Hið myrka framhjáhald Jónas Sen skrifar 28. september 2011 11:00 Tónlist. Upphafstónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Sunnudagskvöldið 25. september. Það er notalegt að koma á tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Harpan er vissulega glæsilegt tónleikahús, en maður vonar samt að tónlistarlífið í Reykjavík verði ekki BARA þar. Svona upp á fjölbreytnina! Vonandi verður Bústaðakirkja áfram heimili klúbbsins. Það er líka gott að þurfa ekki að borga 500 kall fyrir bílastæði, eins og í Hörpunni. Sem er að verða býsna pirrandi. Fyrstu tónleikar klúbbsins í vetur hófust á myrkum nótum, á Verklärte Nacht eftir Schönberg. Ólíkt síðari verkum tónskáldsins, sem þóttu á sínum tíma ómstríð og framúrstefnuleg, er það rómantískt og í gömlum stíl, enda æskuverk. Það er innblásið af ljóði eftir Richard Dehmel, sem fjallar um framhjáhald. Verkið var upphaflega samið fyrir strengjasextett, en var síðar umritað fyrir stærri strengjasveit og er þekktast í þeim búningi. Miklar tilfinningar og innri átök skila sér betur þannig, breiddin sem strengjasveit hefur yfir að ráða er einfaldlega meiri. Þetta kom aðeins að sök á tónleikunum. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson, Pálína Árnadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agnarsson. Leikur þeirra var samstilltur og ákaflega vandaður, en tilfinningaofsinn í verkinu náði samt ekki almennilega í gegn. Kannski hefði endurómunin í kirkjunni mátt vera ögn meiri fyrir akkúrat þessa tónlist. Spilamennskan og túlkunin var engu að síður falleg, en e.t.v. full varfærnisleg. Mun meira fútt var í síðari tónsmíðinni á dagskránni, hinum fjöruga, en spennuþrungna sextett eftir Tsjajkovskí, Souvenir de Florence. Tsjajkovskí elskaði Ítalíu og dvaldi þar oft. Sextettinn er kraftmikið verk sem ólgar af ástríðum, og einkennandi fyrir hann eru grípandi laglínur. Hér var flutningurinn í fremstu röð. Samspilið var pottþétt og allskyns einleiksstrófur voru flottar og hnitmiðaðar. Túlkunin var prýðilega byggð upp, stígandin í leiknum var markviss, nánast rafmögnuð. Óneitanlega var það frábær byrjun á dagskránni í vetur. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar í Kammermúsíkklúbbnum þar sem fór saman vandað samspil og falleg túlkun. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Upphafstónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Sunnudagskvöldið 25. september. Það er notalegt að koma á tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Harpan er vissulega glæsilegt tónleikahús, en maður vonar samt að tónlistarlífið í Reykjavík verði ekki BARA þar. Svona upp á fjölbreytnina! Vonandi verður Bústaðakirkja áfram heimili klúbbsins. Það er líka gott að þurfa ekki að borga 500 kall fyrir bílastæði, eins og í Hörpunni. Sem er að verða býsna pirrandi. Fyrstu tónleikar klúbbsins í vetur hófust á myrkum nótum, á Verklärte Nacht eftir Schönberg. Ólíkt síðari verkum tónskáldsins, sem þóttu á sínum tíma ómstríð og framúrstefnuleg, er það rómantískt og í gömlum stíl, enda æskuverk. Það er innblásið af ljóði eftir Richard Dehmel, sem fjallar um framhjáhald. Verkið var upphaflega samið fyrir strengjasextett, en var síðar umritað fyrir stærri strengjasveit og er þekktast í þeim búningi. Miklar tilfinningar og innri átök skila sér betur þannig, breiddin sem strengjasveit hefur yfir að ráða er einfaldlega meiri. Þetta kom aðeins að sök á tónleikunum. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson, Pálína Árnadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agnarsson. Leikur þeirra var samstilltur og ákaflega vandaður, en tilfinningaofsinn í verkinu náði samt ekki almennilega í gegn. Kannski hefði endurómunin í kirkjunni mátt vera ögn meiri fyrir akkúrat þessa tónlist. Spilamennskan og túlkunin var engu að síður falleg, en e.t.v. full varfærnisleg. Mun meira fútt var í síðari tónsmíðinni á dagskránni, hinum fjöruga, en spennuþrungna sextett eftir Tsjajkovskí, Souvenir de Florence. Tsjajkovskí elskaði Ítalíu og dvaldi þar oft. Sextettinn er kraftmikið verk sem ólgar af ástríðum, og einkennandi fyrir hann eru grípandi laglínur. Hér var flutningurinn í fremstu röð. Samspilið var pottþétt og allskyns einleiksstrófur voru flottar og hnitmiðaðar. Túlkunin var prýðilega byggð upp, stígandin í leiknum var markviss, nánast rafmögnuð. Óneitanlega var það frábær byrjun á dagskránni í vetur. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar í Kammermúsíkklúbbnum þar sem fór saman vandað samspil og falleg túlkun.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira