Lífið

Johansson fetar í fótspor Cruz

Leikkonan Scarlett Johanssson ætlar að feta í fótspor vinkonu sinnar Penelope Cruz sem andlit spænsku fataverslunarinnar Mango. Fljótlega munu auglýsingar með andliti hennar birtast vegna herferðar sem sett verður af stað vegna nýrrar haust- og vetrarlínu frá Mango.

Lífið

Einsleit nefnd um RÚV

Svo virðist sem starfshópur sem á að fjalla um málefni Ríkisútvarpsins komi aðeins úr einni átt: Annaðhvort úr Vinstri grænum eða Ríkisútvarpinu sjálfu nema hvoru tveggja sé.

Lífið

Kaup vekja upp deilur

Á laugardag, fáeinum dögum eftir að tilkynnt var að Kristján Guðmundsson fengi fyrstur íslenskra myndlistarmanna aðalverðlaun Carnegie, komst Sigurður Guðmundsson í fréttir þegar Morgunblaðið greindi frá því að Listasafn Íslands hefði fest kaup á ljósmynd hans, Mountain eða Fjalli, sem er lykilverk á ferli hans frá áttunda áratugnum.

Lífið

Gisele ríkasta fyrirsæta heims

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er launahæsta fyrirsæta heims samkvæmt viðskiptasíðunni Forbes.com, þriðja árið í röð. Tekjur hennar frá júní á síðasta ári þangað til í júní á þessu ári námu 25 milljónum dala, eða rúmum þremur milljörðum króna.

Lífið

Á lausu frekar en óhamingjusöm

Cameron Diaz segist frekar vilja vera einhleyp en að vera óhamingjusöm í sambandi, en Diaz, sem er 37 ára, sleit nýverið sambandi sínu við bresku fyrirsætuna Paul Sculfor.

Lífið

Óli Tynes hitti Dalai Lama

Fréttamaðurinn Óli Tynes hitti Dalai Lama, andlegan leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð í hálfa öld, á fréttamannafundi í dag. Óli segir fundinn hafa verið merkan enda Dalai Lama einstakur maður.

Lífið

Lögð inn á sjúkrahús eftir tapið í úrslitunum

Breska söngstjarnan Susan Boyle hefur verið lögð inn á einkasjúkrahús eftir að hún varð aðeins í öðru sæti í hæfileikakeppninni Britains Got Talent. Úrslitin réðust á laugardaginn. Það var götudanshópurinn Diversity sem fór með sigur af hólmi. Framleiðendur hæfuleikakeppninnar sögðu að Susan Boyle væri andlega og líkamlega örmagna eftir álagið undanfarnar vikur.

Lífið

Jordan sættir sig við skilnað

Fyrirsætan Katie Price, eða Jordan eins og hún er líka kölluð, hefur sæst á flýtimeðferð á skilnaði sínum við Peter Andre og munu þau skilja innan sex vikna. Þetta segir slúðurblaðið News of the World.

Lífið

Diversity toppaði Boyle

Diversity danshópurinn hafið betur gegn Susan Boyle í úrslitum Britain's got talent í kvöld. Boyle hafnaði í öðru sæti.

Lífið

Jolie fékk höfuðhögg

Stórleikkonan Angelina Jolie var flutt á slysadeild eftir að hún fékk högg á höfuðið við tökur á nýjustu mynd hennar. Talsmaður Sony framleiðandans sagði að um væri að ræða minniháttar meiðsl og að Jolie hefði það fínt. Hún leikur leyniþjónustumann í spennumyndinni Salt sem verið er að kvikmynda á Long Island í New York.

Lífið

Hollie Steel mætir í úrslitin

Hin tíu ára gamla Hollie Steel, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Britain's Got Talent, brast í grát í undanúrslitaþættinum sem fram fór í gær.

Lífið

Nýdönsk ambassadorar Háskólans á Bifröst

„Þetta er hluti af okkar nýstárlegu markaðssetningu – að tengjast tónleikum víðs vegar um landið. Erum að senda skilaboð. Að fara á böll, dansa og hlusta á músík sem er stór þáttur í félagslífi ungs fólks, ekki síst á Bifröst,“ segir Ágúst Einarsson, prófessor og rektor við Háskólann á Bifröst.

Lífið

Þursar á Bræðslu

Þursaflokkurinn, Páll Óskar og Monika og Bróðir Svartúlfs, nýkrýndir sigurvegarar Músíktilrauna, koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Hátíðin, sem verður haldin helgina 24. til 26. júlí, heldur upp á fimm ára afmæli sitt í sumar. Hún hefur styrkt sig í sessi sem einn af áhugaverðari viðkomustöðum Íslands yfir sumarmánuðina.

Lífið

Haminjusamur í Kristjaníu í 36 ár

Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er elsti íbúi frí­ríkisins Kristjaníu, hefur búið þar í 36 ár og segir þá samfélagstilraun hafa gengið upp. Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er norskur, fæddist í Bergen árið 1923. Þótt hugurinn sé enn kvikur segir hann, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins, líkamann vera að gefa sig.

Lífið

Jay Leno kvaddi í gærkvöldi

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Jay Leno hætti með kvöldþátt sinn í gærkvöldi eftir sautján ár í loftinu. „Á ég eftir að sakna hans? Já, rosalega mikið,“ sagði Leno.

Lífið

Lét breyta glænýjum Audi

„Við erum búin að vera að bíða eftir þessum bíl í svolítinn tíma og hann er nýkominn,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir um glæsilegan bíl sem hún og eiginmaður hennar, Grétar Rafn Steinsson fótboltamaður, hafa fest kaup á. Bíllinn er af gerðinni Audi Q-7, en var breytt sérstaklega eftir óskum Manúelu.

Lífið

Með gamalt rokk í mjöðm

Rokkabillísveitin Langi Seli og Skuggarnir snýr aftur eftir sautján ára hlé. Fimmtugsafmælið kveikti á gömlu rokkvélinni.

Lífið

Hrafn Gunnlaugsson uppgötvaði Lisbeth Sandler

Aðdáendur Stiegs Larsson geta andað léttar. Tekist hafa samningar milli dreifingarfyrirtækisins Senu og Nordisk film um að kvikmyndin Karlar sem hata konur verði sýnd hér á landi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru ansi mörg ljón í veginum þegar reynt var að fá myndina hingað til lands en nú hefur tekist að ryðja þeim öllum úr veginum.

Lífið

Níutíu mynda keppni

Níutíu myndir voru sýndar á Kvikmyndahátíð grunnskóla í Reykjavík sem var haldin í Kringlubíói á dögunum. Keppt var í aldursflokkum 10 til 12 ára og 13 til 16 ára í fjórum flokkum kvikmynda.

Lífið

Ekkert svindl í bandaríska Idolinu

Forsvarsmenn American Idol-keppninnar segja ekkert hæft í þeim sögusögnum að svindl að einhverju tagi hafi haft áhrif á niðurstöðuna í úrslitaþættinum sem fór nýverið fram. Þá sigraði hinn 23 ára nemi Kris Allen frá Arkansas óvænt keppnina en margir töldu að keppinautur hans Adam Lambert myndi vinna.

Lífið

Spector fékk 19 ára fangelsi

Tónlistarmaðurinn og upptökustjórann Phil Spector var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir manndráp og ólöglegan vopnaburð. Spector var í apríl sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna á heimili sínu árið 2003. Hann neitaði allan tímann að hafa myrt Clarkson sem var skotin í munninn.

Lífið

Leikarinn Sizemore handtekinn

Bandaríski leikarinn Tom Sizemore var handtekinn í gær vegna fíkniefnamáls en hann hefur átt við fíkniefnavandamál að stríða í mörg ár. Lögregla handtók leikarann og félaga hans eftir að fíkniefni fundust á þeim.

Lífið