Strumparnir syngja Bahama-lag Ingós 28. október 2009 07:45 Strumparnir syngja hið vinsæla Bahama eftir Ingó og Veðurguðina á nýrri plötu sem kemur út í nóvember. Tvö lög með Ingó og Veðurguðunum verða á nýrri Strumpaplötu sem kemur út 17. nóvember, þar á meðal titillagið Bahama. „Ég sagði bara já þegar ég var spurður hvort það mætti nota lögin á Strumpaplötu því krakkarnir hafa örugglega gaman af þessu," segir Ingó. Lagið hans Bahama hefur notið mikilla vinsælda, rétt eins og Macarena-lagið sem var á gríðarlega vinsælli Strumpaplötu sem kom út 1996. Seldist hún í hátt í þrettán þúsund eintökum. Tvær Strumpaplötur fylgdu í kjölfarið sem seldust samanlagt í um tíu þúsund eintökum. Stefgjöld renna til þeirra sem eiga lög á Strumpaplötum og því mætti ætla að Ingó fengi þar vænan skerf í sinn hlut. „Ég var ekki að búa mig undir að græða mikið á þessari Strumpaplötu. Miðað við að við höfum ekkert mokgrætt á Veðurguðaplötunni þá er, held ég, erfitt að græða mikið á Strumpaplötunni enda erum við bara með tvö lög." Alls verða tíu vinsæl íslensk lög á plötunni auk fjögurra frá belgíska Strumpa-rétthafanum. Strumpasöngvararnir verða þeir sömu og síðast, þeir Einar Rúnarsson og Björgvin Ploder úr Sniglabandinu. „Ég náði varla að stynja upp erindið áður en þeir sögðu já," segir Eiður Arnarsson hjá Senu. Hann telur það hið besta mál fyrir Ingó að fá höfundarlaun fyrir plötuna. „Ef hann græðir þá græðum við líka í þessu tilfelli." Á meðal fleiri laga á plötunni verða Sódóma með Sálinni, Stuðmannalagið Manstu ekki eftir mér og Týnda kynslóðin eftir Bjartmar Guðlaugsson. „Það veittu allir góðfúslegt leyfi og þetta þótti mörgum hverjum afskaplega mikill heiður," segir Eiður. - fb Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Tvö lög með Ingó og Veðurguðunum verða á nýrri Strumpaplötu sem kemur út 17. nóvember, þar á meðal titillagið Bahama. „Ég sagði bara já þegar ég var spurður hvort það mætti nota lögin á Strumpaplötu því krakkarnir hafa örugglega gaman af þessu," segir Ingó. Lagið hans Bahama hefur notið mikilla vinsælda, rétt eins og Macarena-lagið sem var á gríðarlega vinsælli Strumpaplötu sem kom út 1996. Seldist hún í hátt í þrettán þúsund eintökum. Tvær Strumpaplötur fylgdu í kjölfarið sem seldust samanlagt í um tíu þúsund eintökum. Stefgjöld renna til þeirra sem eiga lög á Strumpaplötum og því mætti ætla að Ingó fengi þar vænan skerf í sinn hlut. „Ég var ekki að búa mig undir að græða mikið á þessari Strumpaplötu. Miðað við að við höfum ekkert mokgrætt á Veðurguðaplötunni þá er, held ég, erfitt að græða mikið á Strumpaplötunni enda erum við bara með tvö lög." Alls verða tíu vinsæl íslensk lög á plötunni auk fjögurra frá belgíska Strumpa-rétthafanum. Strumpasöngvararnir verða þeir sömu og síðast, þeir Einar Rúnarsson og Björgvin Ploder úr Sniglabandinu. „Ég náði varla að stynja upp erindið áður en þeir sögðu já," segir Eiður Arnarsson hjá Senu. Hann telur það hið besta mál fyrir Ingó að fá höfundarlaun fyrir plötuna. „Ef hann græðir þá græðum við líka í þessu tilfelli." Á meðal fleiri laga á plötunni verða Sódóma með Sálinni, Stuðmannalagið Manstu ekki eftir mér og Týnda kynslóðin eftir Bjartmar Guðlaugsson. „Það veittu allir góðfúslegt leyfi og þetta þótti mörgum hverjum afskaplega mikill heiður," segir Eiður. - fb
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira