Lífið

Þriðja barn Knoxville

Ólátabelgurinn Johnny Knoxville úr Jackass-myndunum á von á sínu þriðja barni með annarri eiginkonu sinni, Naomi Nelson. Þetta verður annað barn þeirra saman en fyrir eiga þau hinn sextán mánaða Rocko.

Lífið

Smágerður ævintýraheimur

Niðurstaða: Heildin er helst til áferðarfalleg og gæti verið áleitnari. Engu að síður vönduð og vel unnin sýning, áhorfandinn nýtur þess að rýna í smágerðar myndir og lesa ljóð.

Gagnrýni

Litasprengja vorsins

Það styttist í vorkomuna og því vert að skoða vor- og sumartískuna svolítið. Litagleðin er mikil og nóg er um alls kyns munstur og prentaðar myndir sem blandað er saman á skemmtilegan máta. Vorlína ítalska tískuhússins Prada er líklega sú sem hefur fengið hvað mest umtal og orðið mörgum tískukeðjum innblástur. Þar voru stórgerðar rendur og sterkir litir allsráðandi líkt og hjá hinni þýsku Jil Sander. Sander vakti mikla athygli með gólfsíðum, hólkvíðum kjólum og pilsum og hafa Hollywood-stjörnurnar kollfallið fyrir hönnun Sander. Vorlína Versace þótti jafnframt nokkuð vel heppnuð og einkenndist einnig af miklum og sterkum litum. Línan var kvenleg og fallega sniðin og átti svo sannarlega athyglina skilið.

Tíska og hönnun

Fyrsta íslenska útrásin var falin í skjalasafni

Nýjasta heimildarmynd Þorsteins J., Iceland Food Centre - íslenska útrásin, verður frumsýnd á Stöð 2 á páskadag. Myndin er saga íslensks veitingastaðar sem var opnaður í desember 1965 við Regent Street og var aðeins opinn í 18 mánuði. Hún er byggð á gögnum sem Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur fann í skjalasafni fjármálaráðuneytisins fyrir margt löngu. Í þessum gögnum er saga hlutafélagisns sem ríkið átti helmingin í rakin, frá mars 1965 og þangað til félaginu er slitið 1977.

Lífið

Sjaldan veldur einn þá tveir deila

Páskarnir eru tími vors, blóma, hamingju og málshátta. Í tilefni komandi hátíða fékk Fréttablaðið nokkra nafntogaða einstaklinga til að velja heppilega og viðeigandi málshætti í páskaegg þeirra sem þeir hafa deilt við að undanförnu, og öfugt.

Lífið

Daníel Óliver opnar sig

Í meðfylgjandi myndskeiði opnar söngvarinn Daníel Óliver sig um ástina og hvernig elskhuga hann gæti hugsað sér að eignast. Þá segir Daníel Óliver einnig frá nýja laginu hans Superficial.

Lífið

Foringinn fékk tvo rándýra gítara

„Ég hef alltaf verið hrifinn af fallegum gíturum,“ segir tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, eða Foringinn eins og hann er gjarnan kallaður innan bransans.

Lífið

Tróðu upp í Kaupmannahöfn

„Við áttum æðislega daga í Köben. Ég átti reyndar pantað borð á Hard Rock Café en komst ekki. Svo var Tívolíið lokað en Strikið stóð fyrir sínu,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason listamaður.

Lífið

Vill verða aðstoðarmaður Lady Gaga

"Það yrði náttúrlega algjör draumur að fá að hitta hana í eigin persónu, hvað þá að fá að aðstoða hana í heilan dag,“ segir Atli Freyr Arnarson, en hann hefur skráð sig í keppni þar sem fyrstu verðlaun eru að fljúga til London og aðstoða poppstjörnuna Lady Gaga í heilan dag.

Lífið

Tónlistarveisla í eyðimörkinni

Það var skammt stórra högga á milli á tónlistarhátíðinni Coachella um helgina enda er hún ein sú stærsta sinnar tegundar. Gestir hátíðarinnar dilluðu sér í 30 stiga hita og sól við tóna frá hljómsveitum á borð við The Strokes, The National, Kings of Leon, Arcade Fire, Mumford and Sons, Robyn og Kanye West.

Lífið

Litirnir gripu athyglina

Dísir boutique er ný vefverslun sem selur endurnýtanlegar töskur frá Envirosax. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 til að bjóða upp á vörur sem taka tillit til umhverfisins, eru einstakar og fjölnota. "Þetta ævintýri hófst með því að ég og dóttir mín vorum á vörusýningu í Kaupmannahöfn og sáum þessar töskur þar," segir Þórey Þórisdóttir, eigandi vefverslunarinnar.

Tíska og hönnun

Kampavín og rifflaðir smokkar hjá Busta

Rapparinn Busta Rhymes er væntanlegur til landsins og kemur fram á tónleikum í Vodafone-höllinni þriðjudaginn 17. maí. Rhymes er vinsæll rappari á heimsvísu, en gerir þó nokkuð hógværar kröfur um varning sem á að bíða hans í búningsherberginu.

Lífið

Draumkennt augnaráð kvenna

Löng, hnausþykk og uppbrett augnhár eru prýði hverrar konu en ekki eru allar svo heppnar að hljóta slíka augnadýrð í vöggugjöf. Nú er hægt að lengja og þykkja augnhár með eðlilegum gerviaugnhárum þannig að útkoman er náttúruleg og augnaráðið heillandi fagurt.

Lífið

Sá tvíhneppti snýr aftur

Tvíhnepptu jakkafötin hafa mátt þola fyrirlitningu tískugúrúa frá því þau fóru úr tísku á áttunda áratugnum. Vegsemd þeirra virðist þó á uppleið þar sem nokkrir vel metnar stjörnur hafa klæðst þeim að undanförnu.

Tíska og hönnun

Á stall með Coco Chanel

Vera Þórðardóttir tekur þátt í sýningu helgaðri hinum litla svarta kjól Coco Chanel og er í hópi þekktra hönnuða. Hún spannar mikilvægustu svörtu kjóla síðustu áratuga og nýja og forvitnilega að auki.

Lífið

Keppir við þá bestu

Reykvíkingurinn Torfi Þór Torfason matreiðslumaður bar sigur úr býtum í kaffibarþjónakeppninni World Brewers Cup í Kaupmannahöfn nýlega. Frammistaðan tryggir honum þátttökurétt í heimsmeistarakeppni í Hollandi í sumar eins og frá er greint á freisting.is. „Þetta var keppni í að búa til svart kaffi upp á gamla mátann, í gegnum filter,“ segir Torfi Þór, sem hellti upp á kaffitegundina Kieni frá Kenya. „Bragðið er ferskt og berjaríkt og lyktin lík og af brenndum fíkjum,“ lýsir hann.

Lífið

Hélene Magnússon - Einn helsti málsvari íslenskra hannyrða

Fáum hefði dottið í hug að franskur lögfræðingur og hönnuður myndi standa í fremstu víglínu í kynningu á íslensku prjóni erlendis. Hélène Magnússon er einn helsti málsvari íslenskra hannyrða en í lok næsta árs gefur hún út tvær bækur á ensku um íslenskar hannyrðir sem koma meðal annars út í Kanada og Bandaríkjunum og verða til að mynda seldar hjá vefbókarisanum amazon.com.

Lífið

Hugsaði um að taka eigið líf

Sextán ár eru liðin frá því Anna Kristjánsdóttir gekkst undir aðgerð til leiðréttingar á kyni. Fyrir aðgerðina eignaðist Anna þrjú börn og á í dag sex barnabörn. Hún býr nú með köttunum sínum tveimur í Árbænum. Hún viðurkennir að þegar henni leið sem verst fyrir aðgerðina hugsaði hún um að taka eigið líf. Anna berst enn ötullega fyrir réttindum transfólks og á sæti í nýrri nefnd á vegum velferðarráðuneytisins sem mun móta tillögur til að bæta réttarstöðu þessa hóps. Erla Hlynsdóttir ræðir við Önnu um aðkastið sem hún varð fyrir, fjölskyldulífið og sílíkonaðgerðir í sjónvarpsþættinum Ísland í dag sem hefst strax að loknum fréttum Stöðvar 2.

Lífið

Skotheld fegrunarráð Sigrúnar

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Sigrúnu Lilju Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra Gyðju fyrir Vikuna þar sem hún segir meðal annars frá því hvernig hún stonfaði Gyðju, skrifaði nýju bókina sína The Next Big Thing sem er orðin metsölubók í Bandaríkjunum og nýju söluskriftstofu Gyðju sem hún opnaði nýverið í Miami. Okkur langaði að forvitnast aðeins um heilsu Sigrúnar og spurðum hana spjörunum úr hvað það varðar.

Lífið

Til í allt með Steinda Jr.

"Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar.

Lífið

Britney þú blómstrar stelpa

Söngkonan Britney Spears, 29 ára, og unnusti hennar, Jason Trawick, mættu á hafnarboltaleik hjá 5 ára syni hennar, Sean Preston, í Los Angeles í gær, sunnudag. Barnsfaðir söngkonunnar, Kevin Federline, var einnig á leiknum en hann er einn af þjálfurum liðsins. Eins og myndirnar sýna blómstrar Britney þessa dagana - klædd í fallegan blómakjól.

Lífið

Ertu virkilega að sofa hjá giftum manni?

Meðfylgjandi má heyra tvær vinkonur spjalla saman á persónulegu nótunum þar sem önnur þeirra fær að vita hvað vinkona hennar gerir í hádeginu og það með giftum manni. Um er að ræða stuttan skets, sem er fastur liður í útvarpsþætti Siggu Lund og Ellý Ármanns sem er á dagskrá Bylgjunnar á sunnudagskvöldum. Síða þáttarins á Facebook.

Lífið

Íslensk stuttmynd á Cannes

„Ég og tökumaðurinn minn, Hrafn Jónsson, erum að spá í að fara, við erum komnir með miðann en nú er bara að redda pening,“ segir Eilífur Þrastarson, kvikmyndagerðarnemi í Prag. Stuttmynd hans Shirley hefur verið valinn til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes í svokölluðum Short Film Corner-flokki. Cannes er ein stærsta kvikmyndahátíð heims en þangað flykkist allt helsta kvikmyndagerðarfólk í heiminum og drekkur léttvín við hvítar strendur Miðjarðarhafsins.

Lífið

Ógeðslegt ástaratriði

Reese Witherspoon segir að ástaratriði sem hún lék í á móti Robert Pattinson í myndinni Water For Elephants hafi verið ógeðslegt. Ástæðan er sú að Pattison var mjög kvefaður og var allan tímann hóstandi og hnerrandi á meðan þau voru að knúsast.

Lífið

10 ára afmæli Fréttablaðsins

Eins og meðfylgjandi myndir sýna var frábær stemning á tíu ára afmælishátíð Fréttablaðsins á laugardaginn. Hátt í tíu þúsund gestir á öllum aldri fögnuðu áfanganum ásamt starfsfólki Fréttablaðsins. Páskaeggjaleit fór fram í Öskjuhlíðinni og boðið var upp á gómsæta tíu metra langa köku með yfir 2000 kökusneiðum sem kláraðist á 45 mínútum. Þá var einnig boðið upp á Svala, heitt kakó og hátt í þúsund vöfflur með rjóma. Skoppa og Skrítla, leikhópurinn Lotta, Friðrik Dór, Pollapönk og Páll Óskar héldu uppi stuðinu og Franzína mús var kynnir.

Lífið

Pabbi Völu Grand söng og mamma bakaði

Meðfylgjandi myndskeið var tekið í 25 ára afmæli Völu Grand á veitingastaðnum Oliver í gærkvöldi. Pabbi Völu stjórnaði afmælissöngnum áður en Vala Grand skar kökuna sem mamma hennar bakaði handa henni í tilefni dagsins.

Lífið

Hreinskilinn Rourke

Leikarinn Mickey Rourke lýsir kvikmyndinni Passion Play sem hræðilegri, en hann fór með hlutverk í myndinni ásamt Megan Fox, Bill Murray og Rhys Ifans. Myndin fjallar í stuttu máli um jasstónlistarmann sem kemst í kynni við unga konu sem fædd er með fuglsvængi og ferðast um Bandaríkin með sirkus.

Lífið

Tekur púlsinn á samfélaginu

Einfalt og tímalaust eru orðin sem lýsa best stíl ljósmyndarans Einars Snorra. Með Gwen Stefani og hljómsveitina R.E.M. á ferilskránni býður Einar Snorri Íslendingum upp á myndatöku gegn vægu verði næstu daga en hann er að sanka að sér efni í nýja portrettbók.

Lífið