Hafði ekki tíma til að sukka 30. október 2009 03:45 Magnaður náungi Söknuður, ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar. Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara eftir Jón Ólafsson kemur út um miðjan nóvember. Jón kann vel við sig í þessu hlutverki. „Ég get alveg hugsað mér að skrifa meira í nánustu framtíð. En það verður að vera eitthvað sem heillar mig. Ég er þó ekkert farinn að spá í framhaldið. Mér fannst þetta verkefni eiga vel við mig. Það er gaman að hitta fólk og spjalla,“ segir Jón Ólafsson, sem hefur skrifað ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar, Söknuður. „En svo á auðvitað alveg eftir að koma í ljós hversu góður penni ég er. Ég hef búið mig andlega undir að verða slátrað af gagnrýnendum frá því ég byrjaði að skrifa bókina.“ Von er á ævisögunni um miðjan nóvember. Jón segist ekki hafa verið forfallinn aðdáandi Vilhjálms þegar ævisagnaritunin hófst. „Ég var samt hrifinn af mörgu, eins og Hana nú-plötunni til dæmis, en ég er orðinn mun meiri aðdáandi núna eftir bókaskrifin. Ég vissi takmarkað um hann í byrjun, enda er lítið til af rituðum heimildum, viðtölum og slíku. Svo bjó hann í Lúxemborg í fimm ár. Ævisagan er byggð upp á samtölum við fólk sem hann umgekkst. Mér telst til ég hafi talað við á þriðja hundruð manns. Flesta hitti ég augliti til auglitis en aðra stóð ég í bréfaskriftum við.“ Sú mynd af Vilhjálmi sem Jón hefur er að hann hafi verið „magnaður náungi sem lét sér fátt óviðkomandi“. „Það eru margar frábærar sögur í bókinni og hann átti mjög viðburðaríka ævi. Bókin er hátt í 300 blaðsíður þótt Vilhjálmur hafi ekki orðið nema 32 ára. Hann var mjög leitandi og forvitinn um flest. Hann var líka gömul sál.“ Margt athyglisvert kemur fram um söngvarann, meðal annars að hann var ákafur lesandi vísindaskáldsagna, var með próf í dáleiðslu, lagði stund á rússnesku og svahílí og tók virkan þátt í alþjóðlegri réttindabaráttu flugmanna. Jón grefur meira að segja upp „nýtt“ lag með Vilhjálmi, „Everybody‘s talking“ úr Midnight cowboy sungið á íslensku, lag sem kom út á hljómplötu Söngflokks Eiríks Árna árið 1976. „Maggi Kjartans stjórnaði upptökum á plötunni og fékk Vilhjálm til að koma í hljóðverið og syngja einsöng í laginu. En Vilhjálmur vildi einhverra hluta vegna ekki að nafn sitt kæmi fram á plötunni.“ Jón segir Vilhjálm ekki hafa verið óreglumann og því sé lítið um sukksögur í bókinni. „En hann var auðvitað í þessum músikbransa og flugmaður þar að auki, svo það hefur örugglega oft verið til bjór í ísskápnum hjá honum. Hann kom ótrúlega miklu í verk á skammri ævi auk þess að vera sífellt í háloftunum. Tími til sukks var því af skornum skammti. En hann var svo sem enginn Jesús Kristur,“ segir höfundurinn. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Ævisaga Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara eftir Jón Ólafsson kemur út um miðjan nóvember. Jón kann vel við sig í þessu hlutverki. „Ég get alveg hugsað mér að skrifa meira í nánustu framtíð. En það verður að vera eitthvað sem heillar mig. Ég er þó ekkert farinn að spá í framhaldið. Mér fannst þetta verkefni eiga vel við mig. Það er gaman að hitta fólk og spjalla,“ segir Jón Ólafsson, sem hefur skrifað ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar, Söknuður. „En svo á auðvitað alveg eftir að koma í ljós hversu góður penni ég er. Ég hef búið mig andlega undir að verða slátrað af gagnrýnendum frá því ég byrjaði að skrifa bókina.“ Von er á ævisögunni um miðjan nóvember. Jón segist ekki hafa verið forfallinn aðdáandi Vilhjálms þegar ævisagnaritunin hófst. „Ég var samt hrifinn af mörgu, eins og Hana nú-plötunni til dæmis, en ég er orðinn mun meiri aðdáandi núna eftir bókaskrifin. Ég vissi takmarkað um hann í byrjun, enda er lítið til af rituðum heimildum, viðtölum og slíku. Svo bjó hann í Lúxemborg í fimm ár. Ævisagan er byggð upp á samtölum við fólk sem hann umgekkst. Mér telst til ég hafi talað við á þriðja hundruð manns. Flesta hitti ég augliti til auglitis en aðra stóð ég í bréfaskriftum við.“ Sú mynd af Vilhjálmi sem Jón hefur er að hann hafi verið „magnaður náungi sem lét sér fátt óviðkomandi“. „Það eru margar frábærar sögur í bókinni og hann átti mjög viðburðaríka ævi. Bókin er hátt í 300 blaðsíður þótt Vilhjálmur hafi ekki orðið nema 32 ára. Hann var mjög leitandi og forvitinn um flest. Hann var líka gömul sál.“ Margt athyglisvert kemur fram um söngvarann, meðal annars að hann var ákafur lesandi vísindaskáldsagna, var með próf í dáleiðslu, lagði stund á rússnesku og svahílí og tók virkan þátt í alþjóðlegri réttindabaráttu flugmanna. Jón grefur meira að segja upp „nýtt“ lag með Vilhjálmi, „Everybody‘s talking“ úr Midnight cowboy sungið á íslensku, lag sem kom út á hljómplötu Söngflokks Eiríks Árna árið 1976. „Maggi Kjartans stjórnaði upptökum á plötunni og fékk Vilhjálm til að koma í hljóðverið og syngja einsöng í laginu. En Vilhjálmur vildi einhverra hluta vegna ekki að nafn sitt kæmi fram á plötunni.“ Jón segir Vilhjálm ekki hafa verið óreglumann og því sé lítið um sukksögur í bókinni. „En hann var auðvitað í þessum músikbransa og flugmaður þar að auki, svo það hefur örugglega oft verið til bjór í ísskápnum hjá honum. Hann kom ótrúlega miklu í verk á skammri ævi auk þess að vera sífellt í háloftunum. Tími til sukks var því af skornum skammti. En hann var svo sem enginn Jesús Kristur,“ segir höfundurinn. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira