Ungfrú Ísland á lausu - myndir 27. október 2009 10:00 „Það eru fjórar undankeppnir áður en lokakvöldið er haldið þar sem að sigurvegararnir í þessum fjórum keppnum komast áfram í undanúrslit (topp 15). Það er hæfileikakeppni, sundfatastelpan valin, flottasta modelið valið og síðan íþróttakeppni." útskýrir Guðrún Dögg Ungfrú Ísland. MYND/arnold.is. „Ég er núna á leiðinni í Miss World 6. nóvember," segir Guðrún Dögg Rúnarsdóttir Ungfrú Ísland 2009 þegar Vísir forvitnast hvað hún er að brasa. „Það eru 120 keppendur og við munum ferðast mikið á milli staða. Það er gaman að segja frá því að við bjóðum upp á þjóðargjafirnar okkar. Þjóðargjöf er eitthvað sem að hver keppandi kemur með frá sínu landi og kynnir hana á sviði. Hún Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður er að smíða mína," segir Guðrún. „Síðan er Heiðar Jóns æðibiti auðvitað að hjálpa mér að æfa göngulagið á sviðinu og svona." MYND/arnold.is. „Þetta er rosa stór viðburður og á lokakvöldinu komum við, 120 stelpur, fram í „designers kjólum" eftir flottan hönnuð frá okkar landi. Sá hönnuður sem vinnur þá keppni hlýtur titilinn „world class designer" en Andersen og Lauth lána mér glæsilegan kjól til að vera í á þessu kvöldi." „Ég verð úti í 5 vikur í heildina og kem svo heim 16. desember. Það er rosalegur tími og vinna sem fer í undirbúning fyrir svona keppni en það er algjörlega þess virði." Guðrún er á lausu. MYND/arnold.is. „Ég er í einkaþjálfun hjá Garðari Sigvalda í Sporthúsinu en hann er að koma mér í toppform áður en ég held út. Ég hef tekið mataræðið alveg í gegn svo að ég líti nú sæmilega út," segir Guðrún. „Samhliða því fer ég reglulega í Trimform Berglindar. Síðan er rosa mikið af kjólum og svona fíneríi sem að ég tek út með mér því við erum stanslaust í myndatökum og viðtölum og þurfum alltaf að vera vel til fara." Það er meira en að segja það að taka þátt í Miss World keppninni. Guðrún, 18 ára, er á fullu að undirbúa sig þessa dagana. MYND/arnold.is. „Nína fatabúð á Akranesi er að styrkja mig. Ég fékk fullt af flottum fötum hjá þeim sem ég get bæði notað dagsdaglega og á „dinnerunum" á kvöldin. Síðan er Heiðar Jóns æðibiti auðvitað að hjálpa mér að æfa göngulagið á sviðinu og svona." Ertu lofuð? „Nei ég er ekki lofuð. Ég var á föstu í tvö og hálft ár með yndislegum strák en við hættum saman fyrir nokkrum mánuðum en höldum enn sambandi og erum góðir vinir."Arnold Björnsson tók meðfylgjandi myndir af Guðrúnu. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Ég er núna á leiðinni í Miss World 6. nóvember," segir Guðrún Dögg Rúnarsdóttir Ungfrú Ísland 2009 þegar Vísir forvitnast hvað hún er að brasa. „Það eru 120 keppendur og við munum ferðast mikið á milli staða. Það er gaman að segja frá því að við bjóðum upp á þjóðargjafirnar okkar. Þjóðargjöf er eitthvað sem að hver keppandi kemur með frá sínu landi og kynnir hana á sviði. Hún Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður er að smíða mína," segir Guðrún. „Síðan er Heiðar Jóns æðibiti auðvitað að hjálpa mér að æfa göngulagið á sviðinu og svona." MYND/arnold.is. „Þetta er rosa stór viðburður og á lokakvöldinu komum við, 120 stelpur, fram í „designers kjólum" eftir flottan hönnuð frá okkar landi. Sá hönnuður sem vinnur þá keppni hlýtur titilinn „world class designer" en Andersen og Lauth lána mér glæsilegan kjól til að vera í á þessu kvöldi." „Ég verð úti í 5 vikur í heildina og kem svo heim 16. desember. Það er rosalegur tími og vinna sem fer í undirbúning fyrir svona keppni en það er algjörlega þess virði." Guðrún er á lausu. MYND/arnold.is. „Ég er í einkaþjálfun hjá Garðari Sigvalda í Sporthúsinu en hann er að koma mér í toppform áður en ég held út. Ég hef tekið mataræðið alveg í gegn svo að ég líti nú sæmilega út," segir Guðrún. „Samhliða því fer ég reglulega í Trimform Berglindar. Síðan er rosa mikið af kjólum og svona fíneríi sem að ég tek út með mér því við erum stanslaust í myndatökum og viðtölum og þurfum alltaf að vera vel til fara." Það er meira en að segja það að taka þátt í Miss World keppninni. Guðrún, 18 ára, er á fullu að undirbúa sig þessa dagana. MYND/arnold.is. „Nína fatabúð á Akranesi er að styrkja mig. Ég fékk fullt af flottum fötum hjá þeim sem ég get bæði notað dagsdaglega og á „dinnerunum" á kvöldin. Síðan er Heiðar Jóns æðibiti auðvitað að hjálpa mér að æfa göngulagið á sviðinu og svona." Ertu lofuð? „Nei ég er ekki lofuð. Ég var á föstu í tvö og hálft ár með yndislegum strák en við hættum saman fyrir nokkrum mánuðum en höldum enn sambandi og erum góðir vinir."Arnold Björnsson tók meðfylgjandi myndir af Guðrúnu.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira