Lífið

ZikZak tryggði sér Hálendið

Framleiðslufyrirtækið ZikZak vann kapphlaupið um kvikmyndaréttinn að bók Steinars Braga, Hálendið. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum höfðu sjö aðilar sýnt verkinu áhuga en að endingu voru það Þórir Snær Sigurjónsson og félagar sem klófestu gripinn.

Lífið

Frá Írak á Akranes

Ríkisfang: Ekkert er ekki hnökralaus bók en á heildina litið er hún góð og þarft innlegg í umræðu um flóttafólk á Íslandi og hlutskipti þess. Áhugaverð saga kvenna sem hafa lifað tímana tvenna.

Gagnrýni

Palli syngur inn jólin

Páll Óskar Hjálmtýsson mætir með 25 manns með sér í stúdíó Rásar 2 í dag og heldur Þorláksmessutónleika. Með honum í för verður einnig Sigga Beinteins og ætla þau að syngja hin ýmsu jólalög.

Lífið

Korn stekkur á dubstep-vagninn.

Fín plata, ekki mikið meira en það. Nokkur fín lög er að finna á plötunni, fullt af grípandi viðlögum, en manni finnst þó alltaf eins og hér sé um endurgerð Korn-lög að ræða, en ekki nýtt efni frá hljómsveitinni.

Gagnrýni

Spilar með Hjálmum í Hollandi

Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimar, spilar með Hjálmum á bransahátíðinni Eurosonic sem verður haldin í Hollandi 11. til 13. janúar.

Lífið

Jólaró í Hörpu

Hin hefðbundna „Jólaró“ Íslensku óperunnar verður haldin í anddyri Hörpu milli klukkan 17 og 18.30 í dag.

Lífið

Keyrir út diskinn í jólaösinni

Felix Bergsson býður upp á óvanalega þjónustu við aðdáendur sína, vini og kunningja. Hann keyrir nefnilega út geisladiskinn sinn, Þögul nóttin, til þeirra sem vilja og óska eftir.

Lífið

Blæs á samstarf við H&M

Fatahönnuðateymið Stefano Gabbana og Domenico Dolce segist aldrei ætla að fara í samstarf við verslanakeðjur á borð við sænska verslanarisann Hennes & Mauritz.

Tíska og hönnun

Farðu úr úlpunni!

Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni.

Gagnrýni

Myndaði músu Lagerfelds í foreldrahúsum

Ljósmyndarinn Magnús Unnar myndaði ofurfyrirsætuna Elisu Sednaoui á Íslandi fyrir listatímaritið the journal. Sednaoui hefur sýnt fyrir Chanel, Dior og Versace og setið fyrir í helstu tískutímaritum heims.

Lífið

Umbrot í máli og myndum

Ljósmyndabókin Ísland á umbrotatímum eftir Björn Erlingsson kom út á dögunum. Þar lýsir höfundurinn í máli og myndum þeim hræringum sem orðið hafa í íslensku samfélagi á liðnum misserum.

Menning

Prjónaði hálfan sokk

Dóra Stephensen er hjúkrunarfræðingur í ljósmóðurnámi. Hún prjónaði sína fyrstu lopapeysu sumarið 2010 og hefur ekki lagt frá sér prjónana síðan. Nú semur hún sínar eigin prjónauppskriftir og birtir á facebook-síðunni Knitbook sem hún setti upp fyrir tæpu ári.

Lífið

Brjálaðist á tónleikum

Kanye West sá til þess að tónleikagestur, sem henti litlum auglýsingaspjöldum upp á svið á tónleikum hans og Jay-Z var rekinn út úr húsinu. Gesturinn var í hópi með fleira fólki og fyrst hótaði West fokillur að fleygja öllum hópnum út úr húsinu. Eftir að hafa beðið hinn seka um að gefa sig fram gerði hann það á endanum og fékk reisupassann að launum. „Ef enginn réttir upp hendi og játar þetta á sig verður allur þessi hópur að yfirgefa salinn,“ kallaði West. Eftir uppákomuna héldu tónleikarnir áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Lífið

Minna er meira

Söngurinn er vissulega fagmannlegur og glæsilegur. Túlkunin er heildstæð og fókuseruð. Og það er rétta stemningin í söngnum. Vandamálið er annað. Það eru útsetningarnar. Þær stílast á Karl Olgeirsson, og í minna mæli á Harald Vigni Sveinbjörnsson.

Gagnrýni

Horfðu á þetta ef þú fitnar á jólunum

Ef við erum ponsu skynsamari, örlítið minna gráðug og hugsum svolítið... þá er þetta ekkert mál, segir Solla Eiríks höfundur bókarinnar Heilsuréttir Hagkaups sem er nýkomin út í meðfylgjandi myndasafni...

Lífið

Kemur heim til að halda partí

Jón Atli Helgason tónlistarmaður býður sjálfan sig velkominn til Íslands með veislu á Austri í kvöld. Hann lætur vel af dvöl sinni í Kaupmannahöfn.

Lífið

Efast um sjálfan sig

Þrátt fyrir að vera sá leikari sem halar inn mestum tekjum í kvikmyndahúsum heimsins efast Daniel Radcliffe enn um hæfileika sína sem leikari.

Lífið

Jólaförðunin: Glæsileiki & jólagleði

Jólaboð eru fram undan hjá mörgum og gaman getur verið að klæðast sínu fínasta pússi og setja svolítinn lit á kinnarnar. Björg Alfreðsdóttir hjá MAC sýnir fallega jólaförðun sem allir ættu að geta leikið eftir áður en haldið er á jólaball.

Tíska og hönnun

Íþróttahetjur leiða saman hesta sína í Total Football

„Það er allavega vitað mál að það verður fjör á næstu árshátíð,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður, sem hefur stofnað umboðsskrifstofuna Total Football ásamt fótboltahetjunum Arnóri Guðjohnsen og Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum.

Lífið

Cameron lögsóttur

Bryant Moore er handritshöfundur sem sérhæfir sig í vísindaskáldskap. Moore hlýtur að vera ákaflega hugrakkur því hann hefur höfðað mál á hendur James Cameron og 20th Century Fox fyrir kvikmyndina Avatar. Eins og búast mátti við fer Moore ekki fram á neinar smáupphæðir heldur tvo og hálfan milljarð, í dollurum talið.

Lífið

Íslenskt á topp fimm

Hljómsveitirnar Of Monsters and Men og Apparat Organ Quartet eru á lista National Public Radio í Bandaríkjunum, NPR.org, yfir þá fimm flytjendur ársins 2011 sem fólk má ekki missa af.

Tónlist