Bakkabræðrum hafa undanfarið árið notið lífsins á 50 metra langri lúxussnekkju sem var áður í eigu ítalska tískukóngsins Giorgio Armani. Lífið 4.12.2008 20:00 Páll Óskar áritaði Silfursafnið Tónlistamaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson á dygga aðdáendur sem gerðu sér ferð í Smáralindina í dag til að fá eiginhandarráritun hjá goðinu sínu. Lífið 4.12.2008 19:07 Fyrrum sjónvarpsstjarna gerir góðverk „Ég var að taka til í skápnum hjá 13 ára syni mínum þar sem ég rakst á tvennar svartar jólabuxur sem hann var augljóslega vaxinn uppúr ásamt hvítri skyrtu og jólaskóm," svarar Sesselja Thorberg sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Innlit/útlit aðspurð hvernig hún fékk hugmyndina að Jóla-fata-skipti-markaðnum sem starfræktur verður í Neskirkju fram að jólum. „Þar sem það sást ekki á þessu gat ég ekki hugsað mér að fleygja þessu og því miður á ég ekki litla frændur sem hefðu getað notið góðs af." „Mér varð hugsað til allra þeirra sem hafa misst vinnuna undafarið og horfa fram á þrengri kost en þau eru vön þessi jól," segir Sesselja. Lífið 4.12.2008 16:40 Sinfónían tilnefnd til Grammy-verðlauna Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitarflutning. Tilnefninguna hlýtur sveitin fyrir geisladisk sinn með hljómsveitarverkum eftir franska tónskáldið Vincent d´Indy, sem kom út hjá bresku Chandos-útgáfunni fyrr á þessu ári. Stjórnandi á disknum er Rumon Gamba, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar. Lífið 4.12.2008 16:30 Mikil stemmning fyrir tónleikum Ratatat Bandaríska tvíeykið Ratatat spila á eins árs afmæli viðburðafyrirtækisins Jón Jónsson ehf. 20. desember næstkomandi. Miðasala fór mjög vel af stað og er spennan greinilega mjög mikil fyrir sveitinni því þegar hafa selst tæplega tvöþúsund miðar. Lífið 4.12.2008 12:57 Hörpuskel með kremaðri sveppasósu Matur 4.12.2008 12:20 Egg benedikt Brjótið eggin niður í sjóðandi vatn og sjóðið í c.a 6-7 mín. Setjið svo eggin varlega á pappír og saltið. Matur 4.12.2008 12:11 Humar tempura salat með spicy chille dressingu Blandið öllu grænmetinu saman í skál. Matur 4.12.2008 12:07 Suri Cruise: Ég vil pabba minn Eins og myndirnar sýna vildi Suri Cruise ekki sleppa pabba sínum, leikaranum Tom Cruise, þegar þau yfirgáf íbúð þeirra í New York í gærdag ásamt móður hennar, leikkonunni Katie Holmes. Tom Cruise, sem er 46 ára gamall, hélt á Suri, 2 ára. Vel fer á með Tom og dóttur hans, á milli þess sem þau takast á um hver á að ráða ferðinni. Lífið 4.12.2008 11:45 Hugmyndin kom frá dularfullum stað Vísir hafði samband við rithöfundinn Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Skaparinn. Þar lýsir Guðrún Eva átökum venjulegs fólks við sérkennilegar aðstæður þar sem hjálpin berst stundum úr óvæntri átt. „Ástarþakkir. Jú ég er bara himinlifandi. Alveg. Svo gaman," svarar Guðrún Eva þegar Vísir óskar henni til hamingju með tilnefninguna. Lífið 4.12.2008 09:57 Smokkasala dregst saman í kreppunni „Í fyrsta skipti síðan við tókum við Durex-smokkunum fyrir fjórum árum hefur salan dregist saman. Þetta er í kringum 25 prósenta samdráttur,“ segir Ásgeir Sveinsson, deildarstjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. sem flytur inn Durex-smokka. Í erlendum vefmiðlum hefur mikið verið gert úr því að smokkar séu einhver vinsælasti varningurinn í verslunum um þessar mundir enda sé kynlíf fremur ódýr afþreying í því fjármálahruni sem nú ríkir á Vesturlöndum. Lífið 4.12.2008 08:00 Depardieu vegur að Jamie Oliver Franski leikarinn Gérard Depardieu sakar breska sjónvarpskokkinn Jamie Oliver, sem þekktastur er fyrir sjónvarpsþætti sína Kokkur án klæða, um að vera ekkert nema fégræðgin og auðvaldshyggjan holdi klædd. Lífið 4.12.2008 07:29 Spila stanslaust og æfa aldrei Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Tónlist 4.12.2008 07:00 Óvæntar vinsældir Twilight Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer. Bíó og sjónvarp 4.12.2008 06:00 Brettadramað um Óþelló Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Menning 4.12.2008 06:00 Lesið hátt á kaffihúsum Nú er títt og hátt lesið úr nýútkomnum bókum á kaffihúsum: í kvöld verður upplestrarkvöld kl. 20 á Café Loka á Lokastíg. Vilborg Dagbjartsdóttir les upp úr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyðingastúlku á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Menning 4.12.2008 06:00 Depp í Dante-mynd Framleiðslufyrirtæki Johnnys Depp, Infinitum Nihil, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á skáldsögu Nicks Tosches, In the Hands of Dante. Depp mun líklega fara með aðalhlutverkið. Bíó og sjónvarp 4.12.2008 06:00 Sálumessa á miðnætti Óperukórinn í Reykjavík mun verða með sérstaka og eftirminnilega tónleika í Langholtskirkju í nótt. Þar verður flutt Requiem eftir Wolfgang Amadeus Mozart og hefst flutningurinn kl. 00.30, það er upp úr miðnætti. Menning 4.12.2008 06:00 Fræðasetur opnað Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Menning 4.12.2008 06:00 Girls Aloud hita upp fyrir Coldplay Chris Martin og félagar hans í bresku hljómsveitinni Coldplay eru nú í óða önn að skipuleggja tónleikaferðalag um Bretland á næsta ári. Stærstu tónleikarnir verða á Wembley-leikvanginum í London í september. Það tók ekki langan tíma að selja alla miðana á tónleikana sem verða á Wembley 19. september og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið áður. Tónlist 4.12.2008 06:00 Þrjár sveitir fagna útgáfu Þrjár hljómsveitir halda útgáfutónleika á næstunni til að fagna sínum nýjustu plötum. Fyrstu tónleikarnir verða á Glaumbar í kvöld þegar hljómsveitin Steini treður þar upp. Tónlist 4.12.2008 06:00 Veislunni er loksins lokið Í kvöld frumsýnir Nemendaleikhúsið Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin er hluti af lokaári árgangs í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Menning 4.12.2008 06:00 Fyrstu tónleikarnir á Íslandi Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun,“ segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Tónlist 4.12.2008 05:30 Ætlar að syngja á íslensku „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig,“ segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. Tónlist 4.12.2008 05:00 Arnaldur fær heilsíðu í TIME Heilsíðuumfjöllun um Arnald Indriðason og höfuðpersónu hans, rannsóknarlögreglumanninn Erlend Sveinsson, er í nýjasta hefti TIME. Blaðamaðurinn Pete Gumbel telur Erlend vera arftaka útrásarvíkinganna. Menning 4.12.2008 04:00 Semur kraftapopp Billie Joe Armstrong, forsprakki Green Day, segir að „kraftapopp" verði líklega allsráðandi á væntanlegri plötu sveitarinnar. „Mér finnst gaman að leika mér með útsetningar og skoða alltaf möguleikann á að semja „kraftapopp"," sagði Armstrong. Tónlist 4.12.2008 03:30 Polanski vill hreinsa nafn sitt Leikstjórinn Roman Polanski, maðurinn á bak við Rosemary"s Baby, Chinatown og The Pianist, hefur óskað eftir því að 31 árs gömul ákæra á hendur honum um kynferðislega misnotkun verði felld niður. Lífið 4.12.2008 03:30 HIV-Ísland fagnar 20 ára afmæli Föstudaginn 5. desember verða liðin 20 ár frá stofnun HIV-Ísland alnæmissamtakanna. Tímamótanna verður minnst með stuttri dagskrá fyrir félagsfólk, heilbrigðisstarfsmenn og velunnara þennan sama dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Lífið 3.12.2008 20:08 « ‹ ›
Björgólfur á KR-leik í körfunni Björgólfur Guðmundsson skellti sér á leik hjá KR-ingum í körfuboltanum í vesturbænum í kvöld. KR-ingar völtuðu þar yfir ungt lið Skallagríms frá Borgarnesi og fylgist Björgólfur með sínum mönnum. Lífið 4.12.2008 21:00
Gerður Kristný ávarpar Austurvöll Áfram halda friðsamleg mótmæli á Austurvell. Á hverjum laugardegi streyma þúsundir manna á Austurvöll og krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Gjaldeyrsieftirlitsins og nýrra kosninga. Lífið 4.12.2008 20:15
Bakkabræður á lúxussnekkju Ágúst og Lýður Guðmundssynir sem oft er kallaðir Bakkabræðrum hafa undanfarið árið notið lífsins á 50 metra langri lúxussnekkju sem var áður í eigu ítalska tískukóngsins Giorgio Armani. Lífið 4.12.2008 20:00
Páll Óskar áritaði Silfursafnið Tónlistamaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson á dygga aðdáendur sem gerðu sér ferð í Smáralindina í dag til að fá eiginhandarráritun hjá goðinu sínu. Lífið 4.12.2008 19:07
Fyrrum sjónvarpsstjarna gerir góðverk „Ég var að taka til í skápnum hjá 13 ára syni mínum þar sem ég rakst á tvennar svartar jólabuxur sem hann var augljóslega vaxinn uppúr ásamt hvítri skyrtu og jólaskóm," svarar Sesselja Thorberg sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum Innlit/útlit aðspurð hvernig hún fékk hugmyndina að Jóla-fata-skipti-markaðnum sem starfræktur verður í Neskirkju fram að jólum. „Þar sem það sást ekki á þessu gat ég ekki hugsað mér að fleygja þessu og því miður á ég ekki litla frændur sem hefðu getað notið góðs af." „Mér varð hugsað til allra þeirra sem hafa misst vinnuna undafarið og horfa fram á þrengri kost en þau eru vön þessi jól," segir Sesselja. Lífið 4.12.2008 16:40
Sinfónían tilnefnd til Grammy-verðlauna Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitarflutning. Tilnefninguna hlýtur sveitin fyrir geisladisk sinn með hljómsveitarverkum eftir franska tónskáldið Vincent d´Indy, sem kom út hjá bresku Chandos-útgáfunni fyrr á þessu ári. Stjórnandi á disknum er Rumon Gamba, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar. Lífið 4.12.2008 16:30
Mikil stemmning fyrir tónleikum Ratatat Bandaríska tvíeykið Ratatat spila á eins árs afmæli viðburðafyrirtækisins Jón Jónsson ehf. 20. desember næstkomandi. Miðasala fór mjög vel af stað og er spennan greinilega mjög mikil fyrir sveitinni því þegar hafa selst tæplega tvöþúsund miðar. Lífið 4.12.2008 12:57
Egg benedikt Brjótið eggin niður í sjóðandi vatn og sjóðið í c.a 6-7 mín. Setjið svo eggin varlega á pappír og saltið. Matur 4.12.2008 12:11
Humar tempura salat með spicy chille dressingu Blandið öllu grænmetinu saman í skál. Matur 4.12.2008 12:07
Suri Cruise: Ég vil pabba minn Eins og myndirnar sýna vildi Suri Cruise ekki sleppa pabba sínum, leikaranum Tom Cruise, þegar þau yfirgáf íbúð þeirra í New York í gærdag ásamt móður hennar, leikkonunni Katie Holmes. Tom Cruise, sem er 46 ára gamall, hélt á Suri, 2 ára. Vel fer á með Tom og dóttur hans, á milli þess sem þau takast á um hver á að ráða ferðinni. Lífið 4.12.2008 11:45
Hugmyndin kom frá dularfullum stað Vísir hafði samband við rithöfundinn Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Skaparinn. Þar lýsir Guðrún Eva átökum venjulegs fólks við sérkennilegar aðstæður þar sem hjálpin berst stundum úr óvæntri átt. „Ástarþakkir. Jú ég er bara himinlifandi. Alveg. Svo gaman," svarar Guðrún Eva þegar Vísir óskar henni til hamingju með tilnefninguna. Lífið 4.12.2008 09:57
Smokkasala dregst saman í kreppunni „Í fyrsta skipti síðan við tókum við Durex-smokkunum fyrir fjórum árum hefur salan dregist saman. Þetta er í kringum 25 prósenta samdráttur,“ segir Ásgeir Sveinsson, deildarstjóri hjá Halldóri Jónssyni ehf. sem flytur inn Durex-smokka. Í erlendum vefmiðlum hefur mikið verið gert úr því að smokkar séu einhver vinsælasti varningurinn í verslunum um þessar mundir enda sé kynlíf fremur ódýr afþreying í því fjármálahruni sem nú ríkir á Vesturlöndum. Lífið 4.12.2008 08:00
Depardieu vegur að Jamie Oliver Franski leikarinn Gérard Depardieu sakar breska sjónvarpskokkinn Jamie Oliver, sem þekktastur er fyrir sjónvarpsþætti sína Kokkur án klæða, um að vera ekkert nema fégræðgin og auðvaldshyggjan holdi klædd. Lífið 4.12.2008 07:29
Spila stanslaust og æfa aldrei Rokksveitin Agent Fresco, sem vann Músíktilraunir í vor og undankeppni Battle of the Bands fyrir skömmu, hefur gefið út EP-plötuna Lightbulb Universe. Á henni er lagið Eyes of a Cloud Catcher sem var það vinsælasta á X-inu í tvær vikur samfleytt í sumar. Tónlist 4.12.2008 07:00
Óvæntar vinsældir Twilight Ævintýramyndin Twilight verður frumsýnd hérlendis í kvöld. Myndin, sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum, fjallar um ástarsamband unglingsstúlku og vampíru og er byggð á metsölubók Stephanie Meyer. Bíó og sjónvarp 4.12.2008 06:00
Brettadramað um Óþelló Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Menning 4.12.2008 06:00
Lesið hátt á kaffihúsum Nú er títt og hátt lesið úr nýútkomnum bókum á kaffihúsum: í kvöld verður upplestrarkvöld kl. 20 á Café Loka á Lokastíg. Vilborg Dagbjartsdóttir les upp úr bókinni Dagbók Héléne Berr, sem fjallar um örlög franskrar gyðingastúlku á tímum síðari heimstyrjaldarinnar. Menning 4.12.2008 06:00
Depp í Dante-mynd Framleiðslufyrirtæki Johnnys Depp, Infinitum Nihil, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á skáldsögu Nicks Tosches, In the Hands of Dante. Depp mun líklega fara með aðalhlutverkið. Bíó og sjónvarp 4.12.2008 06:00
Sálumessa á miðnætti Óperukórinn í Reykjavík mun verða með sérstaka og eftirminnilega tónleika í Langholtskirkju í nótt. Þar verður flutt Requiem eftir Wolfgang Amadeus Mozart og hefst flutningurinn kl. 00.30, það er upp úr miðnætti. Menning 4.12.2008 06:00
Fræðasetur opnað Í dag verður Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík formlega opnað. Starfsemi setursins hófst fyrir ári í bráðabirgðahúsnæði að Garðarsbraut 19, en flutti nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði að Hafnarstétt 3 (gamla Langaneshúsið). Menning 4.12.2008 06:00
Girls Aloud hita upp fyrir Coldplay Chris Martin og félagar hans í bresku hljómsveitinni Coldplay eru nú í óða önn að skipuleggja tónleikaferðalag um Bretland á næsta ári. Stærstu tónleikarnir verða á Wembley-leikvanginum í London í september. Það tók ekki langan tíma að selja alla miðana á tónleikana sem verða á Wembley 19. september og því hefur öðrum tónleikum verið bætt við kvöldið áður. Tónlist 4.12.2008 06:00
Þrjár sveitir fagna útgáfu Þrjár hljómsveitir halda útgáfutónleika á næstunni til að fagna sínum nýjustu plötum. Fyrstu tónleikarnir verða á Glaumbar í kvöld þegar hljómsveitin Steini treður þar upp. Tónlist 4.12.2008 06:00
Veislunni er loksins lokið Í kvöld frumsýnir Nemendaleikhúsið Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin er hluti af lokaári árgangs í leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Menning 4.12.2008 06:00
Fyrstu tónleikarnir á Íslandi Popparinn Ingi heldur útgáfutónleika á Nasa á föstudagskvöld sem verða jafnframt hans fyrstu tónleikar hér á landi. „Ég verð með átta manna hljómsveit, þetta verður rosalega spennandi. Það er ekkert stress, bara tilhlökkun,“ segir Ingi sem var að gefa út sína fyrstu plötu, Human Oddities. Tónlist 4.12.2008 05:30
Ætlar að syngja á íslensku „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig,“ segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. Tónlist 4.12.2008 05:00
Arnaldur fær heilsíðu í TIME Heilsíðuumfjöllun um Arnald Indriðason og höfuðpersónu hans, rannsóknarlögreglumanninn Erlend Sveinsson, er í nýjasta hefti TIME. Blaðamaðurinn Pete Gumbel telur Erlend vera arftaka útrásarvíkinganna. Menning 4.12.2008 04:00
Semur kraftapopp Billie Joe Armstrong, forsprakki Green Day, segir að „kraftapopp" verði líklega allsráðandi á væntanlegri plötu sveitarinnar. „Mér finnst gaman að leika mér með útsetningar og skoða alltaf möguleikann á að semja „kraftapopp"," sagði Armstrong. Tónlist 4.12.2008 03:30
Polanski vill hreinsa nafn sitt Leikstjórinn Roman Polanski, maðurinn á bak við Rosemary"s Baby, Chinatown og The Pianist, hefur óskað eftir því að 31 árs gömul ákæra á hendur honum um kynferðislega misnotkun verði felld niður. Lífið 4.12.2008 03:30
HIV-Ísland fagnar 20 ára afmæli Föstudaginn 5. desember verða liðin 20 ár frá stofnun HIV-Ísland alnæmissamtakanna. Tímamótanna verður minnst með stuttri dagskrá fyrir félagsfólk, heilbrigðisstarfsmenn og velunnara þennan sama dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Lífið 3.12.2008 20:08