Lífið

Britney trúlofuð

Britney Spears, 30 ára, trúlofaðist unnusta sínum og umboðsmanni til margra ára, Jason Trawick, í Planet Hollywood spilavíti í Las Vegas í gær...

Lífið

Alli abstrakt nennti í viðtal

„Þetta er svona einn dagur á viku sem maður lætur eins og algjör letingi. Þetta lag var gert á svoleiðis degi," segir rapparinn Alexander Jarl Abu-Samrah, betur þekktur sem Alli abstrakt.

Lífið

White Signal sigurvegari

Sigurvegari í Jólalagakeppni Rásar 2 árið 2011 er hljómsveitin White Signal frá Reykjavík og Hafnarfirði. Lag hennar, Jólanótt, er eftir Guðrúnu Ólafsdóttur við texta Guðrúnar og Katrínar Helgu Ólafsdóttur og hlaut það flest atkvæði hlustenda Rásar 2. White Signal skipa fimm fjórtán til sextán ára gamlir tónlistarmenn.

Lífið

Gamlinginn slær Potter og Larsson við

Ekkert lát er á vinsældum sænsku bókarinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Bókin hefur nú verið prentuð í 20 þúsund eintökum. Páll Valsson, þýðandi bókarinnar, segir að aldrei hafi þýdd bók selst jafnmikið á svo skömmum tíma fyrir ein jól hérlendis. Þar með hafi Gamlinginn skákað ekki minni mönnum en Harry Potter og Dan Brown.

Lífið

Í fótspor leiðtogans

Tölvuleikjafyrirtækið CCP sagði upp 120 starfsmönnum í október. Varaborgarfulltrúinn Diljá Ámundadóttir var ein þeirra sem missti vinnuna hjá fyrirtækinu, en þar hafði hún starfað um hríð. Diljá var ekki lengi verkefnalaus, því hún hefur ráðið sig til auglýsingastofunnar Ennemm, þar sem hún mun einbeita sér að verkefnum tengdum samfélagsmiðlum.

Lífið

Forynja lokar á Laugavegi

Ég fékk svo ótrúlegt atvinnutilboð fyrir rúmri viku að ég get ekki sleppt því, segir Sara María Forynja, eigandi og aðalhönnuður verslunarinnar Forynju á Laugavegi, í meðfylgjandi myndskeiði...

Lífið

Kanye daðrar við Kim

Hin nýfráskilda Kim Kardashian átti gott kvöld með rapparanum Kanye West eftir eina tónleika þess síðarnefnda ef marka má frásögn The New York Daily News. Rapparinn hélt veislu eftir tónleika sína í Los Angeles og var Kardashian á meðal gesta þar.

Lífið

Kom heim með stóran samning við Elite

„Þetta var mikil upplifun og ég veit núna að mig langar að láta reyna á fyrirsætustarfið,“ segir Elite-fyrirsætan Magdalena Sara Leifsdóttir, en hún er nýkomin heim frá Kína þar sem hún tók þátt í alþjóðlegu Elite-keppninni.

Lífið

Lady Gaga þénaði mest árið 2011

Það eru ekki bara karlarnir sem græða á tá og fingri í poppinu heldur hafa konurnar malað gull á árinu sem er að líða. Vefútgáfa bandaríska fjármálatímaritsins Forbes tók saman þær tíu konur sem hafa grætt hvað mest árið 2011.

Lífið

Gefur út misheppnaða mánudaga

Plötusnúðurinn Addi Intro hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði fyrir hjólabrettamyndböndin First Try Fail Mondays, eða Misheppnaða mánudagar.

Lífið

Maðurinn sem sörfaði á Airwaves

Rich Aucoin frá Kanada er á leiðinni til Íslands í annað sinn og spilar á Nasa 30. desember. Hann er rísandi stjarna í tónlistarbransanum og hefur vakið athygli fyrir brimbrettatakta sína.

Lífið

Heimsfræg hæfileikalaus

Þú leikur ekki, þú syngur ekki, þú dansar ekki, sagði Barbara og hélt áfram: Þú ert ekki... - þú fyrirgefur mér að ég segi þetta. Ekki með neina hæfileika...

Lífið

Margmenni á Kexmas

Kex Hostel hefur opnað listamönnum húsakynni sín í desember og á þriðjudagskvöldið var röðin komin að tónlistarmanninum Snorra Helgasyni og rithöfundinum Óttari Norðfjörð að deila verkum sínum. Margir lögðu leið sína á Kex til að hlusta á Óttar lesa upp úr nýjustu skáldsögu sinni Lygaranum og Snorra spila ljúfa tóna frá plötu sinni Winter Sun.

Lífið

Nancy Sinatra nútímans

Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings.

Tónlist

Hollywoodstjarna bakar bollakökur

Gossip Girl leikkonan Blake Lively, 24 ára, dundaði sér við að kveikja í bollakökum í Sprinkles bakaríinu í New York eins og sjá má á myndunum...

Lífið

Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi

Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes.

Lífið

Ágætar veiðisögur

Bók sem veiðimenn munu vafalítið hafa gaman af því að lesa. Nauðsynlegt hefði verið að leggja meiri vinnu í útlit og nostra eilítið meira við textann.

Gagnrýni

Tekur frá Eurovision-hallir fyrir Frostrósar-tónleika

Frostrósar-tónleikaröðin mun velta í kringum 150 til 170 milljónum þegar yfir lýkur. Forsvarsmenn tónleikaraðarinnar ætla sér stóra hluti á næsta ári. "Við erum búnir að ganga frá þessu og ætlum að gera þetta á næsta ári. Þetta hefur staðið til síðustu tvö ár en alltaf verið frestað. Nú ætlum við hins vegar að kýla á þetta,“ segir Samúel Kristjánsson. Hann ætlar að flytja út Frostrósar-þema sitt til Noregs og Svíþjóðar og halda þar tónleika í fjórtán borgum í löndunum tveimur.

Lífið

Tímalaus stemning

Það var gaman í Kristskirkju á mánudagskvöldið. Þar voru jólatónleikar Ríkisútvarpsins haldnir. Á efnisskránni voru trúarleg lög úr íslenskum sönghandritum frá 15., 16. og 17. öld. Kammerhópurinn Carmina, undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar, söng en einnig lék Karl Nyhlin á bassalútu. Ég hef sjaldan heyrt jafn sjarmerandi tónlistarflutning.

Gagnrýni

Dósamatur á tónleikum

Bret Michaels, söngvari Poison, hefur boðið aðdáendum sínum afslátt af tónleikum sínum gegn því að þeir komi með mat með sér sem hægt verður að gefa fátækum. Tónleikarnir verða haldnir í Pittsburgh og hvatti Michaels aðdáendur sína á Twitter til að koma með eitthvað matarkyns með sér.

Lífið

Gegn hræsni og tepruskap

Bókaforlagið Omdúrman hefur gefið Mennt er máttur, kafla úr endurminningum Þórðar Sigtryggsonar sem Elías Mar skráði fyrir hálfri öld og hefur fengið á sig goðsagnakenndan blæ.

Lífið

Ekki hrifinn af framhaldi

Robert Downey Jr. segist ekki vera aðdáandi framhaldsmynda þrátt fyrir að hafa leikið í Iron Man 2 og Sherlock Holmes: A Game of Shadows, sem er á leiðinni í bíó. „Mér finnst leiðinlegt að segja það en venjulega eru framhaldsmyndir leiðinlegar, en þessi er það þó ekki,“ sagði hann.

Lífið

Sár Suri Cruise

Leikarinn Tom Cruise, 49 ára, og eiginkona hans, leikkonan Katie Holmes, 32 ára, leiddu stelpuna sína, Suri, 5 ára, í Tribeca hverfinu í New York í gærmorgun...

Lífið

Tilnefningar til Golden Globe

Franska svart/hvíta-myndin The Artist fékk flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Myndin er óður til þöglumyndaskeiðsins í Hollywood á upphafsárum draumaverksmiðjunnar og virðist fara ansi vel ofan í samtök erlendra fréttamanna í Hollywood.

Lífið

Vildi fitna en gat það ekki

Leonardo DiCaprio óskaði þess að hann gæti fitnað hraðar þegar hann var við tökur á mynd um stofnanda FBI-leynilögreglunnar, J. Edgar Hoover.

Lífið

Endurreistu gamla saltgerð fyrir vestan

Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast.

Lífið