Lífið Kyssir aðeins kærastann Breska X-Factor stjarnan Leona Lewis neitaði Chace Crawford, úr þáttunum Gossip Girl, um koss í nýju tónlistarmyndbandi sínu. Lewis segist ekki vilja kyssa aðra karlmenn af tillitssemi við kærasta sinn, Lou Al-Chamaa. Lífið 30.10.2009 04:00 Bobbinn á pöbb í Grafarvogi „Bobbinn er svolítið bældur og segir ekki neitt. Hann er mjög einfaldur og nær alltaf að klúðra málunum í þessari auglýsingu,“ segir Sigurður Þorkelsson sem túlkar Bobbann í auglýsingum Steinda Jr. fyrir Sjóvá. Lífið 30.10.2009 04:00 Bjóst við meiri sölu Söngvarinn Bono segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögðin við nýjustu plötu U2, No Line on the Horizon. Platan hefur selst í um 1,3 milljónum eintaka síðan hún kom út í mars, sem er lélegasti árangur U2-plötu í rúman áratug. Lífið 30.10.2009 04:00 Hafði ekki tíma til að sukka Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara eftir Jón Ólafsson kemur út um miðjan nóvember. Jón kann vel við sig í þessu hlutverki. Lífið 30.10.2009 03:45 Forsala á Svörtuloftum í Iðu „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af fyllibyttunum, við verðum lítið vör við þær hér í Lækjargötunni. Ætli birtan hjálpi okkur ekki, þær leita ekki mikið hingað,“ segir Arndís Sigurgeirsdóttir, verslunarstjóri í bókaversluninni Iðu. Sérstök forsala verður á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Svörtuloftum, á miðnætti á laugardagskvöld. Á sömu stundu er einmitt að renna mesta brennivínsæðið á Íslendinga í miðborginni. „Við höfum gert þetta áður með Harry Potter. Það var að vísu að sumarlagi, en 7-9-13, þetta mun ganga vel,“ segir Arndís. Lífið 30.10.2009 03:45 Besti hrekkjavökubúningurinn - myndband Hin svokallaða hrekkjavaka vekur yfirleitt mikla athygli í Bandaríkjunum. Þá keppast kanarnir við að klæða sig í búninga og toppa hvern annan. Hrekkjavakan er alltaf 31.október og því eru margir búnir að setja sig í stellingar. Lífið 29.10.2009 13:30 Hugleikur þreytir frumraun sína í uppistandi Skopteiknarinn og leikskáldið Hugleikur Dagsson mun koma fram á uppistandskvöldi á Batterínu (Gamla Organ) í kvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Hugleikur gerir slíkt. Hann mun þar koma í stað Árna Vilhjálmssonar sem er hluti af grínhópnum Mið-Ísland, en Árni verður fjarri góðu gamni í kvöld. Hugleikur var fámáll þegar Vísir náði af honum tali. Lífið 29.10.2009 12:30 Ívar Guðmunds og Arnar Grant leika hest „Við erum svolítið að skjóta á sjálfa okkur,“ segir útvarpsmaðurinn og fitness-tröllið Ívar Guðmundsson. Lífið 29.10.2009 07:00 Í stíl við rómantískar jólamyndir „Þetta er bara svo fín klassík. Kvikmyndaplaköt eru hálfgerðar hækur, þau eru svo stíf í formi,” segir Anna María Karlsdóttir hjá Ljósbandinu sem framleiðir kvikmyndina Desember en hún verður frumsýnd hinn 6. nóvember. Leikstjóri er Hilmar Oddsson en með aðalhlutverkin fara þau Tómas Lemarquis og Lovísa Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low. Lífið 29.10.2009 06:30 Fóru á Jackson-forsýningu Útvarpsþátturinn Zúúber stóð fyrir forsýningu á Michael Jackson-myndinni This Is It í Smárabíói í gær. Mikil eftirvænting hefur verið eftir myndinni, sem var gerð eftir fráfall popparans. Lífið 29.10.2009 06:00 Nornir mæta á Nasa „Páll Óskar sagðist ætla að taka á móti okkur í anddyrinu. Hann sagðist ætla að gera eins vel við okkur og hægt væri og ég veit að hann bregst ekki,“ segir Sirrý Sigfúsdóttir spákona, eða Sirrý spá. Yfir tuttugu nornir í Lífið 29.10.2009 04:30 RIFF jafnast á við hátíðina í Cannes Fjallað hefur verið um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, víða um heim síðan hún var haldin í haust. Dagblöð í Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Bandaríkjunum hafa öll fjallað lofsamlega um hátíðina. Menning 29.10.2009 04:15 Bridges og Coen saman á ný Jeff Bridges mun að öllum líkindum leika fyrir Coen-bræður á nýjan leik í myndinni True Grit. Hún er endurgerð samnefnds vestra frá 1969 og myndi Bridges feta í fótspor Johns Wayne í hlutverki kúrekans Reuben J. „Rooster“ Cogburn. Lífið 29.10.2009 04:00 Feitustu plöturnar fyrir jól Eins og hér stíla plötuútgefendur erlendis upp á að mæta með burðugar hljómplötur á síðustu mánuðunum fyrir jól. Nokkrar plötur sem eru vænlegar til að gera góða hluti á vinsældalistum og hjá gagnrýnendum eru handan við hornið. Dr. Gunni kannaði málið. Lífið 29.10.2009 04:00 Ísland í aðalhlutverki hjá Metropolitan Ísland verður í forgrunni í uppfærslu Metropolitan-óperunnar í New York á Niflungahring Richards Wagner. Þetta upplýsir leikstjóri sýningarinnar, hinn virti Robert Lepage, í viðtali við Wall Street Journal. Lífið 29.10.2009 04:00 Tiësto fær slæma dóma Kaleidoscope, nýjasta plata hollenska plötusnúðsins Tiësto, fær slæma útreið á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork. Jónsi í Sigur Rós syngur titillag plötunnar en það virðist ekki hafa dugað til því hún fær aðeins 3,8 í einkunn af 10 mögulegum. Lífið 29.10.2009 03:45 Harðari en fólk býst við Bróðir Svartúlfs varð tuttugasta og sjöunda hljómsveitin til að bera sigur úr býtum í Músíktilraunum í apríl. Bandið blandar saman rappi og rokki og hefur nú gefið út fyrstu plötuna sína. Hún er sex laga og samnefnd sveitinni. „Við tókum hana upp að hluta til fyrir sigurlaunin,“ segir Arnar Freyr Frostason, söngvari/rappari sveitarinnar. Lífið 29.10.2009 03:45 Vandræði Polanski Heimildarmyndin Roman Polanski: Wanted and Desired verður frumsýnd hjá Græna ljósinu á morgun. Um áhugaverða mynd er að ræða sem fjallar um hið sögufræga mál þegar leikstjórinn Roman Polanski var árið 1977 kærður fyrir að hafa haft mök við þrettán ára stúlku og gefið henni eiturlyf. Lífið 29.10.2009 03:30 Auðunn datt út í Tallinn Líkt og Vísir sagði frá í morgun hóf sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal leik á Pokerstarsmóti í Tallinn í Lettlandi í dag. Auðunn samdi á dögunum við Pokerstars.com um að taka þátt í völdum mótum á þeirra vegum og var þetta það fyrsta í röðinni. Mikið af stjörnum eru á mótinu en af Audda er það að frétta að hann er dottinn út. Lífið 28.10.2009 17:30 Jackson og Páll Óskar í Íslandi í dag Myndin This is it, sem fjallar um síðasta tónleikaferðalag stórstjörnunnar Michael Jackson, verður frumsýnd um allan heim í kvöld. Í Íslandi í dag verður sýndur bútur úr myndinni auk þess sem rætt verður við Pál Óskar Hjálmtýsson, sem er einn örfárra hér á landi sem hefur séð myndina. Lífið 28.10.2009 15:30 Auddi byrjaður að spila með stjörnunum í Tallinn Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal er byrjaður að spila á Pokerstarsmóti sem haldið er í Tallinn í Eistlandi. Þar etur hann kappi við nokkra af frægustu pókerspilurum heimsins. Líkt og komið hefur fram í fréttum hefur Auðunn samið við Pokerstars.com um að taka þátt í völdum mótum á þeirra vegum og er þetta mót það fyrsta í röðinni. Lífið 28.10.2009 11:47 Stefán Karl tekur við af Christopher Lloyd Stefán Karl Stefánsson mun leika Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum í söngleik sem settur verður upp í Los Angeles. Lífið 28.10.2009 10:41 Strumparnir syngja Bahama-lag Ingós Tvö lög með Ingó og Veðurguðunum verða á nýrri Strumpaplötu sem kemur út 17. nóvember, þar á meðal titillagið Bahama. „Ég sagði bara já þegar ég var spurður hvort það mætti nota lögin á Strumpaplötu því krakkarnir hafa örugglega gaman af þessu," segir Ingó. Lífið 28.10.2009 07:45 Kvikmyndafyrirtæki læsir klóm í Konur Steinars Braga Framleiðslufyrirtækið ZikZak hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Steinars Braga, Konur, sem kom út á síðasta ári. Hún fékk frábæra dóma og var af mörgum talin bók ársins. Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak, var því að vonum ánægður með að klófesta verkið. Lífið 28.10.2009 07:00 Helgi Seljan kynnir grínið Grínhópurinn Mið-Ísland stendur fyrir ókeypis skemmtun á Batteríinu (áður Organ) annað kvöld kl. 21.30. Í hópnum eru Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA, Bergur Ebbi og Árni Vilhjálmsson. Sjónvarpsmaðurinn og verðandi Akureyringurinn Helgi Seljan var munstraður til að vera kynnir á kvöldinu. Lífið 28.10.2009 06:45 Egill og Páll með Furstum Hljómsveitin Furstarnir með Geir Ólafsson í fararbroddi heldur sína árlegu tónleika á Kringlukránni 6. og 7. nóvember. Aðrir söngvarar auk Geirs verða þau Ólafur Gaukur, Svanhildur Jakobsdóttir, André Bachmann, Egill Ólafsson og Páll Rósinkrans. Lífið 28.10.2009 06:00 Hannar kjóla á litlar stúlkur „Ég eignaðist litla stelpu fyrir sjö mánuðum þannig að það var bara tímaspursmál hvenær ég færi að sauma litla kjóla á stelpur,“ segir Birta Björnsdóttir, fatahönnuður og eigandi tískuvöruverslunarinnar Júniform. Hún hefur nú hafist handa við að hanna og sauma kjóla fyrir litlar stelpur og auglýsti þá á Fésbókarsíðu verslunarinnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og segist Birta hafa fengið fjölda fyrirspurna frá viðskiptavinum. Lífið 28.10.2009 05:30 Eivör í beinni Opnunartónleikar Womex-heimstónlistarhátíðarinnar í Kaupmannahöfn verða sendir út í beinni útsendingu á Rás 2 í kvöld. Opnunartónleikarnir eru að þessu sinni helgaðir norrænni tónlist. Heiða Árnadóttir, söngkona hljómsveitarinnar Mógils, er ein þeirra sem koma fram með hljómsveitinni. Það gerir líka Eivör Pálsdóttir, fósturdóttir Íslands. Útsending stendur frá klukkan 19 til 20.30. - drg Lífið 28.10.2009 05:00 Sló í gegn með Slori og skít Fyrsta breiðskífa rokksveitarinnar Hoffman, Your Secrets Are Safe with Us, er komin í búðir. Vinnslan við hana hófst í október í fyrra á sama tíma og kreppan skall á með miklu offorsi. Bassaleikarinn Sæþór Ágústsson segir að áfallið hafi veitt sveitinni mikinn innblástur. Lífið 28.10.2009 04:45 Ungfrú Ísland á lausu - myndir „Nei ég er ekki lofuð. Ég var á föstu í tvö og hálft ár með yndislegum strák en við hættum saman fyrir nokkrum mánuðum en höldum enn sambandi og erum góðir vinir." Lífið 27.10.2009 10:00 « ‹ ›
Kyssir aðeins kærastann Breska X-Factor stjarnan Leona Lewis neitaði Chace Crawford, úr þáttunum Gossip Girl, um koss í nýju tónlistarmyndbandi sínu. Lewis segist ekki vilja kyssa aðra karlmenn af tillitssemi við kærasta sinn, Lou Al-Chamaa. Lífið 30.10.2009 04:00
Bobbinn á pöbb í Grafarvogi „Bobbinn er svolítið bældur og segir ekki neitt. Hann er mjög einfaldur og nær alltaf að klúðra málunum í þessari auglýsingu,“ segir Sigurður Þorkelsson sem túlkar Bobbann í auglýsingum Steinda Jr. fyrir Sjóvá. Lífið 30.10.2009 04:00
Bjóst við meiri sölu Söngvarinn Bono segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögðin við nýjustu plötu U2, No Line on the Horizon. Platan hefur selst í um 1,3 milljónum eintaka síðan hún kom út í mars, sem er lélegasti árangur U2-plötu í rúman áratug. Lífið 30.10.2009 04:00
Hafði ekki tíma til að sukka Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara eftir Jón Ólafsson kemur út um miðjan nóvember. Jón kann vel við sig í þessu hlutverki. Lífið 30.10.2009 03:45
Forsala á Svörtuloftum í Iðu „Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af fyllibyttunum, við verðum lítið vör við þær hér í Lækjargötunni. Ætli birtan hjálpi okkur ekki, þær leita ekki mikið hingað,“ segir Arndís Sigurgeirsdóttir, verslunarstjóri í bókaversluninni Iðu. Sérstök forsala verður á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Svörtuloftum, á miðnætti á laugardagskvöld. Á sömu stundu er einmitt að renna mesta brennivínsæðið á Íslendinga í miðborginni. „Við höfum gert þetta áður með Harry Potter. Það var að vísu að sumarlagi, en 7-9-13, þetta mun ganga vel,“ segir Arndís. Lífið 30.10.2009 03:45
Besti hrekkjavökubúningurinn - myndband Hin svokallaða hrekkjavaka vekur yfirleitt mikla athygli í Bandaríkjunum. Þá keppast kanarnir við að klæða sig í búninga og toppa hvern annan. Hrekkjavakan er alltaf 31.október og því eru margir búnir að setja sig í stellingar. Lífið 29.10.2009 13:30
Hugleikur þreytir frumraun sína í uppistandi Skopteiknarinn og leikskáldið Hugleikur Dagsson mun koma fram á uppistandskvöldi á Batterínu (Gamla Organ) í kvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Hugleikur gerir slíkt. Hann mun þar koma í stað Árna Vilhjálmssonar sem er hluti af grínhópnum Mið-Ísland, en Árni verður fjarri góðu gamni í kvöld. Hugleikur var fámáll þegar Vísir náði af honum tali. Lífið 29.10.2009 12:30
Ívar Guðmunds og Arnar Grant leika hest „Við erum svolítið að skjóta á sjálfa okkur,“ segir útvarpsmaðurinn og fitness-tröllið Ívar Guðmundsson. Lífið 29.10.2009 07:00
Í stíl við rómantískar jólamyndir „Þetta er bara svo fín klassík. Kvikmyndaplaköt eru hálfgerðar hækur, þau eru svo stíf í formi,” segir Anna María Karlsdóttir hjá Ljósbandinu sem framleiðir kvikmyndina Desember en hún verður frumsýnd hinn 6. nóvember. Leikstjóri er Hilmar Oddsson en með aðalhlutverkin fara þau Tómas Lemarquis og Lovísa Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low. Lífið 29.10.2009 06:30
Fóru á Jackson-forsýningu Útvarpsþátturinn Zúúber stóð fyrir forsýningu á Michael Jackson-myndinni This Is It í Smárabíói í gær. Mikil eftirvænting hefur verið eftir myndinni, sem var gerð eftir fráfall popparans. Lífið 29.10.2009 06:00
Nornir mæta á Nasa „Páll Óskar sagðist ætla að taka á móti okkur í anddyrinu. Hann sagðist ætla að gera eins vel við okkur og hægt væri og ég veit að hann bregst ekki,“ segir Sirrý Sigfúsdóttir spákona, eða Sirrý spá. Yfir tuttugu nornir í Lífið 29.10.2009 04:30
RIFF jafnast á við hátíðina í Cannes Fjallað hefur verið um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, víða um heim síðan hún var haldin í haust. Dagblöð í Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Bandaríkjunum hafa öll fjallað lofsamlega um hátíðina. Menning 29.10.2009 04:15
Bridges og Coen saman á ný Jeff Bridges mun að öllum líkindum leika fyrir Coen-bræður á nýjan leik í myndinni True Grit. Hún er endurgerð samnefnds vestra frá 1969 og myndi Bridges feta í fótspor Johns Wayne í hlutverki kúrekans Reuben J. „Rooster“ Cogburn. Lífið 29.10.2009 04:00
Feitustu plöturnar fyrir jól Eins og hér stíla plötuútgefendur erlendis upp á að mæta með burðugar hljómplötur á síðustu mánuðunum fyrir jól. Nokkrar plötur sem eru vænlegar til að gera góða hluti á vinsældalistum og hjá gagnrýnendum eru handan við hornið. Dr. Gunni kannaði málið. Lífið 29.10.2009 04:00
Ísland í aðalhlutverki hjá Metropolitan Ísland verður í forgrunni í uppfærslu Metropolitan-óperunnar í New York á Niflungahring Richards Wagner. Þetta upplýsir leikstjóri sýningarinnar, hinn virti Robert Lepage, í viðtali við Wall Street Journal. Lífið 29.10.2009 04:00
Tiësto fær slæma dóma Kaleidoscope, nýjasta plata hollenska plötusnúðsins Tiësto, fær slæma útreið á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork. Jónsi í Sigur Rós syngur titillag plötunnar en það virðist ekki hafa dugað til því hún fær aðeins 3,8 í einkunn af 10 mögulegum. Lífið 29.10.2009 03:45
Harðari en fólk býst við Bróðir Svartúlfs varð tuttugasta og sjöunda hljómsveitin til að bera sigur úr býtum í Músíktilraunum í apríl. Bandið blandar saman rappi og rokki og hefur nú gefið út fyrstu plötuna sína. Hún er sex laga og samnefnd sveitinni. „Við tókum hana upp að hluta til fyrir sigurlaunin,“ segir Arnar Freyr Frostason, söngvari/rappari sveitarinnar. Lífið 29.10.2009 03:45
Vandræði Polanski Heimildarmyndin Roman Polanski: Wanted and Desired verður frumsýnd hjá Græna ljósinu á morgun. Um áhugaverða mynd er að ræða sem fjallar um hið sögufræga mál þegar leikstjórinn Roman Polanski var árið 1977 kærður fyrir að hafa haft mök við þrettán ára stúlku og gefið henni eiturlyf. Lífið 29.10.2009 03:30
Auðunn datt út í Tallinn Líkt og Vísir sagði frá í morgun hóf sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal leik á Pokerstarsmóti í Tallinn í Lettlandi í dag. Auðunn samdi á dögunum við Pokerstars.com um að taka þátt í völdum mótum á þeirra vegum og var þetta það fyrsta í röðinni. Mikið af stjörnum eru á mótinu en af Audda er það að frétta að hann er dottinn út. Lífið 28.10.2009 17:30
Jackson og Páll Óskar í Íslandi í dag Myndin This is it, sem fjallar um síðasta tónleikaferðalag stórstjörnunnar Michael Jackson, verður frumsýnd um allan heim í kvöld. Í Íslandi í dag verður sýndur bútur úr myndinni auk þess sem rætt verður við Pál Óskar Hjálmtýsson, sem er einn örfárra hér á landi sem hefur séð myndina. Lífið 28.10.2009 15:30
Auddi byrjaður að spila með stjörnunum í Tallinn Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal er byrjaður að spila á Pokerstarsmóti sem haldið er í Tallinn í Eistlandi. Þar etur hann kappi við nokkra af frægustu pókerspilurum heimsins. Líkt og komið hefur fram í fréttum hefur Auðunn samið við Pokerstars.com um að taka þátt í völdum mótum á þeirra vegum og er þetta mót það fyrsta í röðinni. Lífið 28.10.2009 11:47
Stefán Karl tekur við af Christopher Lloyd Stefán Karl Stefánsson mun leika Trölla í söngleiknum um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum í söngleik sem settur verður upp í Los Angeles. Lífið 28.10.2009 10:41
Strumparnir syngja Bahama-lag Ingós Tvö lög með Ingó og Veðurguðunum verða á nýrri Strumpaplötu sem kemur út 17. nóvember, þar á meðal titillagið Bahama. „Ég sagði bara já þegar ég var spurður hvort það mætti nota lögin á Strumpaplötu því krakkarnir hafa örugglega gaman af þessu," segir Ingó. Lífið 28.10.2009 07:45
Kvikmyndafyrirtæki læsir klóm í Konur Steinars Braga Framleiðslufyrirtækið ZikZak hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Steinars Braga, Konur, sem kom út á síðasta ári. Hún fékk frábæra dóma og var af mörgum talin bók ársins. Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak, var því að vonum ánægður með að klófesta verkið. Lífið 28.10.2009 07:00
Helgi Seljan kynnir grínið Grínhópurinn Mið-Ísland stendur fyrir ókeypis skemmtun á Batteríinu (áður Organ) annað kvöld kl. 21.30. Í hópnum eru Ari Eldjárn, Jóhann Alfreð, Dóri DNA, Bergur Ebbi og Árni Vilhjálmsson. Sjónvarpsmaðurinn og verðandi Akureyringurinn Helgi Seljan var munstraður til að vera kynnir á kvöldinu. Lífið 28.10.2009 06:45
Egill og Páll með Furstum Hljómsveitin Furstarnir með Geir Ólafsson í fararbroddi heldur sína árlegu tónleika á Kringlukránni 6. og 7. nóvember. Aðrir söngvarar auk Geirs verða þau Ólafur Gaukur, Svanhildur Jakobsdóttir, André Bachmann, Egill Ólafsson og Páll Rósinkrans. Lífið 28.10.2009 06:00
Hannar kjóla á litlar stúlkur „Ég eignaðist litla stelpu fyrir sjö mánuðum þannig að það var bara tímaspursmál hvenær ég færi að sauma litla kjóla á stelpur,“ segir Birta Björnsdóttir, fatahönnuður og eigandi tískuvöruverslunarinnar Júniform. Hún hefur nú hafist handa við að hanna og sauma kjóla fyrir litlar stelpur og auglýsti þá á Fésbókarsíðu verslunarinnar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og segist Birta hafa fengið fjölda fyrirspurna frá viðskiptavinum. Lífið 28.10.2009 05:30
Eivör í beinni Opnunartónleikar Womex-heimstónlistarhátíðarinnar í Kaupmannahöfn verða sendir út í beinni útsendingu á Rás 2 í kvöld. Opnunartónleikarnir eru að þessu sinni helgaðir norrænni tónlist. Heiða Árnadóttir, söngkona hljómsveitarinnar Mógils, er ein þeirra sem koma fram með hljómsveitinni. Það gerir líka Eivör Pálsdóttir, fósturdóttir Íslands. Útsending stendur frá klukkan 19 til 20.30. - drg Lífið 28.10.2009 05:00
Sló í gegn með Slori og skít Fyrsta breiðskífa rokksveitarinnar Hoffman, Your Secrets Are Safe with Us, er komin í búðir. Vinnslan við hana hófst í október í fyrra á sama tíma og kreppan skall á með miklu offorsi. Bassaleikarinn Sæþór Ágústsson segir að áfallið hafi veitt sveitinni mikinn innblástur. Lífið 28.10.2009 04:45
Ungfrú Ísland á lausu - myndir „Nei ég er ekki lofuð. Ég var á föstu í tvö og hálft ár með yndislegum strák en við hættum saman fyrir nokkrum mánuðum en höldum enn sambandi og erum góðir vinir." Lífið 27.10.2009 10:00